Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Vignir Vatnar Stefánsson, hinn tíu
ára gamli Íslands- og Norð-
urlandameistari barna í skák, hafnaði
í 19.-40. sæti á heimsmeistaramóti
áhugamanna í skák í Iasi í Rúmeníu.
Vignir hlaut sex vinninga í níu við-
ureignum og tapaði einungis tveimur
skákum.
Árangur Vignis Vatnars þykir vera
sérlega glæsilegur í ljósi ungs aldurs
hans. Meira en 200 keppendur tóku
þátt í skákmótinu og var Vignir núm-
er 132 í styrkleikaröð keppenda. Fyr-
ir árangurinn hækkar hann mikið í
skákstigum eða um heilt 61 Elostig.
Hann er því kominn með 1.739 Elost-
ig.
„Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Vignir Vatnar mikla keppnisreynslu
og hann er tvímælalaust efnilegasti
skákmaður þjóðarinnar, miðað við
ungan aldur sinn og þá keppn-
isreynslu sem hann hefur hlotið nú
þegar. Hann er stigahærri en margir
eldri krakkar í skákhreyfingunni,“
sagði Sigurlaug Regína Friðþjófs-
dóttir, formaður Taflfélags Reykja-
víkur um góðan árangur Vignis
Vatnars.
Hæfileika þessa unga og efnilega
skákmanns varð vart strax þegar
hann var fimm ára. Vignir er liðs-
maður Taflfélags Reykjavíkur. Hann
hefur stundað þar öflugar barna- og
unglingaæfingar frá unga aldri. Á vef
félagsins, www.taflfelag.is, má finna
nánari umfjöllun um þátttöku Vignis í
Heimsmeistaramótinu. gudni@mbl.is
Ljósmynd/TR
Skákmeistari Vignir Vatnar Stef-
ánsson, 10 ára, náði góðum árangri.
Frábær árangur
Vignis Vatnars
Hafnaði í 19.-40 sæti á heimsmeist-
aramóti áhugamanna í Rúmeníu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þrjú landsmót UMFÍ verða haldin á
þessu ári og öll á Suðurlandi. Er
þetta í fyrsta skipti sem öll lands-
mótin eru haldin á sama ári en það
mun verða þannig á fjögurra ára
fresti í framtíðinni, þau ár sem hin
stóru landsmót ungmennafélaganna
verða haldin.
Þriðja Landsmót UMFÍ 50+
verður haldið í Vík í Mýrdal í byrjun
júní. 27. Landsmót UMFÍ, stóra
landsmótið sem haldið er á fjögurra
ára fresti, verður á Selfossi 4. til 7.
júlí. Þá verður hið árlega Unglinga-
landsmót UMFÍ haldið á Höfn í
Hornafirði um verslunarmannahelg-
ina.
„Þetta er heilmikið verkefni. Við
höldum mótin í samstarfi við félögin
á þessum stöðum og aðalvinnan er
hjá íbúum og undirbúningsnefnd-
um,“ segir Helga G. Guðjónsdóttir,
formaður Ungmennafélags Íslands.
Hún segir að ávinningurinn sé mikill
fyrir félögin auk þess sem vinnan
þjappi fólki saman.
Litlar framkvæmdir
Ekki þarf að leggja í kostnað við
stórframkvæmdir á íþróttasvæðun-
um vegna landsmótanna. Aðstaðan
var sköpuð í tengslum við unglinga-
landsmót sem haldin hafa verið á öll-
um stöðunum, síðast á Selfossi sl.
sumar.
„Við búum að reynslunni frá ung-
lingalandsmótinu í fyrra. Það er mik-
ið til sama fólkið sem skipar und-
irbúningsnefnd og sér um keppni í
einstökum greinum,“ segir Þórir
Haraldsson, formaður undirbún-
ingsnefndar landsmótsins sem HSK
heldur á Selfossi. Hann reiknar með
að þurfa hátt í 700 starfsmenn á
mótinu sjálfu og er mest treyst á
heimamenn. Vinnan er mikil eins og
sést á því að sjálfboðaliðar lögðu
fram yfir 8.000 klukkustunda vinnu á
unglingalandsmótinu.
Ekki er vitað hversu margir kepp-
endur verða á mótunum. Oft hafa 10-
15 þúsund gestir og keppendur sótt
landsmót og unglingalandsmót. Þór-
ir segir unnt að taka við 15-20 þús-
und manns á Selfossi. Færri koma á
landsmót 50+ enda er þetta aðeins
þriðja mót UMFÍ af þessu tagi.
Landsmótið stendur frá fimmtu-
degi og fram á sunnudag. Að þessu
sinni er lögð áhersla á að draga úr
vægi fimmtudagsins en slíta mótinu
ekki fyrr en síðdegis á sunnudegi.
Hápunktar íþróttakeppninnar verða
um helgina. Fimleikakeppni mótsins
verður á laugardagskvöldið og mikil
danskeppni á sunnudeginum.
Þrjú landsmót á
sama ári í fyrsta sinn
Landsmót ungmennafélaganna haldið á Selfossi,
unglingalandsmót í Vík og landsmót 50+ á Höfn í Hornafirði
Morgunblaðið/Eggert
Fjör Landsmót UMFÍ eru á meðal helstu íþróttahátíða landsins og unglingalandsmótin eru orðin ómissandi þáttur.
Bréfahnífur
6.900.-
Bréfahnífur
7.900.-
Skoðaðu úrvalið
www.jens.is
Tilvalin útskriftargjöf
Íslensk hönnun
og handverk
Íslensk hönnun og handverk í 48 ár.
Jens Kringlunni og Síðumúla 35.
stál í stál
Jens kynnir nýja gjafavöru og skartgripi úr eðalstáli
Eyjafjallajökull, skál
5.900.-
Vatnajökull, skál
7.900.-
Armband
13.900.-
Lokkar
7.900.-
Sultuskeið
7.900.-
Sultuskeið
8.900.-
Sultuskeið
6.900.-
Armband
13.900.-
Lokkar
9.800.-
Á morgun 2. maí gefur Íslandspóstur út frímerki tileinkuð
bæjarhátíðum og Evrópufrímerkin 2013, en þema þeirra
er póstbílar. Einnig kemur út smáörk í tilefni Norrænu
frímerkjasýningarinnar Nordia 2013 þar semmyndefnið
er norðurljós.
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á
pósthúsum um land allt. Einnig er
hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni.
Sími: 580 1050 Fax: 580 1059
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
Safnaðu litlum listaverkum
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/