Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
„Það var ekki hægt að gera þetta fyrr
þar sem það þurfti að gera ákveðnar
breytingar í rekstrinum áður en
þetta var hægt, þannig að sjálf end-
urskipulagningin hefur verið gerð á
mettíma. Hún hefur bara verið gerð á
þremur mánuðum.“ Þetta segir
Steinn Logi Björnsson, forstjóri
Skipta, en félagið lauk endurskipu-
lagningu sinni í gær. Meðal annars
samþykktu allir kröfuhafar að breyta
kröfum sínum í hlutafé og útgáfu
nýrra skuldabréfa. Skuldir félagsins
verða í kjölfarið 27 milljarðar, en þær
voru áður 62 milljarðar. Kröfuhafar
félagsins voru 130, en þeir verða nú
allir hluthafar.
Steinn segir að aðdragandinn að
þessum áfanga hafi verið langur, en
það hafi verið nauðsynlegt til að sýna
fram á verðmæti félagsins.
Þriggja ára áætlun
„Við höfum verið með þriggja ára
áætlun sem gekk út á að breyta og
bæta reksturinn til að skapa skilyrði
fyrir endurfjármögnuninni svo hægt
væri að breyta einhverjum skuldum í
verðmæt hlutabréf,“ segir Steinn
Logi.
Hann segir að planið sem sett hafi
verið upp sé nú að hafast. „Við vildum
vera komin á þann stað að verðmæti
fyrirtækisins væri orðið mikið og
þess vegna væri skuldabréfaflokkur-
inn verðmætur og hægt væri að
breyta honum yfir í hlutabréf.“ Segir
hann ljóst að því hafi verið vel tekið.
Steinn Logi segir að engar afskrift-
ir hafi verið gerðar hjá fyrirtækinu og
staðið hafi verið við allar afborganir
og vaxtagreiðslur. Það sé þó auðvitað
alltaf matsatriði hvort felist meiri eða
minni verðmæti í því að breyta
skuldabréfum yfir í hlutafé.
Stefnt að skráningu seinni
hluta árs 2014
„Það kemur ekki í ljós fyrr en fé-
lagið verður skráð á markað á næsta
ári,“ en Steinn segir að stefnan sé sett
á það á seinni hluta árs 2014.
Upp á síðkastið hefur Síminn sett
töluverðar fjárhæðir í fjárfestingar
tengdar ljósnetinu og áætlunin er að
fjárfesta áfram vel í uppbyggingu 4G-
netsins. Steinn segir að félagið hafi
haldið dampi eftir hrunið og vegna
þess muni þessi áfangi ekki hafa mikil
áhrif á fjárfestingu félagsins, en það
muni halda áfram af sama krafti og
áður.
Hluti af endurskipulagningunni er
skuldabréfaútboð upp á um átta
milljarða, en Steinn Logi segir að það
verði væntanlega fyrsta skuldabréfa-
útboð almenns rekstrarfélags hér á
landi eftir hrunið. Allar ákvarðanir
liggi fyrir í þessu samhengi og stefn-
an sé sett á útboðið á næstu mán-
uðum.
Allir kröfuhafar samþykktu fjár-
hagslega endurskipulagningu skulda
Skipta hf. Það þýðir meðal annars að
öllum skuldabréfakröfum verður
breytt eða skipt fyrir hlutafé í Skipt-
um samkvæmt tilkynningu Skipta til
Kauphallarinnar í gær.
Í byrjun aprílmánaðar var tilkynnt
að fyrir lægi tillaga um endurskipu-
lagningu skulda félagsins. Þær fela
meðal annars í sér að Skipti endur-
greiða hverjum og einum kröfuhafa
(miðað við skráða kröfuhafa kl. 16.30
hinn 27. mars 2013) tvær milljónir
króna í reiðufé og kemur greiðslan til
lækkunar höfuðstóls viðkomandi
kröfu.
Tap á rekstri Skipta hf., eftir
skatta á síðasta ári, nam 3,4 milljörð-
um kr. samanborið við 10,6 milljarða
kr. tap árið áður.
Þetta kemur fram í tilkynningu til
Kauphallarinnar um uppgjörið.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði, án einskiptisliða, nam 8,1
milljarði kr. samanborið við 6,3 millj-
arða kr. árið áður.
Sala nam 28,9 milljörðum króna
samanborið við 27,9 milljarða árið áð-
ur. Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er
10,2% og eigið fé 7,9 milljarðar króna.
Alls greiddi Skipti hf. 4,4 milljarða
í afborganir og vexti árið 2012. Öll lán
félagsins eru í skilum.
thorsteinn@mbl.is
Skuldir Skipta verða
27 milljarðar króna
Stórdregur úr tapi Skipta, en það var 3,4 milljarðar í fyrra
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Nauðasamningar Samkvæmt tilkynningu Skipta til Kauphallarinnar hafa
allir kröfuhafar samþykkt fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta.
● 25,6 milljarða króna afgangur var á
vöruskiptum við útlönd á fyrsta fjórð-
ungi ársins 2013, samkvæmt upplýs-
ingum á vef Hagstofu Íslands.
Í marsmánuði voru fluttar út vörur
fyrir 50,9 milljarða króna og inn fyrir
41,6 milljarða króna fob (44,8 milljarða
króna cif). Vöruskiptin í mars, reiknuð á
fob-verðmæti, voru því hagstæð um
9,3 milljarða króna. Í mars 2012 voru
vöruskiptin hagstæð um 5,1 milljarð
króna á gengi hvors árs. Fyrstu þrjá
mánuðina 2013 voru fluttar út vörur
fyrir tæpa 156,3 milljarða króna en inn
fyrir 130,6 milljarða króna fob.
Vöruskipti hagstæð um
25,6 milljarða króna
● Hagnaður breska olíufélagsins BP
tæplega þrefaldaðist á fyrsta fjórðungi
þessa árs samanborið við sama tímabil
í fyrra.
Er aukningin einkum rakin til sölu á
hlut BP í rússneska félaginu TNK-BP.
Hagnaður eftir skatta nam 16,86
milljörðum Bandaríkjadala eða sem
nemur 1.974 milljörðum íslenskra
króna, samanborið við 5,77 milljarða
dala eða sem nemur 676 milljörðum ís-
lenskra króna á sama tímabili í fyrra.
BP hagnast vel
● Á fyrsta ársfjórðungi voru að með-
altali 10.300 manns án vinnu og í at-
vinnuleit eða 5,8% vinnuaflsins. At-
vinnuleysi mældist 6,1% hjá körlum og
5,4% hjá konum.
Fjöldi starfandi á fyrsta ársfjórðungi
2012 var 167.900 manns eða 74,3% af
mannfjölda. Hlutfall starfandi karla var
76,4% og starfandi kvenna 72,2%,
samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands.
Á fyrsta ársfjórðungi 2013 fækkaði
atvinnulausum um 2.400 frá fyrsta
ársfjórðungi 2012. Atvinnulausum kon-
um fækkaði um 800 og atvinnulausum
körlum um 1.600. Starfandi fjölgaði á
þessu tímabili um 4.100.
10.300 manns án vinnu
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.+
+/0-/+
++1-22
30-44.
30-0+.
+.-/2
+34-,
+-+5.
+.,-03
+13-4/
++,-55
+/+-31
++1-,.
30-10.
30-0.,
+.-//3
+34-51
+-3001
+.,-14
+13-5+
30/-+322
++.-3.
+/+-,5
++,-0+
30-1,.
30-+21
+.-524
+31-2
+-304
+..-0,
+12-24
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Svarið við spurningu dagsins
HVAÐ ER ÍMATINN?
Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is
Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur
Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta
MIKIÐ ÚRVAL
af garni, blöðum, prjónum,
tölum, og öðrum prjónavörum
Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is
Lopi frá
Ístex -
mögulega
besta
verð á
landinu!