Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Willem-Alexander varð í gær fyrsti konungur
Hollands í 123 ár eftir að móðir hans, Beatrix,
sagði af sér sem drottning. Áætlað er að um
milljón manna hafi safnast saman í miðborg
Amsterdam til að fagna nýja konungnum sem
er 46 ára og yngsti konungborni þjóðhöfðing-
inn í Evrópu.
Beatrix, sem er 75 ára, undirritaði
afsagnarskjalið í konungshöllinni eftir að hafa
verið drottning í 33 ár. Sonur hennar sór síðan
embættiseið (var ekki krýndur) við athöfn í af-
helgaðri kirkju, skammt frá höllinni, að við-
stöddum þingmönnum í báðum deildum þings-
ins. Margir ríkisarfar voru einnig við
athöfnina, þeirra á meðal Karl Bretaprins,
Friðrik Danaprins, Viktoría, krónprinsessa
Svía, og Felipe, krónprins á Spáni.
Konungsfjölskyldan í Hollandi er af Óraníu-
Nassá-ættinni sem dregur nafn sitt af fursta-
dæminu Óraníu í Vaucluse í Frakklandi. Will-
em-Alexander er fyrsti konungur Hollands frá
árinu 1890. Móðir hans varð drottning árið
1980 þegar móðir hennar, Júlíana, sagði af sér
á 71 árs afmæli sínu. Amma Beatrix, Wilhelm-
ína, sagði af sér árið 1948, 68 ára að aldri.
Götumótmæli vegna húsnæðiskreppu vörp-
uðu skugga á hátíðahöldin fyrir 33 árum þegar
Beatrix varð drottning en friðsamlegra var á
götum Amsterdam í gær. Lýðveldissinnar
fengu að efna til mótmæla á sex stöðum í
borginni en þátttakan var lítil, enda nýtur
konungsfjölskyldan mikilla vinsælda.
Beatrix var mjög ástsæl drottning eins og
móðir hennar, þótti formleg en ljúfmannleg í
framgöngu. „Aðeins fullkomnun var nógu gott
fyrir hana. Hún vann mjög kerfisbundið, hóf
sig hátt á loft líkt og konungsörn og ekkert
smáatriði á jörðinni fór framhjá henni,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Andreas „Dries“ van
Agt, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands.
Ekki lengur „Pilsprins“
Willem-Alexander hefur gefið til kynna að
hann verði ekki eins formfastur og móðir
hans. Hann sagði í nýlegu viðtali að hann
hygðist forðast hvers konar „siðareglnablæti“.
Willem-Alexander gat sér orð fyrir að vera
drykkfelldur kvennabósi þegar hann var
yngri, var þá kallaður „Pilsprins“ eftir ákveð-
inni bjórtegund, en ímynd hans hefur breyst á
síðustu árum. Í nýlegri viðhorfskönnun sögð-
ust 69% aðspurðra treysta honum.
Talið er að vinsældir nýja konungsins megi
að miklu leyti rekja til eiginkonu hans, Max-
ímu Zorreguieta, sem hann kvæntist árið
2002. Maxíma er 41 árs hagfræðingur, fæddist
í Argentínu og starfaði fyrir alþjóðlega fjár-
festingarbanka áður en hún giftist drauma-
prinsinum sínum. Faðir hennar, Jorge Zor-
reguieta, var landbúnaðarráðherra á
valdatíma einræðisherrans Jorge Videla sem
var við völd í Argentínu á árunum 1976-81.
Allt að 30.000 manns hurfu sporlaust í „skít-
uga stríðinu“ svonefnda sem einræðisstjórnin
háði gegn vinstrisinnuðum andstæðingum sín-
um. Tengsl Zorreguieta við einræðisstjórnina
urðu til þess að honum var ekki boðið í brúð-
kaup dóttur sinnar árið 2002. Maxíma vann
hug og hjörtu Hollendinga og viðhorfskann-
anir benda til þess að hún sé vinsælasti með-
limur konungsfjölskyldunnar. Konungshjónin
hafa eignast þrjár dætur og sú elsta, Cat-
harina-Amalia, sem er níu ára, hefur fengið
titilinn prinsessa af Óraníu og er nú fyrst í
erfðaröðinni.
Fyrsti konungur Hollands í 123 ár
AFP
Vinsæl fjölskylda Willem-Alexander, móðir hans Beatrix og eiginkonan Maxíma á svölum konungshallarinnar í Amsterdam eftir að Beatrix
sagði af sér sem drottning. Willem-Alexander er „greindur, blíður, sterkur og með báða fætur á jörðinni,“ segir Maxíma um nýja konunginn.
Prinsinn af Óraníu tók við krúnunni eftir að Beatrix sagði af sér sem drottning Nýi konung-
urinn hefur áunnið sér hylli eftir að hafa getið sér orð fyrir að vera drykkfelldur kvennabósi
Konung-, fursta- og stórhertogadæmi í Evrópu
NOREGUR SVÍÞJÓÐ
DANMÖRK
BRETLAND
BELGÍA
LÚXEMBORG
LIECHTENSTEIN
MÓNAKÓ
SPÁNN
Krýndur
Ríkisarfi
Þjóðhöfðingi
Albert II fursti
Henri stórhertogi 7. okt. 2000
Hans Adam II fursti 13. nóv. 1989
12. júlí 2005
Haraldur V konungur
17. janúar 1991
Hákon prins
Karl Gústaf XVI konung
15. september 1973
Viktoría prinsessa
Margrét II drottnin
14. janúar 1972
Friðrik prins
Elísabet II drottning
6. febrúar 1952
Karl prins
Albert II konungur
9. ágúst 1993
Filippus prins
Jóhann Karl konungur
22. nóvember 1975
Felipe prins
HOLLAND
Beatrix drottni
30. apríl 1980
Willem-Alexander
30. apríl 2013
Catharina-Amalia prinsess
AFP
Ástsæl drottning kvödd Þessi kona í Amst-
erdam grét þegar drottningin sagði af sér.
Fellibylur geng-
ur nú yfir
norðurpól gas-
risans Satúrn-
usar og blikna
þau fárviðri sem
við þekkjum á
jörðu í saman-
burði. Auga
stormsins er
2000 km í þvermál og vindhraðinn
um 530 km/s. Geimfarið Cassini-
Huygens frá Nasa náði heillandi
myndum af storminum, en vís-
indamenn vita ekki hversu lengi
hann hefur geisað.
Myndirnar eru með þeim fyrstu
sem teknar eru af norðurpól Sat-
úrnusar böðuðum í ljósi vorsól-
arinnar, því þegar Cassini-Huygens
kom fyrst að Satúrnusi ríkti þar
vetur. Norðurpóllinn hefur raunar
ekki sést síðan geimskipið Voyager
2 sendi síðast myndir af honum árið
1981.
GEIMVÍSINDI
Gríðarlegur stormur
á Satúrnusi
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is