Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 24

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi Suðvesturland | Vestur land | Vestfirðir | Norðu rland | Austurland | Suð urlandFerðasumar 2012 Ferðasumar 2013 ferðablað innanlands SÉRBLAÐ Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. maí. Í blaðinu verður viðburðadagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögum um landið og séð hvað um er að vera á því svæði sem verið er að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2013 ferðablað innanlands föstudaginn 17. maí. Nýlega var ég upp- lýstur um það að neytendum í veröld- inni mundi á næstu áratugum fjölga úr 2 milljörðum í 5 millj- arða. Þar sem mann- kynið fór á síðasta ári yfir 7 milljarða er lík- lega þarna verið að telja þá sem koma til með að geta keypt sér lífsgæði með peningum. Í þessu fel- ast að sjálfsögðu mörg tækifæri fyrir fámenna þjóð sem ræður yfir miklum lífrænum náttúru- auðlindum og hefur á margan hátt sérhæft sig í nýtingu þeirra. Tæki- færin felast að mínu mati ekki síst í því að endurskoða lífræna orku- nýtingu með það fyrir augum að geta tekið sem mest magn af mat úr lífríkinu án þess að ganga of nærri því. Sá er munur á sjóðum (bönkum) og fiskistofnum að í fiskistofnum býr líf- rænn kraftur. Veiðirðu fisk ertu að skapa skilyrði aukins vaxtar fyrir aðra fiska. Ekki bara þeirra fiska sem hann étur heldur einn- ig þeirra sem hann keppir við um fæðu og rými. Öllum má vera ljóst að ef allt lífríkið væri alfriðað mundi uppsafnaður nátt- úrulegur dánarstuðull allra tegundanna verða 100%. Þrátt fyrir takmarkaða vitsmuni hefur manninum þó tekist að nýta ein- staka stofna langtímum saman þar sem veiðidánarstuðullinn er hærri en hinn náttúrulegi. Meginvið- fangsefni í mörgum búskap er að halda náttúrulegum dánarstuðli eins nálægt núlli og hægt er og samrýma þarfir vaxtar, viðhalds og orkunýtingar. Ef sauðfjárbændum á Íslandi væri af einhverjum ástæðum gert að slátra ekki fé sínu fyrr en það hefði náð 5 ára aldri er auðvelt að sjá hvaða áhrif það mundi hafa á húsrýmisþörf og fóð- urþörf og þá væntanlega kostnað við að framleiða hvert kíló. Meirihluti fæðuöflunar flestra tegunda byggist á því að skapa skilyrði nýs vaxtar með grisjun. Á undanförnum áratugum hafa Íslendingar fórnað miklu til að byggja upp stóran þorskstofn. Þeim var meðal annars sagt að ekki væri til svo dýrt fjármagn í veröldinni að ekki borgaði sig frek- ar að taka það að láni en veiða þorsk. Við vitum öll hvernig fór með lánin en nú er að sjá hvernig okkur tekst að nýta þorskstofninn. Gera menn sér grein fyrir því að bak við hvert kíló af veiddum þorski við Ísland í dag er líklega þrefalt meiri lífræn orka en var þegar veiddur var smærri fiskur úr minni stofni. Orkan sem um ræðir er sú sem fór í uppbyggingu stofnsins og viðhald hans. Einnig sú sem hann þarf að nota í vaxandi samkeppni vegna stærðar sinnar og síðast en ekki síst aldursaukn- ing veiddra fiska því ljóst er að bak við hvert kíló af 8 ára þorski liggur meira en tvöföld sú orka sem er bak við hvert kíló af 4 ára þorski. Þetta er ekki eina dæmið um það hvernig verndunarsinnað fólk hefur skapað meiri orkusóun í veröldinni en mörg stóriðjan. Að sjálfsögðu þarf að tryggja viðhald og fjölbreytni tegundanna en stað- reyndin er sú að vaxandi fjöldi mannkyns mun fyrr eða síðar leiða til þess að við færum okkur neðar í nýtingu stofna og vistkerfis til að geta framleitt næga fæðu. Íslendingar ættu sem fyrst að fara að huga að nýtingu á ljósátu og rauðátu til framleiðslu matvæla og nýta lífríki sitt með grisj- unarkenningar í huga. Ótakmörkuð ásetning gengur einfaldlega ekki upp fyrir mannkynið. Það ættu menn að hafa lært af efnahags- hruninu þar sem of mikið fé í of litlu hagkerfi varð orku- eða súr- efnislaust með þeim afleiðingum sem við flest þekkjum. Ef menn geta ekki lært af hruninu ættu menn að horfa vestur í Kolgrafa- fjörð þar sem nýleg dæmi um of mikla samfylkingu síldar í litlum firði olli súrefnisskorti og hruni sem veldur og á eftir að valda miklum vandamálum í fuglalífi Breiðafjarðar. Það er smávægilegt vandamál að nokkrir hafernir gleymi sér í græðginni, verði óhreinir, missi flughæfnina og þarfnist hreinsunar eins og útrás- arvíkingar. Stóra vandamálið er ásetningin sjálf og sú orkusóun sem leiðir af henni. Valkostir mannkynsins á þessari jörð eru tiltölulega skýrir. Önnur leiðin er betri nýting, aukin sköpun og stærri hlutdeild. Hin leiðin er hungursneyðir, styrjaldir og drep- sóttir. Lifið heil. Mannkyn og matur Eftir Sveinbjörn Jónsson » Þeim var meðal annars sagt að ekki væri til svo dýrt fjár- magn í veröldinni að ekki borgaði sig frekar að taka það að láni en veiða þorsk. Sveinbjörn Jónsson Höfundur er uppfinningamaður og fyrrverandi trillukarl. Nú standa fyrir dyr- um í okkar litla þjóð- félagi harðvítugar deil- ur um launahækkanir. Oft hefur endirinn orð- ið sá að báðir aðilar hafa staðið upp fátæk- ari að orrustu lokinni. Einn er sá sannleikur að launamismunur er allt of mikill. Dæmi er til um bræður: Annar er verkamaður en náði samt að hjálpa litla bróður í gegnum Há- skólann og er áfram á sínum verkamannalaunum á meðan litli bróðir hefur nálægt 4 milljónum í árslaun. Samskipti á milli þeirra og þeirra fjölskyldna eru engin í dag, þ.e. þau eiga fátt sameiginlegt og lífsstíllinn gjörólíkur. Þetta er auð- vitað óþolandi í okkar litla þjóð- félagi. Nú vil ég koma með uppástungu sem er sú að skipuð verði nefnd sem hefur það hlutverk að stilla af laun, frá verka- mannalaunum upp í laun forsetans. Fyrsta verkefni nefndarinnar verði að reikna út raunveru- lega lágmarks- framfærslu – þ.e. hvaða laun ein- staklingur og svo fjöl- skylda þarf í raun til að lifa sóma- samlegu lífi á vestrænan mælikvarða. Þegar ég tala um sómasamlegt líf þá meina ég að fólk geti lifað áhyggjulaust og borið höfuðið hátt sem og börn þess, jafnvel á lægstu mögulegum laun- um/bótum. Þess ber að geta að þau lág- marksframfærsluviðmið sem í dag eru notuð af hinu opinbera eru út úr öllu korti og augljóst að þeir sem þau settu hafa ekki sjálfir prófað að lifa á þeim. Tryggt verði síðan að lágmarks- launin eftir skatt dugi til þessarar framfærslu óháð því hvort um ein- stæða móður eða stóra fjölskyldu er að ræða. Þessi lágmarksframfærsla verði síðan sá skattfrjálsi grunnur sem laun og skattar annarra en verka- manna og þeirra sem eru á lág- markslaunum verði ákvörðuð á, allt upp í laun ráðherra og forseta, þannig að ríkið hafi nægar tekjur til að reka sig. Ef 1/3 þjóðarinnar getur lifað sómasamlegu lífi á þess- um lágmarkstekjum ættu allir sem meira bera úr býtum, þó það sé ekki margfalt meira, að geta verið sáttir. Okkur ber án tafar að stöðva þá græðgisvæðingu sem rið- ið hefur röftum hér á undanförnum árum og fyrsta skrefið í þessa átt er einmitt að afnema ofurlaun og starfslokasamninga upp á tugi ef ekki hundruð milljóna sem enginn maður hefur í raun þörf fyrir til að lifa góðu lífi. Kerfinu verði jafnframt breytt þannig að hætt verði að refsa fólki fyrir að vilja stofna fjölskyldu og eignast börn, en eins og staðan er í dag þá er hagkvæmast fyrir fólk að vera skráð einstætt á Íslandi og það borgar sig engan veginn fjár- hagslega fyrir pör að gifta sig, auk þess sem það eru í raun allt of margir einstæðir foreldrar með börn á framfæri á móti allt of fáum fjölskyldum, án efa vegna þess að það eru engir hvatar í þjóðfélaginu fyrir fólk til að finna sér maka og stofna fjölskyldu. Það sér það hver maður sem nennir að hugsa út í það að fjöl- skylda er mun hagstæðari eining en einstaklingur. Þetta er óheil- brigt og þjóðfélagslega fjand- samlegt fyrirkomulag sem stjórn- völd hafa komið á á Íslandi, á tímum þar sem það er þjóðinni allri lífsnauðsynlegt til frambúðar að hvetja ungt fólk til að stofna fjöl- skyldu og eignast börn sem síðar standa undir tekjuöflun fyrir allt þjóðfélagið. Í dag hækkar hlutfall eldri borgara með hverju árinu bæði hér og um alla Evrópu og þjóðfélögin eru að sligast vegna út- greiðslna til þessa hóps, sem þó þyrftu í raun að vera mun rýmri í krónum talið. Með því að hækka hlutfall vinnandi fólks með barn- eignum skapast svigrúm til betri lífskjara fyrir alla þjóðina með auknum tekjum þjóðarbúsins. Baráttan um krónurnar Eftir Karl Jónatansson »Nú standa fyrir dyrum í okkar litla þjóðfélagi harðvítugar deilur um launahækk- anir. Oft hefur endirinn orðið beggja tap ... Karl Jónatansson Höfundur er f.v. tónlistarkennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.