Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 22

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 22
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Auðveldara er nú en áður aðbreyta tölu ráðuneyta eft-ir þær breytingar semgerðar voru á lögum um Stjórnarráð Íslands árið 2011, að sögn Ómars H. Kristmundssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Breytingarnar fólust í því að í stað þess að fjöldi og heiti ráðuneyta séu bundin í lög skuli ákveða fjölda og heiti þeirra með forsetaúrskurði samkvæmt tillögu forsætisráðherra, en tillögu ráð- herrans skal leggja fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu og sam- þykkja áður en úrskurðurinn er gef- inn út. Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar var ráðuneytum fækkað úr tólf niður í átta. Þar áður hafði þeim, í rík- isstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, verið fækkað úr fjórtán niður í tólf. Nú heyrast hins- vegar raddir um að rétt væri að fjölga ráðuneytum, eða að minnsta kosti ráðherrum aftur. Þannig sagði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fésbókarsíðu sinni þann 20. apríl síðastliðinn að rétt væri að hafa sér- stakan heilbrigðisráðherra, mála- flokkurinn væri það stór og mik- ilvægur að ráðherrann ætti ekki samhliða að hafa á sinni könnu end- urskoðun tryggingakerfisins, vanda Íbúðalánasjóðs og önnur verkefni sem áður tilheyrðu gamla félags- og tryggingamálaráðuneytinu. „Þetta þarf ekki að þýða fjölgun ráðuneyta. Það geta verið fleiri en einn ráðherra í sama ráðuneyti samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ sagði Bjarni jafn- framt á fésbókarsíðu sinni. Auðveldara en áður „Það fælist örugglega tals- verður kostnaður í því að skipta þeim aftur upp vegna þess að það var á sínum tíma unnið að því að sameina ráðuneytin meðal annars með því að flytja þessar einingar saman og styrkja þannig æðstu stjórnsýsluna,“ segir Ómar. Spurður hvort heimilt sé að hafa tvo ráðherra starfandi í sama ráðuneyti bendir Ómar á að þegar sett voru ný heild- arlög um Stjórnarráð Íslands árið 2011 hafi verið fellt út ákvæði eldri laga um að hvert ráðuneyti skuli óskipt lagt til eins og sama ráðherra. „Það er því heimilt að skipa ráðherra til að fara með tiltekna málaflokka innan ráðuneytis þótt það heyri að öðru leyti undir annan ráðherra. Þessu er ætlað að auka sveigj- anleika. Einnig getur ríkisstjórn á hverjum tíma aukið vægi tiltekinna málaflokka að minnsta kosti tíma- bundið.“ Tíðkast á öðrum Norðurlöndum Ómar segir að annars staðar á Norðurlöndum sé reynsla af því að hafa fleiri en einn ráðherra yfir einu og sama ráðuneytinu. „Við erum með ráðherrastjórnsýslu og grund- vallarregla hennar er að það sé einn ráðherra sem stýri hverju ráðuneyti og hann er þá æðsti yfirmaður við- komandi málaflokka, þannig að þetta yrði þá brot á því,“ segir Ómar og bendir á að þessi leið hafi ekki verið farin síðan 1969, þegar eldri Stjórnarráðslög tóku gildi en fyrir þann tíma megi finna dæmi um að ráðherrar hafi skipt sín á milli einstökum málaflokkum sem gengu þvert á hin formlegu ráðuneyti. Reynsla af því fyr- irkomulagi hafi verið misjöfn eins og fram komi í umræðu á Alþingi í aðdraganda laganna 1969. Auðveldara en áður að fjölga ráðuneytum Morgunblaðið/Ómar Ráðherrastólar Ekki liggur fyrir hvort gerðar verði breytingar á tölu ráðuneyta og/eða ráðherra þegar næsta ríkisstjórn tekur til starfa. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Túlkun niður-stöðu kosn- inga er vinsæll samkvæmisleikur sem fer stundum fram í beinni út- sendingu og stund- um annars staðar, til að mynda á samskiptavefnum Facebook. Á kosninganótt vöktu for- menn stjórnarflokkanna at- hygli á að þótt Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur væru samanlagt með mikinn meirihluta á þingi þá hefðu þeir ekki meirihluta atkvæða á bak við sig. Þetta þótti þessum formönnum þýðingarmikið snemma nætur. Þegar leið á nóttina og þegar yfir lauk varð þetta veiga- minna í hugum þessara for- ystumanna. Þá hafði að vísu annar þeirra orðið fyrir því óláni að breska ríkissjón- varpið, BBC, hafði tekið upp ummæli hans frá því um nótt- ina og greint frá því að hann teldi þessa tvo stóru flokka ekki hafa nokkurt umboð til að ráðast í breytingar hér á landi eftir kosn- ingar. Nú hefur Árni Páll Árnason ritað á vef Facebook að þessi um- mæli sín hafi verið „rökrétt þegar þau féllu“ en eigi „ekki við um niðurstöðu kosning- anna“. En hafi þessi ummæli verið rökrétt þegar Árni Páll taldi flokkana tvo hafa innan við helming atkvæða á bak við sig þó að þingmeirihlutinn væri mikill, hvaða umboð hefðu þá þriggja flokka stjórnir með minnihluta atkvæða að baki og minni þingmeirihluta en hin mögulega tveggja flokka stjórn? Fróðlegt væri að vita hvern- ig formaður Samfylking- arinnar mundi útskýra hvers vegna slík stjórn hefði eitt- hvert umboð til að stjórna landinu. Sumir teygja sig út fyrir allt velsæmi í túlkun á niður- stöðum kosninga} Niðurstöður túlkaðar Eftir kosn-ingar vor-ið 2009 skrifaði sig- urreifur samfylk- ingarmaður, Mörður Árnason, á þessa leið: „Í þessum merkilegu kosningum er út af næstu dögum vert að taka fyrst eftir því að upp úr kjörkössunum kemur skýr krafa um viðræður við Evr- ópusambandið um aðild- arsamning og gjaldmið- ilsmál.“ Meginskýring Marðar á fullyrðingu sinni, að þessi væri niðurstaða kosninganna, var sú að þetta hefði verið „höfuðmál stærsta flokksins“. Og Mörður bætti við að það væri „einfaldlega krafa kjós- enda sem Samfylkingin getur ekki brugðist að taka strax upp Evrópuþráðinn. Þetta verður að vera ótvíræður raunveruleiki í stjórnarsátt- mála, og fyrsta Brussel-lota á að hefjast í maímánuði.“ Allt þetta gekk eftir, en að öðru leyti gekk ekkert eftir, sem fullyrt hafði verið um hraða „samningaferils“ og at- kvæðagreiðslu í kjölfarið. Fjögurra ára samkvæm- isleikur um aðlögun hófst. Óskammfeilnir stjórn- málamenn kölluðu hann samningaviðræður, þrátt fyr- ir áköf andmæli talsmanna ESB, sem undirstrikuðu að engar samningaviðræður ættu sér stað. Íslenskir og brusselskir emb- ættismenn störf- uðu einungis sam- an að því að laga íslenskt regluverk að lögbókum ESB. Ekkert ann- að væri að gerast. Þessi ólánlega og heimild- arlausa aðlögunarstarfsemi stóð enn þegar nýjar kosn- ingar skullu á. Stærstu tíðindi þeirra voru ekki þau að Mörð- ur Árnason væri kominn í sömu stöðu og hann var fjór- um árum fyrr, einmana utan þings. En samhengið er að öðru leyti til staðar. „Stærsti flokkurinn“, Sam- fylkingin, gerði ekki aðeins ESB að höfuðmáli, eins og í kosningunum vorið 2009. Nú var ESB nánast eina mál flokksins. En úrslitin gátu ekki verið ólíkari. Ríkisstjórnin hrundi ekki aðeins, hún hrapaði í hamför- um til pólitískrar heljar og nú var sjálfur „stærsti flokk- urinn“ orðinn minni en Al- þýðuflokkurinn var árið 1991. Sameiningarflokkur Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka, Samfylkingin, var kominn niður í sömu stærð og Al- þýðubandalagið var það sama ár. Niðurstaða kosninganna og „krafa“ kjósenda er í þessu ljósi enn þá skýrari nú en sú sem þótti uppi vorið 2009 og heitstrengingar Marðar Árnasonar tóku til. Þeir, sem þykjast samkvæmir sjálfum sér, hljóta að viðurkenna ljósar staðreyndir} Minni vafi nú en þá A ð loknum alþingiskosningum er eina „hreina“ vinstristjórnin sem setið hefur hér á landi fallin með mjög sögulegum hætti á Evrópu- mælikvarða. Flokkar hennar náðu ekki helmingi af sameiginlegu fyrra fylgi sínu og misstu 18 af þeim 34 þingmönnum sem flokkarnir fengu í síðustu alþingiskosningum. Fylgi vinstrimanna hefur ekki verið minna hér á landi í 82 ár. Leifar þessara „hrun“-flokka eru margklofin reköld og formenn þeirra fyrir fjór- um árum eru flúnir úr brúnni og þola ekki leng- ur kastljós fjölmiðla. Þeir flokkar sem upp- nefndu aðra flokka „hrunflokka“ hrundu sjálfir. Hvers vegna? Nærtækasta og einfaldasta skýringin er auð- vitað sú að umtalsverður meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn meginstefnu og störfum rík- isstjórnarinnar. Nema hvað? Samkvæmt nánast undantekningarlaust öllum þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um aðild Íslands að ESB á síðastliðnum árum er mikill meirihluti þjóð- arinnar andvígur slíkri aðild. Það hefur lengi verið viðvar- andi afstaða. Með atbeina forseta Íslands og almennum þjóðar- atkvæðagreiðslum var samningum um Icesave, sem rík- isstjórnin reyndi að þröngva upp á þjóðina, tvívegis hafn- að. Atlögu ríkisstjórnarinnar að stjórnarskránni, og þar með að öllu réttarkerfi landsins, var einnig hrundið, hvað sem líður skýjaskrafi um „þjóðarvilja“ og „lýð- ræðisvakt“. Þegar upp er staðið voru það aldr- ei fleiri en 27% atkvæðabærra manna sem töldu að hafa ætti tillögur stjórnlagaráðs til hliðsjónar við breytingar á stjórnarskránni. Það er ívið stærri hópur en nú heldur tryggð við leifarnar af vinstriflokkunum. Þjóðin var heldur aldrei spurð þeirrar grunnspurningar hvort hún hafnaði gildandi stjórnarskrá sinni eða vildi nýja. Í nýlegri skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu töldu einungis 16% að- spurðra að þetta stjórnarskrárbrölt skipti yf- irhöfuð nokkru máli. Þessi þrjú mál eru einhver þau mikilvæg- ustu og alvarlegustu sem komið hafa til álita frá upphafi Heimastjórnar. Hverju manns- barni ætti að vera morgunljóst að í öllum þess- um þremur málum fór ríkisstjórnin með of- forsi gegn vilja umtalsverðs meirihluta þjóðarinnar. Það voru mistök – ekki vitsmunaleg, heldur siðferðileg: Sí- byljumenn um „þjóðarvilja“ og „lýðræði“ breyttu gegn betri vitund í þeim efnum. Þeir þóttust vilja það vinstra „lýðræði“ að sem flestir réðu sem mestu um sem flest og sem oftast, en vildu í raun bara ráða sjálfir. Vestrænt lýðræði er hins vegar fyrst og síðast reglu- verk siðvæddra samfélaga til að skipta um valdhafa án blóðsúthellinga. Nú er þjóðin og þetta regluverk að skipta um valdhafa á Íslandi. Við erum auk þess reynslunni rík- ari um „lýðræði“ íslenskra vinstrimanna í verki. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Lýðræði og hrun vinstriflokkanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Á síðustu tveimur kjörtímabilum voru þónokkrar breytingar gerð- ar á tölu og heitum ráðuneyta. Þannig var hagstofuráðuneytið lagt niður árið 2007 þegar rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar tók til starfa, á sama tíma voru landbúnaðar- áðuneytið og sjávar- útvegsráðuneytið sameinuð í eitt ráðuneyti. Árið 2009 gerði ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna nokkrar breytingar á heitum ráðuneyta. Ári síðar var dómmála- og mannréttinda- ráðuneytið sameinað samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu og úr varð innanríkisráðuneytið, jafnframt sameinuðust heil- brigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið í velferðarráðuneytið. Loks var ráðuneytum fækkað enn frek- ar með stofnun atvinnuvega- ráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fækkað um 4 síðan 2007 BREYTT RÁÐUNEYTI Ómar H. Kristmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.