Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Trjámaðkurinn lifir ekki í fersku vatni og hann verður að hafa opna leið út í sjóinn til að þrífast. Þetta litla auga sem hann gerir þegar hann borar sig inn í viðinn opnar leið fyrir sjó inn í viðinn. Ef málað er yfir gatið eða því lokað á annan hátt, drepst trjámaðkurinn. Hol- rúmið sem hann hefur gert verður þó að sjálfsögðu áfram til staðar, en það getur þó verið betra að láta það vera óhreyft, en að sponsa viðinn eða höggva skemmdina úr, ef hol- rúmið er ekki því stærra. Stærð á holrúmi eftir trjámaðk má kanna með því að reka vír eða annað sam- bærilegt inn í gatið sem trjámaðk- urinn skilur eftir sig. Gamall skipaeftirlitsmaður og skipasmiður í Vestmannaeyjum sagði mér að þegar maðkétnir bátar voru teknir á land á sumrin og þeir stóðu í heitu veðri, þá kom hvítur vökvi út úr götunum eftir trjámaðk- inn. Þetta gerist þegar trjámaðk- urinn drepst inni í viðnum. Þetta var kallað að báturinn gréti mjólk. Tréætan (staurakrabbi) er vel þekkt í íslenskum trébryggjum. Hún lifir á mörkum flóðs og fjöru. Tréætan sem finnst oftast upp und- ir skörum í bátsskrokkum, er jafn- fætla, sem borar sig inn í tréð. Hún verður um 6 mm löng og 1-2 mm í þvermál og í flokkum svo þéttum að veggirnir á milli þeirra eru aðeins brot úr mm að þykkt og skolast því létt í burtu, en önnur kynslóð af þessari jafnfætlu kemur í staðinn, ef ekkert er að gert. Til að forðast skemmdir af völdum trjámaðks og tréætu er nauðsynlegt að láta útsúð tréskipa aldrei vera bera, heldur bera á hana viðurkenndan botn- farða. Heimild: Ólafur Aðalsteinsson skipasmiður og Siglingastofnun Íslands. Mynd af sömu skipsfjöl en hér er horft innan í fjölina. Maðkurinn holar viðinn að innan. Myndin sýnir málað yfirborð skipsfjalar. Maðkurinn gerir örlítið gat á yf- irborðið til að komast inn í viðinn. Höfundur er áhugamaður um öryggismál sjómanna. Trébáturinn Blátindur í Vestmannaeyjahöfn. Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 EFNALAUG ÞvottaHúS DÚKALEIGA GÆÐI – ÞEKKING ÞjónuSta Reykjavík • Skútuvogi 1 • Sími: 562 4011 Akureyri • Draupnisgata 2 • Sími: 4600 800 Reyðarfjörður • Nesbraut 9 • Sími: 470 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.