Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Mannréttindadómstóll Evrópu úr-
skurðaði í gær að fangelsun Júlíu
Tímósjenkó, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Úkraínu, hefði verið „ólög-
leg og gerræðisleg“. Stuðningsmenn
Tímósjenkó fögnuðu úrskurðinum
sem áfangasigri í baráttu þeirra fyr-
ir því að hún yrði leyst úr haldi.
Dómstóllinn komst þó að þeirri
niðurstöðu að Tímósjenkó hefði ekki
sætt illri meðferð í fangelsi eins og
hún hefur haldið fram. Niðurstaða
dómstólsins er ekki endanleg og
Tímósjenkó og úkraínsk yfirvöld
geta áfrýjað henni innan þriggja
mánaða.
Saksóknin sögð pólitísk
Tímósjenkó var á meðal leiðtoga
rauðgulu byltingarinnar í Úkraínu
árið 2004 og gegndi tvisvar sinnum
embætti forsætisráðherra. Hún beið
ósigur fyrir forseta landsins, Viktor
Janúkóvítsj, í kosningum árið 2010
og var seinna dæmd í sjö ára fangelsi
fyrir að hafa misnotað vald sitt sem
forsætisráðherra þegar hún undir-
ritaði samning við Rússland um
kaup á jarðgasi árið 2009. Úkraínsk
stjórnvöld segja að kaupverðið hafi
verið of hátt og samningurinn valdið
landinu miklu fjárhagslegu tjóni.
Stuðningsmenn Tímósjenkó segja
hins vegar að saksóknin hafi verið af
pólitískum rótum runnin.
Dóttir Tímósjenkó, Jevgenía,
sagði að úrskurður mannréttinda-
dómstólsins væri „fyrsti áfanga-
sigurinn“ í baráttunni fyrir því að
hún yrði leyst úr haldi. Verjandi
Tímósjenkó sagði að yfirvöld í Úkra-
ínu ættu nú einskis annars úrkosti en
að láta hana lausa. „Forseti Úkraínu
er hræddur við hana vegna þess að
hún er eini stjórnmálamaðurinn sem
getur sigrað hann í kosningum.“
Tímósjenkó fagnaði úrskurðinum í
yfirlýsingu og sagði að dómstóllinn
hefði „í reynd“ viðurkennt að hún
væri pólitískur fangi. „Ég er glöð yf-
ir því að rógburðinum og öllum
svörtu lygunum, sem yfirvöldin hafa
látið flæða yfir mig á síðustu árum,
hefur verið vísað á bug,“ sagði hún.
Evrópusambandið hefur hvatt
yfirvöld í Úkraínu til að láta Tímó-
sjenkó lausa. Gert er ráð fyrir því að
framkvæmdastjórn sambandsins
ákveði síðar í mánuðinum hvort hún
mæli með því að undirritaður verði
viðskipta- og samstarfssamingur við
Úkraínu. bogi@mbl.is
AFP
Úrskurði fagnað Jevgenía, dóttir
Tímósjenkó, á blaðamannafundi.
Fangelsun Tímó-
sjenkó sögð ólögleg
Andstæðingar stjórnvalda í Úkraínu fagna úrskurði
Mannréttindadómstóls Evrópu sem áfangasigri
Starfsmenn fataverksmiðja í Bangladess efndu í gær til
mótmæla í Dhaka, höfuðborg landsins, og kröfðust
þess að eigandi átta hæða byggingar, sem hrundi í vik-
unni sem leið, yrði dæmdur til dauða. Að minnsta kosti
388 manns biðu bana þegar byggingin hrundi. Um
3.000 manns voru í byggingunni, flestir þeirra starfs-
menn nokkurra fataverksmiðja, og yfir 2.400 þeirra
var bjargað.
AFP
Krefjast dauðadóms yfir eigandanum
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að
reyna aftur að fá Bandaríkjaþing til að loka fangabúðum
Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu. Af 166 föngum í
Guantanamo-búðunum eru um 100 í mótmælasvelti. „Ég
tel að það sé mikilvægt að við áttum okkur á því að
Guantanamo er ekki nauðsynlegt til að tryggja öryggi
Bandaríkjanna,“ sagði Obama á blaðamannafundi í gær.
„Það er kostnaðarsamt. Það ber lítinn árangur … Það
þarf að loka fangabúðunum,“ sagði forsetinn.
Obama hét því áður en hann var kjörinn forseti árið
2008 að loka fangabúðunum en meirihluti þingmanna hefur lagst gegn því,
telur að of hættulegt sé að flytja fangana í fangelsi í Bandaríkjunum. Fang-
arnir eru grunaðir um aðild að hryðjuverkastarfsemi og voru handteknir
eftir hryðjuverkin 11. september 2001.
BANDARÍKIN
Lofar að reyna aftur að loka Guantanamo