Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Pétur Gunnarsson hyggst ekki blása til mikilla veisluhalda áþrítugasta afmælisdaginn sinn sem hann fagnar í dag. Í staðveisluhalda ætlar Pétur að taka þátt í árlegum hópakstri bif-
hjólasamtakanna Sniglanna um Reykjavík en hann ekur um á Su-
zuki Intruder hjóli. Sjálfur er Pétur félagi í bifhjólafélagi í Borg-
arnesi, Röftunum. Aðspurður hvað heilli við mótorhjólinn segist
Pétur eiga erfitt með að útskýra það. „Maður er eitthvað svo frjáls-
ari heldur en á bílnum,“ segir hann.
Pétur er búsettur á bænum Hurðarbaki í Reykholti í Borgarfirði.
„Við erum með rollur og hesta, þetta er allt að skríða af stað núna,“
segir Pétur, spurður um búskapinn og vorverkin. Nú fer í hönd mik-
ill annatími hjá bændum og segist Pétur í raun ganga í öll störf en
hann hefur alla tíð búið að Hurðarbaki. Auk þess starfar hann hjá
Norðuráli, í álverinu á Grundartanga.
Fótbolti er eitt af áhugamálum Péturs, en hann tekur þó fram að
hann fylgist minna með íslenska boltanum sem nú er að fara í gang,
hann fylgist þó þeim mun meira með enska boltanum þar sem hann
fylgir skyttunum í Arsenal að máli. Hann viðurkennir að gengi
sinna manna hafi verið upp og ofan í vetur en hinsvegar vonar hann
að betri tíð sé framundan enda hafi liðið verið að taka við sér und-
anfarnar vikur.
Pétur Gunnarsson 30 ára
Skytturnar Pétur er mikill Arsenal maður. Hér er hann í fullum
skrúða á heimavelli Arsenal, Emirates vellinum í London.
Fagnar deginum í
félagsskap Snigla
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Halldór Guðfinns-
son (Dóri í Odda)
verður níræður 4.
maí næstkomandi.
Af því tilefni ætlar
fjölskylda hans og
afkomendur að
gera sér dagamun
á afmælisdaginn og gleðjast saman í
sal Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í
Kópavogi, milli kl. 14.30 og 17. Gjafir
eru afþakkaðar en gaman væri að ætt-
ingjar og vinir Dóra gætu komið og
glaðst með honum.
Árnað heilla
90 ára
Ósló Bragi fæddist 1. mars kl.
22.55. Hann vó 3.550 g og var 53
cm langur. Foreldrar hans eru Þóra
Snorradóttir og Bjarne Henning
Kvåle.
Nýir borgarar
Reykjanesbær Valdimar Máni fædd-
ist 24. janúar kl. 8.53. Hann vó 3.820 g
og var 51 cm langur. Foreldrar hans
eru Gréta Grétarsdóttir og Davíð Jón
Kristjánsson.
R
agnheiður fæddist í
Reykjavík og ólst upp í
Hafnarfirði og Reykja-
vík. Hún lauk almennu
kennaraprófi frá KÍ,
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskólann, stundaði nám í lista-
sögu í Árósaháskóla í Danmörku og í
almennri bókmenntafræði við HÍ.
Unnið að málefnum barna
Ragnheiður vann við kennslu og
ritstjórn hjá Námsgagnastofnun en
þó fyrst og fremst við ritstörf og
myndskreytingar. Hún hefur verið
virk í starfi félagasamtaka sem láta
sig varða barnamenningu og er sem
stendur formaður stjórnar Barna-
menningarsjóðs.
Myndskreytingar Ragnheiðar eru
m.a. við Sögur séra Friðriks Hall-
rímssonar, útg. 1972; við endur-
útgáfu Dóru-bóka Ragnheiðar Jóns-
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður – 60 ára
Með börnunum Ragnheiður, ásamt Kolbeini Inga með Þorbjörn, Kára Frey, Kjartani Ingva og Kolbrúnu.
Verðlaunahafi á sviði
barnamenningar
Rúbínbrúðkaup Ragnheiður og eiginmaður hennar, Þór Sigurbjörnsson.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem
hefur hafið göngu sína í Morgun-
blaðinu. Þar er meðal annars sagt
frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Lífið er litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Fæst í eftirfarandi verslunum:
Húsasmiðjunni – ELKO – Byggt og Búið
Geisla Vestmannaeyjum