Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Margir eru orðnir þreyttir og þungir eftir erfiðan og langan vet- ur,“ segir Daði L. Friðriksson, en sem héraðsfulltrúi Landgræðslunn- ar á Húsavík hefur hann víða farið um á norðausturhorninu að undan- förnu. Hann er jafnframt með 70 fjár í Reykjahlíð við Mývatn og seg- ir að sauðburður sé víða byrjaður fyrir norðan og verði kominn á fullt eftir viku. „Það er ekki gott að fólk fari bæði andlega og líkamlega þreytt inn í sauðburðinn,“ segir Daði. Hann rifjar upp að veturinn skall á með látum 9. september m.a. með miklum fjársköðum og tjóni á girð- ingum. Eftir þokkalegan október kom stórhríð í lok þess mánaðar og síðan hefur snjó lítið tekið upp. Daði segir að tíðin sé lítið farin að minna á sumarið, sem er þó komið sam- kvæmt almanakinu. Víða sé ekkert farið að sinna vor- verkum eins og viðhaldi á girðing- um, sem séu víða enn á kafi. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að vinna í flögum á næstunni og þannig mætti áfram telja. Bregði ekki snarlega til hins betra segist Daði óttast að lítið verði um kornrækt í ár. Ástandið sé mismunandi eftir svæðum, en hann nefnir að ástandið sé erfitt í Reykja- dal, Reykjahverfi og Aðaldal að ógleymdum Fljótum og Svarfaðar- dal og fleiri svæðum á Norðurlandi. Fastur viðbragðshópur Í frétt frá atvinnuvegaráðuneyt- inu segir að víða á norðan- og aust- anverðu landinu séu mikil snjó- þyngsli. Á mörgum bæjum sé klaki á túnum og því mikil hætta á kali. Ráðuneytið hefur fundað um stöð- una með Bændasamtökunum, Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðasjóði og munu þessir að- ilar fylgjast vel með framvindu mála. Á fundinum var ákveðið að ráðast í kortlagningu á vandanum. Ljóst er að á mörgum bæjum eru heybirgðir takmarkaðar en ótíðin á þessu vori kemur ofan í lélegan hey- skap á síðasta sumri, segir í frétt ráðuneytisins. Þá er stutt í að sauð- burður hefjist og vandamál með hýsingu er yfirvofandi á mörgum bæjum þar sem hætt er við að erfitt verði að hleypa fé úr húsi vegna snjóþyngsla. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum ráðgjöf án endur- gjalds og hefur ráðgjafi verið á ferð um Norðurland. Meðal þess sem hann metur er hvernig best sé hægt að endurvinna kalin tún og hvernig best sé að rækta annað land sem gæti gefið fóður fyrir næsta vetur. Á fundinum var jafnframt rætt um að koma á fót föstum viðbragðs- hópi sem kæmi saman þegar nátt- úruöflin byðu bændum birginn og ættu sæti í honum fulltrúar frá ráðu- neyti, Bændasamtökunum, Bjarg- ráðasjóði og öðrum þeim stofnunum sem rétt þykir að kalla til leiks. Margir orðnir þreyttir og þungir eftir langan vetur  Vandinn á norðan- og austanverðu landinu verður kortlagður  Víða eru mikil snjóalög og takmarkaðar heybirgðir  Á mörgum bæjum er mikil hætta á kali í vor Ljósmynd/Daði L. Friðriksson Á Einarsstöðum Rúmlega 10 stiga frost var í gærmorgun og snjór yfir öllu þegar þessi mynd var tekin í Reykjadal. Sveitarfélagið Árborg skilaði jákvæðri rekstr- arafkomu upp á 175,7 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem birtur hefur ver- ið. Þetta er rúm- lega 106 milljón krónum betri niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og er þetta þriðja árið í röð sem hagnaður er af rekstr- inum. Rekstrarhagnaður sveitarfé- lagsins fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta nam 1,1 milljarði króna sem er 238 milljónum krón- um meiri hagnaður en reiknað hafði verið með í áætlunum. Skuldahlutfall Árborgar er nú komið niður í 160,4% af reglulegum tekjum. Í tilkynningu er sá árang- ur þakkaður samstilltu átaki kjör- inna fulltrúa, starfsmanna og íbúa sveitafélagsins. kjartan@mbl.is Afkoma umfram væntingar Við Ölfusá í sveit- arfélaginu Árborg.  Ársreikningur Árborgar 2012 birtur Litháískur karlmaður um þrítugt sem dæmdur var í farbann vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnamáli var stöðvaður við landamæravörslu á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Maðurinn hafði keypt sér farmiða til Færeyja og ætlaði þaðan til Bret- lands þar sem hann er búsettur. Hann hefur nú verið úrskurðaður aftur í gæsluvarðhald til 28. maí. Upphaflega var maðurinn hand- tekinn í byrjun mars og var jafn- framt lagt hald á hálft kíló af kók- aíni. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 22. mars og var í framhaldinu úr- skurðaður í farbann. Maður í far- banni reyndi að komast úr landi „Ég ólst upp við þetta, að þurfa að vera með hugann við veðurathug- anir, alltaf á þriggja tíma fresti. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning þegar það er fyrir bí,“ segir Óskar Jakob Sigurðsson, sem lengi sinnti veðurathugunum á Stórhöfða. Son- ur Óskars, Pálmi Freyr, tók við af honum árið 2008 en fyrir skömmu var ákveðið að leggja niður mann- aða veðurskeytastöð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir feðgar sinntu veðurathugunum í síðasta skipti á Stórhöfða í gær en frá og með deginum í dag tekur sjálf- virkur tæknibúnaður alfarið við. Óskar, sem nú starfar við meng- unarmælingar í Vestmannaeyjum, hefur verið viðloðandi veðurathug- anir á Stórhöfða síðan hann hóf að aðstoða föður sinn árið 1952. Fyrir tíma föður Óskars sá afi hans um veðurathuganirnar, því hafa fjórir ættliðir séð um veðurathuganir á Stórhöfða frá 1921. Sjálfur tók Ósk- ar formlega við þeim árið 1965 og sinnti því starfi til 2008. Hefur ekki tölu á skeytunum Frá 1952 hafa verið send átta veðurskeyti á dag, á þriggja klukkustunda fresti allan sólar- hringinn, frá Stórhöfða. Óskar seg- ist ekki hafa tölu á fjölda þeirra skeyta sem hann hefur sent í gegn- um tíðina. „Þetta eru 240 skeyti á mánuði og því eru þau orðin ansi mörg, að vísu hefur maður tekið sumarfrí auk þess að hafa ekki allt- af staðið í þessu einn,“ segir Óskar, sem eins og von er sér fyrir sér að ákveðinn tómleiki muni fylgja breytingunum. Þrátt fyrir að starfi veðurathug- unarmanns fylgi mikil skuldbinding og viðvera segir Óskar að starfið hafi vanist vel. „Svo sá ég að maður var frjálsari en margir aðrir sem voru alveg bundnir á sínum vinnu- stað. Inn á milli gat maður farið út í góða veðrið eða sinnt því sem mað- ur hafði gaman af. Ég myndi meta það svo að starfinu fylgdu kostir en líka gallar, maður var náttúrlega alltaf bundinn yfir þessu, helgidaga og á næturnar,“ segir Óskar. heimirs@mbl.is Mannshöndin víkur  Fjórir ættliðir hafa sinnt veðurathugunum á Stórhöfða frá 1921 Sjálfvirkur tæknibúnaður tekur við í Eyjum Mynd/Óskar Pétur Skeyti Feðgarnir og veðurathugunarmennirnir Óskar Jakob Sigurðsson t.h. og Pálmi Freyr Óskarsson sendu sín síðustu veðurskeyti frá Stórhöfða í gær. Þrálát ótíð á fiskimiðum hefur sett mark sitt á kolmunnaveiðar að því er segir í frétt á vef HB Granda. „Það er eiginlega með ólíkindum hvað aðstæður hafa verið erfiðar. Um daginn var ekki um annað að ræða en að koma skipunum í var við Færeyjar enda var þá gríð- armikil ölduhæð á veiðisvæðinu. Sjólagið var skárra í [fyrrakvöld] en þá fór vindhraðinn í 20 m/s og þýðingarlaust að vera að veiðum,“ er haft eftir Stefáni Geir Jónssyni, fyrsta stýrimanni og afleys- ingaskipstjóra á Lundey NS. Aðstæður sagðar sérlega erfiðar Einstaklingum í alvarlegum van- skilum hefur fjölgað um ellefu þús- und frá því í október 2008 og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú, sam- kvæmt gögnum frá Creditinfo. Alls eru 27.612 einstaklingar í alvar- legum vanskilum. Mest eru vanskilin hjá aldurs- hópnum 30-59 ára. Fleiri karlar eru í vanskilum en konur. Þannig eru 11,3% af heildarfjölda karla sem eru 18 ára og eldri í vanskilum á móti 6,5% kvenna. Einstæðir foreldrar virðast vera sá hópur sem glímir við mestu erf- iðleikana en 17,9% einstæðra feðra og 17,4% einstæðra mæðra eru í al- varlegum vanskilum. Sá hópur sem er best settur eru hins vegar barn- lausar einhleypar konur en aðeins 5% þeirra eru í alvarlegum van- skilum en 13,8% karla eru í sömu stöðu. Þá lenda barnlaus hjón síður í vanskilum en hjón með börn. Vanskilin eru mest á Reykjanesi, eða 17%. Þar á eftir kemur Suður- land þar sem 10,7% eru í vanskilum, 9,7% á höfuðborgarsvæðinu og 9% á Vesturlandi. Best er staðan á Norðurlandi eystra og vestra og Austurlandi þar sem vanskil eru á bilinu 6,4-6,6%. Alvarlegum vanskilum einstaklinga fjölgar Skuldastaða Einstæðar mæður eru sá þjóðfélagshópur sem stendur verst. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 1,1 milljón króna í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa frá því í júlí 2011 til 18. janúar 2013 á heimili sínu framleitt 172 lítra af ólöglegu áfengi með 41% áfengisinnihaldi. Honum ber að greiða sektina inn- an fjögurra vikna eða sæta ella fangelsi í 40 daga. Maðurinn sem er á sextugs- aldri játaði sök við þingfestingu og óskaði ekki eftir lögmanni. Hann hefur ekki áður sætt refs- ingu. 1,1 milljón kr. sekt vegna bruggunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.