Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson, Egill Ólafsson
Viðar Guðjónsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
hitti og ræddi við formenn tveggja
stjórnmálaflokka í gær, að sögn
heimildarmanns innan Framsókn-
arflokksins. Það voru þau Árni Páll
Árnason, formaður Samfylking-
arinnar, og Birgitta Jónsdóttir,
kapteinn Pírata. Hvorki náðist í
Árna Pál né Birgittu í gærkvöldi til
að spyrja þau út í fundi þeirra með
Sigmundi Davíð.
Gert var ráð fyrir því að viðtöl
við aðra flokksformenn á þingi
héldu áfram í dag. Það eru þau
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur
Steingrímsson, formaður Bjartrar
framtíðar, og Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri grænna.
Nýkjörinn þingflokkur Fram-
sóknarflokksins hittist síðdegis í
gær í Alþingishúsinu á óformlegum
fundi til að kynnast enda margir
nýliðar í þingflokknum. Þau skoð-
uðu Alþingishúsið og snæddu síðan
kvöldverð saman.
„Ljómandi fín stemning“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, var spurður
hvort það hefði valdið honum von-
brigðum að Sigmundi Davíð var
fengið umboð til stjórnarmyndunar.
„Ég gerði alveg eins ráð fyrir því
að sá sem bætti við sig flestum
þingmönnum fengi umboð til að
mynda ríkisstjórn. Framsókn-
arflokkurinn hlaut afar góða kosn-
ingu að þessu sinni. Á móti kemur
að við nutum stuðnings flestra
kjósenda. Af þeirri ástæðu hafði ég
lýst mig reiðubúinn til að láta
reyna á myndun ríkisstjórnar en
hafði ekki gefið mér að það færi
þannig,“ sagði Bjarni.
Nýkjörinn þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins kom saman í fyrsta sinn
í Valhöll í gær.
„Við vorum að bjóða nýja þing-
menn velkomna í þingflokkinn og
fagna úrslitum kosninganna,“ sagði
Bjarni. „Það var ljómandi fín
stemning.“ Á fundinum var m.a.
rætt um niðurstöður kosninganna
og framhald mála.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, fól Sigmundi Davíð í gær
umboð til myndunar nýrrar rík-
isstjórnar.
Fer eftir stafrófsröð
„Ég mun í dag byrja á því að
heyra afstöðu formanna þeirra
flokka sem fengu menn kjörna á
Alþingi til þeirra úrlausnarefna
sem samfélagið stendur frammi
fyrir og kannski ekki síst þeirra
lausna sem framsóknarmenn hafa
boðað og urðu tilefni mikilla um-
ræðna í aðdraganda kosninganna,“
sagði Sigmundur Davíð á Bessa-
stöðum í hádeginu í gær. „Það
skiptir verulegu máli að hugs-
anlegir samstarfsflokkar í rík-
isstjórn séu reiðubúnir að vinna að
lausn þessara mála með okkur. Við
teljum okkur hafa lagt fram skýrar
leiðir til þess.“ Hann kvaðst ætla
að taka afstöðu til þess að loknum
þessum viðræðum með hverjum
væri rétt að hefja formlegar stjórn-
armyndunarviðræður.
Spurður um það við hvaða for-
mann hann ætlaði að ræða fyrst
sagði Sigmundur Davíð:
„Ætli ég taki þetta ekki bara í
stafrófsröð.“ Það kom svo í ljós að
stafrófsröðin gilti um nöfn for-
manna flokkanna en ekki listabók-
stafi.
Byrjar á að ræða við alla
Formaður Framsóknarflokks fékk umboð forseta til stjórnarmyndunar Ræddi við formann
Samfylkingar og kaptein Pírata í gær Ætlar að hitta formenn annarra stjórnmálaflokka í dag
Morgunblaðið/Ómar
Í rauða herberginu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fræddi þingflokk Framsóknarflokksins um sögu Alþingishúss-
ins og fleira á óformlegum fundi í gær. Tólf af nítján þingmönnum flokksins koma nú nýir inn á þing.
Fundur í Valhöll Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi í Valhöll í gær. Þar var úrslitum nýafstaðinna
kosninga fagnað og tekið á móti nýjum þingmönnum í hópinn. Sjö af nítján þingmönnum flokksins eru nýliðar.
Alþjóðlegur dagur djassins var haldinn hátíðlegur um
allan heim í gær. Menningarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO, efndi til hátíðarinnar en hún var
haldin í fyrsta sinn í fyrra. Þeir Haukur Gröndal, Gunn-
ar Hilmarsson, Jóhann Guðmundsson og Gunnar
Hrafnsson héldu uppi sveiflu á Jómfrúnni í gær.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hátíðarsveifla um allan heiminn
Alþjóðlegur dagur djassins var haldinn hátíðlegur í gær
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, sagði að ákvörðun um
að fela Sigmundi Davíð Gunn-
laugssyni, formanni Framsókn-
arflokksins, stjórnarmyndunar-
umboð væri byggð á þremur
atriðum. Í fyrsta lagi að tveir
flokkar, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur, fengu mest
fylgi í kosningunum og báðir
fengu 19 menn kjörna. Í öðru
lagi að fylgisaukning Framsókn-
arflokksins var mest og „á viss-
an hátt söguleg“ og í þriðja lagi
byggði hann ákvörðun sína á
samtölum við formenn flokk-
anna í fyrradag.
Nefndi þrjár
ástæður
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMS-
SON, FORSETI ÍSLANDS
Hefð er fyrir því að golftímabilið
hefjist formlega hjá íslenskum
kylfingum með opnu 1. maí móti á
Hellu. Að sögn Óskars Pálssonar,
formanns Golfklúbbs Hellu, höfðu
um 250 manns skráð sig til leiks í
gærkvöldi en hann átti þó von á að
eitthvað kvarnaðist úr hópnum
vegna ótta við kulda.
Vorið hefur ekki verið sér-
staklega hagstætt fyrir vall-
arstjóra golfvallanna né kylfinga
hingað til. Óskar segir stöðuna
hins vegar góða á Strandarvelli en
hann er opinn allan veturinn á
sumarflatir.
„Völlurinn er í frábæru standi.
Hann var orðinn grænni í janúar
og febrúar en hann er þurr og
fínn. Það er ekkert undan honum
að kvarta,“ segir hann.
Óskar segir að kollegar hans séu
sammála um að vorið nú virðist um
viku eða tíu dögum seinna á ferð
en undanfarin ár. kjartan@mbl.is
Golftímabilið form-
lega af stað á Hellu
Vorið viku eða tíu
dögum seinna á ferð-
inni nú en síðustu ár
Morgunblaðið/Frikki
Golf Fáir golfvellir hafa verið opn-
aðir enn sem komið er vegna kulda.