Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 11
Viðhorfsbreyting Kristján Guðmundsson segir það hafa snarbreytt lífi sínu að lenda í alvarlegu slysi og hann hafi í kjölfarið áttað sig á um hvað lífið snýst og hvetur fólk til að líta jákvæðum augum á lífið og setja sér markmið. ast í þessu og gefast aldrei upp! Það var eiginlega strax þá sem ég ákvað að ég myndi nálgast þetta þannig.“ Kristjáni var haldið sofandi fyrstu dagana og segist hann lítið muna fyrsta mánuðinn eftir slysið þar sem hann hafi verið það mikið lyfjaður. Á þessu tímabili viku foreldrar hans ekki frá honum og segir hann það hafa komið sér í gegnum erfiðleik- ana hversu góðan og mikinn stuðn- ing hann fék. Um haustið voru haldnir styrktartónleikar á Dalvík og þangað mættu 800 manns. „Það er svolítið mikið í 1.600 manna bæ. Enn þann dag í dag er ég að fá hvatningu í tölvupósti og sms-um. Ég held að ég sé búinn að fá 3.500 kveðjur þannig að ég finn fyrir mikl- um stuðningi og það hefur bara bætt við jákvæðni mína og það viðhorf að gefast ekki upp.“ Missti tuttugu kíló Eftir þriggja mánaða sjúkrahúslegu tók við uppbygging sem Kristján segir hafa verið mjög erfiða. „Ég missti tuttugu kíló og það er ekkert grín að byggja upp vöðv- ana aftur. Ég er enn þann dag í dag í endurhæfingu og sjúkraþjálfun. Maður þarf að leggja allt í að komast í gegnum endurhæfinguna. Ef mað- ur er neikvæður og nennir þessu ekki og finnst allt ömurlegt og leið- inlegt gerist að sjálfsögðu ekki neitt. Auðvitað hugsa ég samt stundum um hvað þetta er ógeðslega leiðinlegt.“ Kristján er nú þegar búinn að fara í fjórar aðgerðir og eins og stað- an er í dag lítur ekki út fyrir að hann þurfi að fara í fleiri. Hann fer reglu- lega niður á höfn í landanir til að heilsa upp á vini sína og segist aldrei endurupplifa slysið. „Ég hef samt alveg hugsað einu sinni eða tvisvar: Af hverju gat þetta ekki gerst ein- hvers staðar annars staðar á land- inu? En þá hugsar maður lengra og áttar sig á að þá hefði einhver annar lent í þessu og það er ekkert víst að hann hefði lifað þetta af. Síðan hugsa ég bara með mér að fyrst þetta þurfti að gerast þá var líklega best að ég lenti í þessu af því að ég get tekist á við það.“ Fyrirlestur Kristjáns, Gefstu aldrei upp, hefur vakið mikla athygli þó að það hafi ekki verið ætlunin í upphafi að vera með vinsæla fyrir- lestraröð. „Ég ákvað að halda bara einn fyrirlestur í Dalvíkurskóla. Það finnst svo mörgum krökkum leiðin- legt í skóla og þá var markmiðið hjá mér að segja sögu mína og sýna þeim myndir frá slysinu og upp- byggingunni. Svo hefur fyrirlest- urinn undið upp á sig og nú segi ég sögu mína niður í minnstu smáatriði. Sýni myndir og fer svo yfir hvað það getur hjálpað manni mikið að setja sér markmið og þá er fyrst á þeim lista að setja sér það markmið að vera jákvæður. Alveg sama hvað þú ert að gera, hvort það er að jafna sig eftir slys eða ná árangri í skólanum eða á fótbolta- eða handboltaæf- ingum; þá hjálpar alltaf að vera já- kvæður.“ Heilsan í fyrsta sæti Næst heldur Kristján fyrir- lestur á Akureyri í maí, á ársþingi Landsbjargar. Hann var með opinn fyrirlestur í menningarhúsinu Bergi á Dalvík fyrir nokkru og þá komust færri að en vildu svo hann hélt auka- fyrirlestur þann daginn. „Svona reynsla snarbreytir manni. Ég fór í vinnuna þennan morgun með doll- aramerki í augunum af því að ég var að fara að fá svo mikinn pening og svo næsta klukkutíma var ég næst- um dáinn í lest á skipi. Þá var fót- unum kippt undan manni og ég var nær dauða en lífi í viku og þurfti að liggja kyrr í þrjá mánuði. Þá sá mað- ur að peningarnir skipta engu máli. Þá fyrst sá ég líka um hvað lífið snýst. Heilsan og maður sjálfur þarf að vera í fyrsta sæti og þetta snýst um að kunna að lifa lífinu.“ Hægt er að hafa samband við Kristján í gegnum netfangið mooppii@gmail.com DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Nú standa yfir sýningar í Kamesi Borgarbókasafns á „stop-motion“ mynd sem ber heitið Ófreskjur og dýr. Mynd þessi er samstarfsverkefni Frístundaheimilisins Draumalands í Austurbæjarskóla, frístundaheimilis- ins Vinasels í Seljaskóla og Peters Obel sem er menntaður animator frá Danmörku. Fyrsti og annar bekkur á frístundaheimilunum sömdu sögu, gerðu sviðsmyndir og persónur sem þriðji og fjórði bekkur gáfu líf í stop- motion stíl undir leiðsögn Peters. Sýningarnar verða til 5. maí, en myndin verður látin rúlla frá kl. 13-19. Stop-motion er aðferð sem notuð er í gerð hreyfimynda. Notaðar eru fí- gúrur, gjarnan úr leir, og eru þær hreyfðar lítillega til og mynd tekin af hverri stöðu. Í sýningu lítur út fyrir að fígúrurnar hreyfist. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Leir Litríkar fígúrur úr leir. Ófreskjur og dýr Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Margar vinnandi hendur koma að starfsemi og framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, sem er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Í störfum okkar göngum við út frá virðingu fyrir einstaklingnum og jöfnum tækifærum til starfsframa. Hvar sem Alcoa starfar í heiminum er leitast við að setja velferð starfsmanna í fyrsta sæti. Okkar dýrmætasta auðlind býr í afli hugar og handa og við hjá Alcoa Fjarðaáli erum stolt af því að fá að virkja mannvitið til hagsbóta fyrir starfsmenn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. www.alcoa.is Fyrir samfélagið og komandi kynslóðir Sendum öllu launafólki hátíðarkveðju á 1. maí ÍSLE N SK A /SIA.IS ALC 63991 04/13 Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls hafa aðgang að heilsugæslu á vinnustaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.