Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 12

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Stærst i skemmt istaður í heimi! Skiptu gamla pungnum út fyrir nýjan ofurpung! 10 X hra ðari en 3G pu ngur! Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB. Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter d a g u r & s t e in i 4G pungur 6.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 12.990 kr. 4G pung er hægt að nota á 4G og 3G þjónustusvæði Nova. 1 GB 1.190 kr. 15 GB 3.990 kr. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.! 4G netþjónusta Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Aðeins tókst að bjarga tveimur há- hyrninganna sem strönduðu við Heið- arhöfn á Langanesi á mánudag. Alls strönduðu sex dýr og drápust fjögur þeirra í fjörunni. Strandið var til- kynnt lögreglu um tvöleytið á mánu- dag og hófust þá umfangsmiklar björgunaraðgerðir sem stóðu fram á nótt. Erfiðar aðstæður „Aðstæður voru mjög erfiðar,“ seg- ir Jón Stefánsson, lögreglumaður á Langanesi. „Vindurinn var þvert upp á landið og erfitt að athafna sig.“ Fjöldi fólks kom að björguninni, þar á meðal björgunarsveitin Hafliði frá Þórshöfn ásamt starfsmönnum BJ vinnuvéla. „Þeir unnu stíft allan tímann,“ sagði Jón. Grafnar voru svokallaðar sund- laugar fyrir háhyrningana í fjörunni til að halda lífi í þeim, og aðfaranótt þriðjudags flæddi að. Að sögn Jóns er mjög aðgrunnt í fjörunni og því var ákveðið að bíða eftir flóði svo auðveld- ara væri að ná dýrunum út í sjóinn. Um nóttina voru grafnar rásir út í sjó og gerði björgunarfólkið margar tilraunir til að leiða dýrin út úr fjör- unni. Það reyndist erfitt því töluvert brim var á svæðinu og sterkur vind- ur. „Ef þeir komu dýrunum eitthvað út, misstu þeir þau alltaf til baka vegna öldugangs,“ segir Jón. „Björgunarsveitin stóð sig vel, það gerðu allir sitt besta.“ Samhent dýr Háhyrningarnir sem björguðust voru stálpaður kálfur og fullorðið dýr. Tvö dýranna voru þegar urðuð í fjörunni á mánudag og stóð til að gera slíkt hið sama við hin tvö. „Þarna eru aðstæður ágætar til að urða þetta á staðnum,“ segir Jón. Ekki er vitað um ástæðu þess að dýrin sóttu upp í fjöruna, en atvik sem þetta er ekki algengt á þessum slóðum. „Það eina sem manni dettur í hug er að kálfarnir hafi álpast upp og hin- ir á eftir þeim til að ná þeim út,“ segir Jón. Háhyrningar eru samhent dýr og ferðast um í hópum. „Þetta er ekki ósennilegt miðað við hvernig þessi dýr hegða sér.“ Morgunblaðið/Líney Út í sjó Björgunarsveitarmenn úr sveitinni Hafliða frá Þórshöfn stóðu vaktina í Heiðarhöfn á Langanesi þar sem sex háhyrningar strönduðu á mánudag. Aðstæður voru erfiðar, brim og sterkur vindur. Fjögur dýranna drápust. Fjórir háhyrningar drápust á Langanesi  Tveimur bjargað við erfiðar aðstæður  Urðaðir í fjörunni Þegar dauðan hval rekur á land má ekki nýta kjötið heldur verður að farga því á viðurkenndan hátt. Ekki má fjarlægja tenn- ur eða annað til einkanota. Þetta kemur fram í verklagsreglum um hvalreka. Að sögn Guðmundar B. Ingvarssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, þarf að bregðast við ef einhver ami eða hætta stafar af dýrum sem rekur á land. „Fyrsti kostur er að reyna að urða hræið í fjörunni þar sem það er statt,“ segir Guðmundur. Yfirleitt er það lykt vegna rotnunar sem veldur fólki ama . HRÆIN VALDA AMA Mega ekki nýta kjötið Óánægja er innan bæjarstjórnar Vestmannaeyja með tilnefningu Bankasýslu ríkisins á stjórn Spari- sjóðs Vestmannaeyja. Elliði Vign- isson bæjarstjóri segir að Banka- sýslan hagi sér eins og gert er í óvinveittri yfirtöku fyrirtækja. Ríkissjóður, Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin lögðu fé í endurreisn Sparisjóðs Vestmannaeyja eftir hrun. Vestmannaeyjabær lagði fram 100 milljónir og á rúm 10% hlutafjár og ríkið á 55%. Elliði segir að fulltrú- ar ríkisins og heimamanna hafi unn- ið náið saman að þessu verkefni og haft samráð um uppstillingu í stjórn. Bæjarstjórinn segir að óskað hafi verið eftir því að unnið yrði áfram með þessum hætti en Bankasýsla ríkisins ekkert viljað með það gera og skipað meirihluta stjórnar á grundvelli meirihlutaeignar ríkisins. Bankasýslan tilnefndi þrjá af fimm stjórnarmönnum og kusu þeir einn úr sínum hópi, Þorbjörgu Ingu Jóns- dóttur, sem stjórnarformann. Krist- ín Guðmundsdóttir var formaður fyrri stjórnar. Elliði tekur fram að hann hafi ekkert út á nýkjörna stjórnarmenn að setja sem ein- staklinga. Strangar reglur gilda „Það gildir strangur laga- og reglurammi um tilefningar Banka- sýslu ríkisins í stjórnir fjármálafyr- irtækja og frá honum er ekki unnt að hvika,“ segir Jón Gunnar Jóns- son, forstjóri Bankasýslu ríkisins, um gagnrýni Eyjamanna. Aðeins er hægt að velja fólk sem sérstök val- nefnd hefur útnefnt. Elliði segist hafa gert Bankasýsl- unni grein fyrir afstöðu fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. „Það er erfitt að hafa aðkomu að fjármálafyrirtæki sem er að fara í umbreytingar þegar við fáum þessa skvettu frá fulltrúum stærsta eigandans, rétt fyrir kosn- ingar. Þeir eru greinilega búnir að teikna upp mynd sem ætlunin er að þröngva í gegn, eins og stjórn- arkjöri,“ segir Elliði. helgi@mbl.is Eins og gert er í óvin- veittri yfirtöku fyrirtækja  Eyjamenn ósáttir við Bankasýslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.