Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Við vorum að landa upp úrtogara. Það brotnuðu tvöeyru á kari með þeim af-leiðingum að ég fékk þau yfir mig og ég fór eiginlega í tvennt. Mjaðmagrindin fór í fjóra parta, lær- in fóru í tvennt, þarmar í sundur og taugar skemmdust mikið,“ segir Kristján Guðmundsson þegar hann er beðinn að rifja upp vinnuslys sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Kristján man vel eftir slysinu sjálfu og segist ekki eiga erfitt með að tala um það. „Fyrst héldu allir að ég væri farinn og ég hélt það líka sjálfur. Fyrstu sekúndurnar var allt svart og ég hugsaði bara með mér: Er þetta himnaríki? Svo kom ægilegur verkur og þá áttaði ég mig á að ég var á lífi og byrjaði að garga þar til ég áttaði mig á því að enginn lagast af verkj- um með því að garga. Þá fór ég að segja þeim sem voru hjá mér til hvað ætti að gera af því að það vissi eng- inn hvernig mér leið nema ég. Þann- ig að ég bað strákana að taka fargið af mér og bað þá svo að hreyfa mig ekki. Ég missti mikið blóð og var mjög nálægt því að fara.“ Ákvað að berjast fyrir lífinu Kristján, sem hefur verið já- kvæður alla sína tíð, brá ekki frá því í sjúkrabílnum. „Á leiðinni til Akur- eyrar fékk ég gríðarlega mikið af lyfjum og það virkaði ekkert. Ég fann að ég var að sofna og vissi ekki þá hvort ég væri að deyja í sjúkra- bílnum eða að sofna. Ég ákvað á þessum tíma að ég hefði tvo val- möguleika; að deyja 21 árs í sjúkra- bíl á leiðinni inn á Akureyri eða berj- „Ég áttaði mig á að ég var á lífi“ Dalvíkingurinn Kristján Guðmundsson var aðeins 21 árs gamall þegar hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í maí 2011. Hann fjórbrotnaði á mjöðm, brotnaði á læri, þarmar fóru í sundur og honum var vart hugað líf. Kristján tók meðvitaða ákvörðun á leiðinni í sjúkrabílnum á Akureyri að berjast fyrir lífi sínu og heldur nú reglulega fyrirlestur undir heitinu Gefstu aldrei upp. Gjörgæsla Kristjáni var fyrst haldið sofandi á gjörgæslunni á Akureyri. Uppbygging Kristján segir þetta vera eina stærstu stundina í lífi sínu en þarna er hann að standa á fætur í fyrsta skipti í þrjá mánuði. Fataóðir nemendur í hönnunardeild Listaháskólans ætla að halda sam- eiginlegan fatamarkað í húsnæði hönnunardeildar, Þverholti 11, í dag frá kl. 14-18. Markaðurinn er í kjall- aranum og er gengið inn við hlið að- alinngangsins. Á markaðnum má finna hönnunar- flíkur og varning af ýmsu tagi. Sam- kvæmt nemunum er verðið hlægilega lágt og ættu því glysgjarnir fagur- kerar ekki að láta þennan markað framhjá sér fara. Tilvalið er fyrir þá sem ætla að skella sér í kröfugöngu að líta inn að henni lokinni. Endilega… …farðu á fatamarkað Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gaman Gramsað í flíkum á markaði. Um liðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót í grunn- sporum og bikarkeppni með frjálsri aðferð hjá þeim sem lengra eru komnir í dansinum. Grunnspora- keppnin er aðalmót þeirra sem eru að byrja í dans- íþróttinni. Bikarkeppnin sem fer fram samhliða Ís- landsmeistaramótinu gefur rétt til þátttöku á heimsbikar- og Evrópubikarmótum sem verða haldin í sumar og næsta haust. Keppnin var hörð á bikar- mótinu, Hanna Rún og Nikita Bazev urðu Íslands- meistarar. Nánar á www.dsi.is. Íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum Einbeiting Rakel og Jóhann vönduðu sig eins og vera ber. Glæsilegir þátttakendur svifu um dansgólfið Tignarleg Perla og Brynjar tóku sig vel út á gólfinu. Sveigja Rúnar og Katrín eru kattliðug. N 27 2013 Listahátíð í Reykjavík Allar raddir hljóma Diana Damrau & Xavier de Maistre @ Harpa, Eldborg — 2. júní Stefnumót við Lutoslawski @ Harpa, Norðurljós — 26. maí Dagskráin og miðasala www.listahatid.is á Listahátíð 17. maí — 2. júní Seiður frá Spáni @ Fríkirkjan — 27. maí Schumann x3 @ Fríkirkjan — 19., 26. maí & 2. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.