Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 30
HINSTA KVEÐJA Margs er að minnast við fráfall systur minnar Krist- ínar Jónu Kragh, margar minningar í huga mér. Takk fyrir allt og allar góðu stundirnar. Láttu Guð vakna lífs á trú, léttu sorg af barmi. Ástinni hennar huggar þú, þerraðu tár af hvarmi. (Ásta Hansdóttir) Elsku, Ósk, Íris og Valli, Guð gefi ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg. Hulda og Steinar. ✝ Kristín JónaKragh fæddist 18. febrúar 1946. Hún og lést að heimili sínu 14. apr- íl 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Helgadóttir og Gunnar Kragh. Fósturfaðir Krist- ínar var Ólafur Kristjánsson. Systk- ini Kristínar eru Hulda Kragh og Kristján Ólafsson. Kristín giftist Valgeiri Ó. Guð- mundssyni, þau skildu. Börn Krist- ínar og Valgeirs eru Sólborg Ósk, Íris Helga og Valgeir Ólafur. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey. Nú að leiðarlokum við fráfall Stínu systur minnar langar mig að þakka henni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ósk Íris og Valli, megi góður Guð vera með ykkur á þessari stundu. Kristján og Halldóra. Kristín Jóna Kragh 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Elsku Hjörtur minn, ástin mín af öllu hjarta. Það eru svo margar yndislegar minningar sem við eigum saman, eins yndislegur og þú varst. Úff, þegar ég sá þig fyrst, ekki bara svo gullfallegur að ég fór al- veg hjá mér heldur svo mikið fyrir mig, ég þurfti ekki að breyta þér neitt. Þú varst svo góður, ljúfur við mig og elskaðir mig svo heitt og ég þig af öllu hjarta. Ég var ekki hrædd við neitt sem heitir að ganga með þér veginn í blíðu og stríðu, þú hélst fast í hönd mér og passaðir upp á mig, ég var þín og mun alltaf vera það. Þú gafst mér hlátur og leyfðir mér að fíflast… það var í lagi, ég fékk að vera ég. Tíminn stóð í stað þegar ég lá hjá þér og ég fann að þetta var stað- urinn þar sem mér leið best. Hjartað þitt var svo stórt og þú vildir að öllum liði vel í kringum þig, meira að segja vildir þú gefa ókunnugum manni jakkann þinn því hann var svo illa tilhafður. Passaðir sko alltaf upp á það að ég væri með nóg af nesti í vinnuna og alls ekki svöng. Hvernig þú hugsaðir um mig og talaðir var af ást og umhyggju. Ég gleymi því aldrei þegar við lágum uppi í rúmi með fæturna upp í loftið að tala hvort annað í kaf, búin að syngja sama lagið átta sinnum: „In every life we have some trouble/When you worry you make it double/Don’t worry, be happy…“ Loks áttuðum við okkur bæði á því að við værum komin með ógeð á þessu lagi og ákváðum að syngja frekar „Three little birds“ með Bob Marley. Þú gafst mér svo mikla gleði og vaktir litla hippann í mér, blóm, friður og ást. Sofðu rótt, elsku Hjörtur. Þín Guðlaug. Elsku stóri bróðir minn, ég veit þú ert kominn á betri stað þar sem þér líður betur og vonandi er Sibbi bróðir búinn að taka á móti þér. Þú hefur alltaf passað svo mikið upp á mig, allar fjöruferðirnar og göngutúrarnir sem við tókum saman. Hjálpað mér gegnum erf- iða tíma og alltaf stutt við bakið á mér, þú fékkst mig alltaf til að brosa og hlæja. Fékkst mig til að halda áfram á hjólabretti eftir að ég sleit á mér hásinina þegar ég ætlaði að hætta. Þegar þú fórst og keyptir glæ- nýtt bretti handa mér og sagðir „þú hættir ekkert, þú ert svo góð- ur á því“. Áttum svo svakalega mikið sameiginlegt, með tísku, áhugamál og tónlist, elskum báðir náttúruna og gátum eitt tímunum saman að horfa á dýralífsmyndir saman og tala um náttúruna. Gleymi aldrei þegar þú fórst á Roskilde til þess að sjá HIM þeg- ar þú hringdir í mig til að leyfa mér að hlusta á uppáhaldslagið okkar. Þegar þú lékst við mig í ac- tion man. Allir bíló-leikirnir. Þeg- ar þú komst með mér á hjóla- bretti, hvað þú varst kaldur. Þegar ég fór í tattú til þín og ætl- aði að fá mér lítið tattú á brjóst- kassann og þú spurðir mig hvort ég vildi ekki aðeins stærra og ég bara, jú, jú, gerum þetta tíu sinn- um stærra og á bakið á mér. Þeg- ar stenslarnir voru komnir á og þú Hjörtur Sigurðsson ✝ Hjörtur Sig-urðsson fædd- ist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 12. mars 1980. Hann lést á heimili sínu 21. apríl 2013. Útför Hjartar fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 27. apríl 2013. byrjaður og spurðir „heldurðu að mamma verður nokkuð brjáluð?“ Nei, nei. Þegar jarðskjálft- inn reið yfir þarna eina nóttina árið 2000, þegar ég svaf undir stórri hillu og það fyrsta sem þú gerðir var að hlaupa inn til mín og reifst mig upp úr rúminu og náðir síðan í Hannes og fórst með okkur fram. Sumarið sem við unnum saman á golfvellinum, sérstaklega skiptið þegar við vorum að hjóla úr vinnunni þegar ég vildi endilega koma í kapp yfir malarkaflann milli Þórsheimilisins og íþrótta- miðstöðvarinnar, þegar ég missti stjórn og flaug framfyrir mig, hvað þér brá en hvað við hlógum mikið að þessu. Okkar hefð á Þorláksmessu að fara saman í bæinn og á aðfanga- dag að spila tölvuleiki. Hvað við gátum eytt miklum tíma að gant- ast og fíflast hvor í öðrum. Hvað þú varst alltaf svo hjálp- samur og laghentur í öllu sem þú gerðir, þegar þú hjálpaðir mér að læra þegar ég var lítill. Þegar þú varst alltaf að hjálpa mér þegar aðrir stríddu mér. Alltaf tilbúinn að hjálpa mér að taka til í bíl- skúrnum. Þegar þú passaðir mig þegar mamma og pabbi voru í vinnu. Ég mun varðveita allar góðu minningarnar okkar sérstaklega síðast þegar ég talaði við þig og þú sagðir „lovjú bróðir“. Þegar þú bauðst mér að halda Adam Elí undir skírn og vera guð- faðir hans og sagðir mér að ég ætti að passa upp á hann. Þú gafst mér svo mikið en baðst um svo lít- ið, en ég skal lofa þér því að ég skal alltaf passa upp á börnin þín og leiða þau rétta leið í gegnum líf- ið. Þinn bróðir, Óskar Elías Sigurðsson Elsku bróðir/vinur sem yfir- gafst okkur þann 21. apríl 2013. Ég er búinn að hugsa mikið til þín og er mjög viss um að þú sért kominn í góðar hendur hjá bróður okkar, öfum, ömmu og frændum. Við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum árin, þú hefur alltaf varið mig þegar ég þurfti á því að halda, ég man sérstaklega eftir því þegar nágrannastrákur- inn var leiðinlegur við mig og þú raukst út og ætlaðir að láta í þér heyra. Við stunduðum sjóinn saman í þó nokkurn tíma á Guðrúnu VE sem er ógleymanlegur tími og ég man þá helst eftir því þegar við vorum að koma í land og ef ég man rétt hélt ég á símanum þínum og einhverri DVD-mynd sem mér tókst að missa í sjóinn. Þú varst mjög fúll út í mig en fyrirgafst mér mjög fljótt, tók ekki nema tímann frá bryggju og heim. Þú hefur kennt mér margt í gegnum árin, ég hef alltaf litið upp til þín þegar kemur að klæða- burði, enda varstu alltaf flottur og myndarlegur, en einhvern veginn náði ég ekki að líta jafnvel út og þú gerðir. Þú átt tvö falleg börn sem ég ætla að elska fyrir þig eins og þú hefur gert, ég mun alltaf vera til staðar fyrir þau og líta á þau sem mín eigin börn, þau bera þig og þú lifir í þeim. Ég á erfitt með að trúa að þú sért farinn frá mér og ég eigi ekki eftir að geta leitað til þín. Ég kveð þig með stórt autt svæði í mínu hjarta, elsku bróðir. Ég mun alltaf halda í þá minn- ingu þegar ég hitti þig síðast og tók utan um þig. Þinn bróðir/vinur, Hannes Kr. Sigurðsson. Þín köllun er komin, þú fallin ert frá en huggun mín er sú að afa þú ert núna hjá. Elsku amma ég sakna þín heitt en gangi lífs fær víst enginn breytt. Stolt ber ég nafn þitt og lofa ég þér að ég ber það með reisn þar til kemur að mér. Kristjana Sigríður Árnadóttir ✝ Kristjana Sig-ríður Árna- dóttir fæddist í Innri-Fagradal, Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, 14. apríl 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. apr- íl 2013. Útför Kristjönu var gerð frá Hvera- gerðiskirkju 27. apríl 2013. Fjölskyldan er mér styrkur sem arfleiddir þú mér og betri fjölskyldu er ekki hægt að hugsa sér. Nú ertu farin og allt er breytt þú barðist af hörku en elsku amma ég veit þú varst orðin þreytt. Að sleppa af þér takinu þín síðustu skref hefði ég ekki getað gert nema því ég veit að þú vakir alltaf yfir mér. Elsku amma og langamma, minningar um þig eru ljós í lífi okkar allra. Kristjana Sigríður Árna- dóttir og Gabríela Birta Kristjönudóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON rennismiður, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum föstudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 2. maí kl. 13.00. Einar G. Guðjónsson, Kristín Axelsdóttir, Auður Guðjónsdóttir, Guðmundur K. Sigurðsson, Berglind Ósk, Axel, Alexandra, Anna Guðrún og Helga Sif. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN TÓMASDÓTTIR, Melhaga 5, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 17. apríl, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 15.00. Ágúst Þór Jónsson, Þóra Áslaug Magnúsdóttir, Guðný Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞORBERGUR HANNESSON málmsteypumeistari, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélag Íslands. Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Gunnarsson, Ólöf G. Ásbjörnsdóttir, Helga Árnadóttir, Óli Ragnar Gunnarsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Heimir Gunnarsson, Ragnhildur Birgisdóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA MARÍA SIGVALDADÓTTIR, Flúðabakka 1, áður húsfreyja á Barkarstöðum í Svartárdal, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu- ósi þriðjudaginn 23. apríl. Útför hennar fer fram frá Bergsstaðarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 14.00. Sigursteinn Bjarnason, Ari Grétar Björnsson, Jóhanna Líndal Jónsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Anna Margret Sigurðardóttir, Halldór Þorkelsson, Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför LOVÍSU EINARSDÓTTUR íþróttakennara. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans við Hringbraut, líknardeildar Landspítalans og hjúkrunar- og ráðgjafar- þjónustu Karitas fyrir góða umönnun og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Ingimar Jónsson. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samhug og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR ANDRÉSDÓTTUR. Lifið heil. Fjölskyldan. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.