Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 9
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Röntgenstýrð beinaskurðarvél til
skurðar á þorskflökum vakti athygli
á sjávarútvegssýningunni í Brussel
nýlega, en þar var vélin sýnd í
fyrsta skipti opinberlega. Fyrsta
vélin sem notuð verður til að skera
þorsk hefur þegar verið seld til HB
Granda og segist Helgi Hjálmars-
son, framkvæmdastjóri Völku, sem
þróað hefur vélina, gera sér góðar
vonir um að fleiri vélar seljist á
næstu vikum.
Framleiðendur heima og erlendis
séu áhugasamir og það séu mikil
meðmæli að HB Grandi hafi í fyrra-
haust keypt vél til að skera karfa
og nú riðið á vaðið með kaupum á
þorskskurðarvél. Spurður um verð
á vélasamstæðu eins og þeirri sem
hér um ræðir segir Helgi að grunn-
verðið sé um hálf milljón evra eða
nálægt 75 milljónum króna. Fyr-
irtækin séu síðan oft með séróskir
og er mögulegt að bæta við skurð-
arspíssum og öðrum einingum til að
mæta þeim óskum.
Tæknin í raun sú
sama og á sjúkrahúsum
Hann segir að í sjálfu sér sé um
sams konar tækni að ræða og við
röntgenmyndatöku á sjúkrahúsum.
Í fiskvinnslunni séu notaðir orkulitl-
ir geislar, en hraðinn sé hins vegar
mikill við myndatökuna á færiband-
inu þegar fiskflakið keyri undir
geislann. Tæknin sé sú fullkomn-
asta til að sjá bein og skera úr fisk-
inum. Áður en að skurðinum kemur
fer fram forsnyrting og starfsfólk
fjarlægir orma og blóðbletti úr fisk-
holdinu.
„Karfavélin hefur verið í fullum
rekstri hjá HB Granda á Norð-
urgarði í Reykjavík síðan í fyrra-
haust og það hefur gengið vel,“ seg-
ir Helgi. „Núna erum við að vinna
að því með þeim hjá HB Granda að
þróa tækin áfram og bæta við
möguleikum á hallandi skurði. Við
skurð á karfa er spíssinn beinn, en í
þorskinum er betra að halla skurð-
inum til að elta beinin. Vélin greinir
þá hallann á beinunum og með hall-
andi skurði getum við farið enn nær
en áður og aukið nýtinguna til
muna.“
Vélin sem HB Grandi hefur fest
kaup á er einnar brautar vél með
fjórum skurðarspíssum. Sem dæmi
um ávinning af þessari aðferð er að
vélin sker sjálfvirkt bitana á ná-
kvæmlega sama hátt, t.d. löng
Fullkomin tækni til að
sjá bein og skera úr fiski
HB Grandi keypti fyrstu röntgenstýrðu beinaskurðarvél-
ina til skurðar á þorski Vongóðir um fleiri kaupendur
Ljósmynd/Ágúst Sigurðarson
Sú fyrsta sinnar tegundar Beinaskurðarvélin vakti athygli á sjávarútvegs-
sýningunni í Brussel og verður sett upp hjá HB Granda á Akranesi í sumar.
hnakkastykki, sem mikið er fram-
leitt af.
Átján manns starfa nú hjá Völku
og þess má geta að fyrirtækið fékk
nýlega Nýsköpunarverðlaunin sem
veitt eru af Rannís, Nýsköpunar-
miðstöð Íslands, Nýsköpunarsjóði
og Íslandsstofu.
Kauptu miða á www.das.is
eða í síma 561 7757.
Miðaverð 1.300 kr. á mán. fyrir einfaldan miða.
SEX VW BJALLA!
Sex sinnum á happdrættisárinu verður dregin út
Volkswagen Bjalla, sportlegur lúxusbíll, 5 milljóna virði.
eða 10 milljónir í peningum.
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
D
AS
63
21
8
04
/1
3
Nýtt happdrættisár framundan
5 MILLJÓNIR KRÓNA Í SKOTTINU
á tvöfaldan miða
MILLJÓNAVINNINGAR
7×6 milljónir og 39×4 milljónir
Fjórtán 3 milljóna króna og sjötíu og átta
2 milljóna króna vinningar á einfaldan miða.
Alls er dregið um 50 þúsund vinninga á árinu.
Miklar breytingar standa fyrir dyrum í útgerð og fiskvinnslu hjá HB
Granda. Kaupin á þorskskurðarvélinni tengjast því að landvinnsla verður
aukin er líður á árið. „Þorskvinnsla eykst verulega á Akranesi frá því sem
verið hefur og nýi búnaðurinn hjálpar okkur að auka afköst og bæta nýt-
ingu á fiskinum samfara auknu magni,“ segir Torfi Þ. Þorsteinsson, fram-
leiðslustjóri. Hann segir að með nýju skurðarvélinni náist hærra hlutfall í
dýrari pakkningar.
Eins og áður hefur komið fram hyggst fyrirtækið leggja frystitog-
aranum Venusi, sem er elsti togari félagsins, smíðaður á Spáni 1973.
Frystitogaranum Helgu Maríu verður í sumar siglt til Póllands í almennt
viðhald og verður jafnframt breytt í ísfisktogara. Skipið er væntanlegt
aftur til veiða í byrjun nóvember. Auk uppsjávarskipa mun HB Grandi á
næsta fiskveiðiári því gera út þrjá frystitogara í stað fimm og fjóra ísfisk-
togara í stað þriggja.
Torfi segir stefnt að því að nýja vinnslulínan verði sett upp á Akranesi í
júlí og byrjað verði að keyra hana í ágústmánuði. Þessar breytingar voru
kynntar starfsmönnum HB Granda á Akranesi í gær. Torfi segist reikna
með að fyrst í stað fjölgi um 15 starfsmenn á Akranesi og annað eins í
Reykjavík.
Valka og HB Grandi hafa unnið saman í mörg ár og segir Torfi að í ljósi
góðrar reynslu af karfaskurðvélinni hafi verið ákveðið að fjárfesta einnig í
vél til skurðar á þorski með röntgentækni.
Aukin afköst og bætt nýting
AUKIN LANDVINNSLA HJÁ HB GRANDA
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Útsalan á fullu
Allt að 70% afsláttur
Mörkinni 6 - sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 11-16
www.topphusid.is
NÆG BÍLASTÆÐI
litlar
stærðir
í úrvali
TOP
PVÖ
RUR
- TO
PPÞJ
ÓNU
STA
Helgi Sigurður Guð-
mundsson, fyrrverandi
formaður bankaráðs
Landsbanka Íslands,
er látinn, 64 ára að
aldri.
Hann fæddist í
Reykjavík þann 29.
desember árið 1948.
Foreldrar Helga voru
Guðmundur Kristinn
Jónsson, rafvirkja-
meistari, og Sesselja G.
Sigurðardóttir, hús-
móðir.
Helgi stundaði nám í
múriðn um skeið eftir
að hefðbundinni skólagöngu sleppti
og lauk prófum frá Lögregluskóla
Íslands árið 1971. Síðar stundaði
hann nám í tryggingaskóla og lauk
prófi í markaðs- og sölufræðum.
Árið 1969 hóf Helgi störf hjá lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli þar
sem hann starfaði lengst af fram til
ársins 1982. Þá hóf hann störf hjá
Samvinnutryggingum, meðal annars
við tjónauppgjör, sem markaðs-
fulltrúi og síðan sem sölustjóri. Í
framhaldinu gegndi
hann starfi sölustjóra
hjá VÍS þar til hann lét
af störfum árið 1998.
Árinu áður hafði hann
tekið við sem formaður
bankaráðs Lands-
banka Íslands en hann
hafði setið í ráðinu frá
1995. Hann sat sem
formaður til ársins
2003 þegar bankinn
var einkavæddur. Árið
2006 tók hann við sem
formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands og
sat til ársins 2007.
Helgi var formaður Lögreglu-
félags Suðurnesja um skeið og starf-
aði innan Framsóknarflokksins um
áratugaskeið. Hann sat meðal ann-
ars í stjórn Framsóknarfélags
Reykjavíkur, í borgarmálaráði
flokksins, í landsstjórn og miðstjórn
flokksins.
Eiginkona Helga er Sigrún Sjöfn
Helgadóttir. Börn þeirra eru þrjú,
þau Anna María, Eva Rakel og Guð-
mundur Anton.
Andlát
Helgi Sigurður
Guðmundsson