Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sirkushátíðin Volcano er sú fyrsta sinnar
tegundar sem haldin er á Íslandi. Þetta er
einnig stærsti og umfangsmesti viðburður
sem Norræna húsið hefur staðið fyrir,“ seg-
ir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og
verkefnastjóri í Norræna húsinu. Sirkushá-
tíðin verður haldin í Reykjavík dagana 4.-
14. júlí, en miðasala hefst í dag á midi.is og
frá og með 1. júní er einnig hægt að nálgast
miða í Norræna húsinu.
„Hátíðin er unnin í nánu samstarfi við
Cirkus Xanti frá Noregi. Cirkus Xanti hef-
ur góða reynslu af því að setja upp sirk-
usþorp á Norðurlöndunum og nú er komið
að Íslandi,“ segir Ilmur, en undir lok júní
munu sex sirkustjöld byrja að rísa í Vatns-
mýrinni. „Þarna verða fjögur sýningartjöld
sem eru 6 m, 12 m, 16 m og 22 m á hæð
auk þess sem eitt kaffihúsatjald rís og eitt
sirkuslistamannatjald,“ segir Ilmur og tek-
ur fram að ókeypis aðgangur verði að þorp-
inu þar sem gestir og gangandi geta fylgst
með sirkuslistamönnum á æfingu og fengið
sér hressingu. Einnig verður ókeypis að-
gangur á opnunarviðburði sem auglýstir
verða síðar, en kaupa þarf miða á sýningar
og námskeið. „Hér verður heilmikil stemn-
ing frá morgni til kvölds með sýningum, æf-
ingum og námskeiðum, fyrirlestrum, tón-
leikum og ýmsum óvæntum uppákomum,“
segir Ilmur, en Sirkus Ísland annars vegar
og Askja hins vegar munu bjóða upp á nám-
skeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-
15 ára auk þess sem boðið verður upp á
klukkustundarlöng örnámskeið fyrir fólk á
öllum aldri.
150 hópar vildu sýna á hátíðinni
Samkvæmt upplýsingum frá Ilmi sóttust
150 sirkushópar víðs vegar að úr heiminum
eftir því að fá að koma fram á hátíðinni, en
öllum var heimilt að sækja um. „Eins og
staðan er nú erum við búin að staðfesta 13
sýningar sem koma á hátíðina, en þeim gæti
fjölgað eitthvað. Alls munu því um 100 sirk-
uslistamenn taka þátt í hátíðinni,“ segir
Ilmur og dregur ekki dul á að stærsta sýn-
ing hátíðarinnar sé sýning Cirkus Cirkör,
Wear it like a Crown. „Hópurinn hefur ver-
ið á ferð og flugi um heiminn sl. tvö ár með
þessa sýningu. Þau koma frá Argentínu til
að sýna hérlendis og fara héðan til Kanada.
Sýningin hér á landi er sett upp í samstarfi
við Borgarleikhúsið og sýnd alls sex sinnum
á stóra sviði leikhússins,“ segir Ilmur og
bendir á að sýningin sé svo tæknilega flókin
að ekki hafi reynst unnt að sýna hana í
hefðbundnu sirkustjaldi. „Það er sérlega
ánægjulegt að fá Cirkus Cirkör aftur til Ís-
lands, en þetta er í þriðja sinn sem þau
koma hingað. Þegar hópurinn var hér síð-
ast, árið 2005, var uppselt á allar sýningar,“
segir Ilmur og bendir á að svo skemmtilega
vilji til að Max Dager, sem verið hefur for-
stjóri Norræna hússins sl. sjö ár, sé fyrr-
verandi sirkusstjóri Cirkus Cirkör og einn
stofnenda hópsins. „Það hlaut því eiginlega
að koma að því að Norræna húsið legði í
sirkusævintýri,“ segir Ilmur og bætir við:
„Þessi hátíð verður örugglega einn eft-
irminnilegasti viðburður ársins, enda ekki á
hverju sumri sem sirkusinn kemur í bæ-
inn.“
Að sögn Ilmar eiga allar sýningar hátíð-
arinnar það sameiginlegt að vera fjölskyldu-
vænar og fullar af húmor. „Sýning Cirkus
Cirkör er ætluð áhorfendum frá 10 ára aldri
og upp úr. Sýningin flytur okkur þann boð-
skap að við eigum ekki að hræðast galla
okkar heldur bera þá sem djásn með stolti.
Cirkus Xanti verður með tvær sýningar á
hátíðinni, annars vegar Pluti Crazy og hins
vegar Bastard, en síðarnefnda sýningin er
fullkomin fyrir börn á leikskólaaldri, þ.e.
3-6 ára. Brautryðjendur sirkuslista á Ís-
landi, Sirkus Íslands, verða með sýninguna
Heima er best, Barnasirkus og kabarettinn
Skinnsemi,“ segir Ilmur að lokum.
Allar nánari upplýsingar um hátíðina,
sýningar og námskeið má finna á facebook-
síðunni facebook/volcanosirkuslistahatid; og
á vefsíðunum norraenahusid.is; sirk-
usislands.is og midi.is.
Sirkusævintýri
Norræna hússins
Sirkusþorp rís í Vatnsmýrinni um mitt sumar
Um 100 listamenn taka þátt í sirkushátíðinni
Djásn Louise Bjurholm í hlutverki sínu í Wear
it like a crown sem Cirkus Cirkör sýnir.
Áhætta Tumble circus er einn þeirra fjölmörgu hópa sem væntanlegir eru í sumar.
Sirkustjald Búast má við skemmtilegri stemn-
ingu þegar sirkusþorpið rís í Vatnsmýrinni.
Ljósmynd/Mattias Edwall
Gloria er yfirskrift vortónleika
Kammerkórs Mosfellsbæjar sem
haldnir verða í Háteigskirkju í dag
kl. 16. Tónleikarnir eru haldnir í
samvinnnu við félaga úr Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna.
Á efnisskránni er verkið Gloria
eftir A. Vivaldi auk tónlistar eftir
m.a. F. Schubert, Gunnar Reyni
Sveinsson, John Speight, W. Byrd.
A. Willaert, M. Flecta og M. Castel-
nuove Tedesco. Kórstjóri er Símon
H. Ívarsson, en einsöngvarar eru
Auður Guðjohnsen, Ásdís Arnalds,
Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir
og Viktor A. Guðlaugsson. Miðar
eru seldir við innganginn.
Hljómur Kammerkór Mosfellsbæjar und-
ir stjórn Símons H. Ívarssonar.
Vortónar Kammerkórs Mosfellsbæjar
Hljómsveitin Rósa syngur Monk
kemur fram á tónleikum Jazz-
klúbbsins Múlans á Munnhörpunni
í Hörpu í kvöld kl. 21. Hljóm-
sveitin er nýtt samstarfsverkefni
söngkonunnar Rósu Sveinsdóttur
og bassaleikarans Sigmars Matt-
híassonar, en þau útskrifuðust
bæði frá jazzdeild Tónlistarskóla
FÍH vorið 2012. Tilefnið er að um
þessar mundir eru 25 ár síðan
plata söngkonunnar Carmen
McRae Carmen Sings Monk kom
út, en platan inniheldur lög eftir
ameríska píanóleikarann og tón-
skáldið Thelonious Monk með
textum söngvarans Jon Hend-
ricks. Auk þeirra Rósu og Sig-
mars koma fram saxófónleikarinn
Jóel Pálsson, píanóleikarinn
Kjartan Valdemarsson og
trommuleikarinn Scott McLe-
more. Miðasala er á midi.is,
harpa.is og við innganginn.
Sigmar Matthíasson og Rósa Sveinsdóttir.
Rósa syngur Monk á Múlanum í Hörpu
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4, 201 Kóðavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is
Vel valið