Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 14
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
„Við teljum eðlilegt að við fáum
græna herbergið aftur,“ segir Gunn-
ar Bragi Sveinsson, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins, en
samkvæmt niðurstöðum kosning-
anna á laugardaginn þarf að koma
nýjum þingflokkum fyrir á Alþingi.
Framsóknarflokkurinn bætti
flestum þingmönnum við sig, fór úr
níu í nítján, og Sjálfstæðisflokkurinn
bætti við þremur þingmönnum, úr
sextán í nítján. Verða sjálfstæðis-
menn áfram á sama stað í þinghús-
inu. Stjórnarflokkarnir töpuðu sem
kunnugt er nokkrum þingsætum en
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins verður þingflokkur Sam-
fylkingarinnar áfram á sínum stað
þó að þingmönnum hafi fækkað úr
tuttugu niður í níu. Vinstri grænir
misstu sjö þingmenn frá síðustu
kosningum og eru nú sjö talsins.
Eftir síðustu kosningar urðu
framsóknarmenn að víkja úr „græna
herberginu“ svonefnda, sem þeir
höfðu haft allt frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Gerðist það
ekki fyrr en um haustið 2009 að sam-
komulag tókst um að VG og Fram-
sóknarflokkur skiptu á herbergjum
og þeir síðarnefndu fengu „gula her-
bergið“, sem VG hafði.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir val á þing-
flokksherbergjum ráðast af stærð
þingflokka, miðað við fylgi. Þannig
fái stærsti flokkurinn stærsta her-
bergið og síðan koll af kolli.
„Þetta er regla sem sett var hér
fyrir nokkrum árum. Við erum held-
ur ekki að færa til þingflokka nema
þörf sé á því, eins og gerðist 2009
þegar þingflokksherbergi VG varð
of lítið. Núna er óhjákvæmilegt að
gera breytingu þar sem herbergið
sem framsóknarmenn hafa haft er of
lítið fyrir þá,“ segir Helgi.
Hann segir önnur vandamál ekki
vera uppi varðandi herbergjaskipan
þingflokka, nema að nú sé einum
þingflokki fleira. bjb@mbl.is
Framsóknarmenn vilja
græna herbergið aftur
Morgunblaðið/Sverrir
Græna Svona leit græna herbergið út áður, en VG fékk það 2009.
VG og Fram-
sókn skipta líklega
á herbergjum
Morgunblaðið/Heiddi
Gula Þingflokksherbergið sem framsóknarmenn fengu síðast, hið gula.
Spurður hvenær nýir þingmenn fái fræðslu um þingstörfin segir Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hefð vera fyrir því nokkrum dög-
um fyrir þingsetningu. Alls náðu 27 nýir þingmenn kjöri í kosningunum
sl. laugardag. „Við ætlum að doka við og sjá hvað verður með þingsetn-
ingardag,“ segir hann, en störf þingsins innanhúss miðast við það þessa
dagana að þingið komi saman eftir hvítasunnu. „Þetta fer bara eftir því
hvernig mál þróast.“
Nýir þingflokkar hafa ekki komið sér formlega fyrir í þinghúsinu en
þeir hafa þó hist á formlegum og óformlegum fundum eftir helgina.
27 nýir þingmenn fá fræðslu
GERT RÁÐ FYRIR ÞINGSETNINGU EFTIR HVÍTASUNNU
Stærst
i
skemmt
istaður
í heimi!
Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is.
Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB.
Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri
Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter
4G hneta
12.990 kr.
með þjónustusamningi í áskrift.
Fullt verð í áskrift og frelsi: 19.990 kr.
4G hnetu er hægt að nota á 4G og 3G
þjónustusvæði Nova.
1 GB
1.190 kr.
15 GB
3.990 kr.
Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.!
4G netþjónusta
Hægt að nettengjaallt að 10 tæki (WiFi)
4G hneta
fyrir fólk
á ferðinni!
Allt
á einum stað!
Lágmarks
biðtími www.bilaattan.is
Bílaverkstæði
Dekkjaverkstæði
Smurstöð
Varahlutir