Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Vor og sumar 2013 Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi • Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Fallegir toppar peysur og bolir fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá leið- réttingu á röngum af- greiðslum mála af hálfu dómstóla hefur það ekki tekist og af hálfu stjórn- valda hefur skipulega verið unnið að því að þagga niður og hylma yfir kvartanir og kærur er lagðar hafa verið fram af þeim sem réttur (mannréttindi) hefur verið brotinn á. Samkvæmt umsögnum virtra lög- manna um niðurstöður málanna hafa þeir sagt að um mistök hafi verið að ræða af hálfu dómara. Hinir virtu lög- menn vilja ekki viðurkenna að um ásetningsbrot hafi verið að ræða held- ur hafi þarna verið gerð mistök. Í siðuðu þjóðfélagi er það venja manna að biðjast afsökunar á því ef mistök eru gerð og leiðrétta það sem misgert hafi verið og bæta skaða ef einhver hefur orðið við mistökin. Þegar ekki er léð máls á að leið- rétta talin mistök sem gerð hafa verið verður að telja að um ásetningsbrot hafi verið að ræða sem framin hafa verið og eiga brotaaðilar engar máls- bætur. Því er eftirfarandi sett fram ef það gæti orðið til þess að þeir sem skammast sín fyrir að hafa gert mistök, en vilja ekki viðurkenna það, fari að haga sér eins og siðuðum mönnum/ konum sæmir og reyni að bæta fyrir mistök sín. Er íslenskt réttarfar skipulögð glæpastarf- semi sem á ekkert skylt við réttarfar í lýðræð- issamfélagi? Réttarfar sem byggt er upp á skipulagðri valdníðslu dómara gagn- vart einstökum þegnum þjóðfélagsins er ekkert annað en skipulögð glæpa- starfsemi. Réttarfar þar sem fölsuð gögn eru í öndvegi við afgreiðslu dómsmáls er lögleysa. Hafi verið um mistök af hálfu dóm- ara að ræða er það siður hjá siðuðum mönnum að biðjast afsökunar á mis- tökum og leiðrétta þau auk þess að bæta skaða sem orðið hefur. Ef ekki fæst leiðrétting og afsökunarbeiðni verður að álíta að um ásetningsbrot hafi verið að ræða. Talað er um að ásetningsbrot séu fyrirfram skipulagðar aðgerðir og því ekki um mistök að ræða. Ef til er einhver dómari í íslensku réttarfari sem þorir að stíga fram og viðurkenna að um lögbrot hafi verið að ræða af hálfu dómara að nota fals- að skjal sem dómsúrskurður er byggður á þá er það vísbending um að ekki falli allir dómarar undir það sem kalla má skipulagða glæpastarf- semi. Skipulögð glæpastarfsemi þar sem dómarar leika aðalhlutverkið er verri starfsemi en þau skipulögðu glæpa- samtök eru sem lögregluyfirvöld hafa skilgreint sem slík samtök. Afgreiðsla dómstóla á eftirfarandi málum (verða birt síðar) er vísbend- ing um þær utanlaga afgreiðslur er átt hafa sér stað undir hinni ólöglegu starfsemi sem viðgengst í íslensku réttarfari. Utanlaga afgreiðslur sem kalla má lögleysu. Hér með verður látið reyna á það hvort fréttamenn íslenskra fjölmiðla hafi kjark í sér til að fjalla um siðspill- ingu samfélagsins eða hvort frétta- menn þori aðeins að ráðast á þá látnu eins og kirkjunnar höfðingja og aðra látna er sakaðir hafa verið um lögbrot og misferli. Þeim fréttamönnum sem þora er hér með veittur aðgangur að skriflegum sönnunargögnum er varða lögbrot sem framin hafa verið af mönnum sem komist hafa í stöðu dómara án þess að þeir hafi það sið- ferði sem slíkir menn þurfa að hafa. Þessir menn hafa ekki verið reiðu- búnir til að leiðrétta sínar utanlaga afgreiðslur. Fjölmiðlamenn hafa fjallað um málefni talinna lögbrota sem byggð hafa verið á sögusögnum án þess að nein bein sönnunargögn lægju fyrir nema frásagnir aðila en mótaðilar eru látnir. Í þessum málum er hér liggja fyrir eru skriflegar sannanir frá öðr- um opinberum embættum auk dóm- stólanna um réttmæti þeirra ásakana sem bornar eru fram um að skjöl sem notuð hafa verið standast ekki ákvæði laga. Verstu glæpir sem framdir eru í sérhverju samfélagi eru lögbrot sem framin eru af dómurum í skjóli emb- ættis sem talið er ósnertanlegt. Rætt hefur verið við nokkra lög- fræðinga um meintar ásakanir og þegar þeir hafa kynnt sér gögnin skilja þeir ekki hvað hafi gerst og það hljóti að vera eitthvað sem dóm- ararnir hafi sem ekki birtist í gögnum. Lögmenn hafa ekki getað skýrt hvað það gæti verið sem þeir telja að dóm- arar kunni að hafa. Slík er ofurtrú lög- manna á dómurum eins og var á kirkj- unnar höfðingjum fyrir andlát þeirra. Ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hefur valið þá leið að hylma yfir meint lögbrot dómaranna. Með því að neita að sinna skyldum sínum sem dómsmálaráðherra/innanrík- isráðherra, og leita leiða til að láta leiðrétta þau mannréttindabrot sem framin hafa verið af hinu þríhöfða valdi, hefur hann þar með bakað sér persónulega ábyrgð sem yfirhylmandi að lögbrotum. Kristján Guðmundsson, fv. skipstjóri Til athugunar fyrir stjórnvöld og heiðarlega Íslendinga Eftir Kristján Guðmundsson »Hver er réttur inn- anríkisráðherra til að hylma yfir lögbrot sem framin eru af dóm- urum? Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. Bréf til blaðsins Jóhannes Snorrason (1917-2006), yf- irflugstjóri, beitti sér mjög gegn að- ild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu, sem tekist var á um fyrir einum tveimur áratugum. Ég kynnt- ist honum í þeirri baráttu. Hann sagði mér þá, af hverju hann væri knúinn í baráttunni. Það var þannig, að hann lærði að fljúga í Kanada í stríðinu, og fyrst eftir stríð flaug hann milli Kanada og Evrópu. Eitt sinn varð hann í vélinni áheyrandi að tali þýskra farþega. Þeir hafa vænt- anlega ekki gert ráð fyrir, að flug- maður á kanadískri vél skildi þýsku, eins og Jóhannes gerði eftir mennta- skólanám á Akureyri. Þeir þóttust eiga dálítið undir sér, heyrðist hon- um. Stríðslokin voru rædd, og þeir sögðu: Næst förum við öðru vísi að. Jóhannes kvaðst líta á myndun Evr- ópska efnahagssvæðisins í þessu ljósi – með því sæktu Þjóðverjar fram – og orð þeirra sóttu á hann. Í vetur hitti ég í fyrsta sinn eftir tuttugu ár son Jóhannesar, Snorra bónda á Augastöðum í Hálsasveit og refaskyttu. Það var í Snorrastofu (Sturlusonar) í Reykholti. Hann flutti þar erindi um refinn. Á eftir ræddi ég við Snorra um sögu Jó- hannesar af samtali þýsku farþeg- anna og hvers vegna hann hafði hana ekki með um árið í skrifum sín- um. Mér hafði dottið í hug, að sem flugmaður hefði hann almennt verið bundinn trúnaði um það, sem hann yrði vitni að í starfi, þótt hann segði mér þetta að vísu. Snorri taldi, að trúnaðinum hlyti nú að vera aflétt. Í Morgunblaðinu 11. f.m. er grein eftir Atla Harðarson, sem lýsir því, hvernig nú er farið að því að taka Ís- land. Það var öðru vísi farið að fyrir stríð, þegar Þjóðverjar voru hér undir ýmsu yfirskini. Síðar mátti átta sig betur á því. Grein Atla heitir Hvernig er hægt að komast í Evr- ópusambandið þótt flestir vilji vera fyrir utan það? BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Næst förum við öðru vísi að Frá Birni S. Stefánssyni Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.