Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Útflutningssjóður íslenskrar tónlist-
ar er nýr af nálinni og hefur, eins og
nafnið ber með sér, það að markmiði
að styðja við útflutning tónlistar.
Hann hefur úr 20
milljónum króna
að spila á ári.
„Það er mjög
ánægjulegt að
sjóðurinn hafi
komist á koppinn
eftir áralangan
undirbúnings-
tíma,“ segir Ka-
milla Ingibergs-
dóttir, einn
stjórnarmanna sjóðsins, í samtali við
Morgunblaðið en hún er markaðs-
og kynningarstjóri Iceland Airwa-
ves. Auk hennar sitja í stjórninni
Ragnhildur Gísladóttir tónlist-
armaður, formaður, og Sigtryggur
Baldursson, fyrir hönd Útflutnings-
skrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚT-
ÓN).
„Það er af nógu að taka; við sem
vinnum í þessum bransa erum oft
hissa, hvað þá útlendingar sem
koma á Airwaves; þeir eru margir
gáttaðir á því hve mikil gróska er í
tónlistarlífinu í þessu fámenna landi.
Þetta verður aldrei gömul tugga!“
segir Kamilla.
Sjóðurinn var stofnaður á dög-
unum og með honum verður aukin
fjárhagsaðstoð vegna tónleika-
ferðalaga og þróunar verkefna svo
eitthvað sé nefnt. „Þetta er fyrsti
sjóðurinn hér á landi sem einblínir
bara á útflutning á tónlist og það er
mikið gleðiefni að mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið sjái vaxt-
armöguleikana sem íslensk tónlist
hefur. Það er margt að gerast en við
erum einangruð hér úti í hafi og það
er dýrt fyrir hljómsveitir að fara í
tónleikaferðalag.“
Kamilla segir að þegar ÚTÓN fór
í stefnumótunarvinnu fyrir nokkrum
árum hafi svona sjóður verið mik-
ilvægur liður í því sem áhugi var á að
gera. „Systurskrifstofur ÚTÓN á
Norðurlöndunum hafa allar aðgang
að svona sjóðum og við litum til upp-
byggingar þeirra í þessari vinnu.“
Gert er ráð fyrir því að hvert
verkefni verði fjármagnað til hálfs af
aðstandendum þess, með ein-
hverjum hætti, og sjóðurinn standi
straum af hinum helmingnum.
Ársfjórðungslega verða veittir
tveir styrkir sem nema 500 þúsund
krónum og einn upp á eina milljón
en hægt er að sækja um allt árið og
verða smærri styrkir veittir örar,
þannig að hægt sé að bregðast við
með skemmri fyrirvara en aðrir.
Kamilla segir ekki vafa á því að
féð eigi eftir að koma mörgum vel.
„Við erum heppin hvað mikið er í
gangi, en það er alltaf hægt að bæta
á sig blómum. Ég veit að það er allt-
af erfitt fyrir hljómsveitir að fjár-
magna tónleikaferðalög.“
Úthlutunarreglur og umsókn-
areyðublöð má sjá á www.uton.is.
Varamenn í stjórn sjóðsins eru Árni
Heimir Ingólfsson, Tómas Young og
Margrét Örnólfsdóttir.
Út vil ek, tónlist
Nýr sjóður mun aðstoða tónlistarfólk
við að koma sér á framfæri erlendis
Morgunblaðið/Golli
Á faraldsfæti Of Monsters and Men hafa leikið víða um heim undanfarin ár.
Kamilla
Ingibergsdóttir
Lyfjaskömmtun er ókeypis þjónusta sem Lyfjaborg býður viðskiptavinum
sínum. Hún hentar einstaklega vel þeim sem taka að staðaldri nokkrar
tegundir lyfja og vítamína.
Ókeypis skömmtuná lyfjum
Fljótleg Þægileg Örugg Persónuleg
Komdu
í bíó!
Þú finnur upplýsingar um
sýningartíma okkar og miðasölu á
www.emiði.is og www.miði.is
Stórkostleg
ævintýramynd fyrir
alla fjölskylduna
14
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
MISSIÐ EKKI AF FYNDNUSTU
OG BESTU MYNDINNI Í
SERÍUNNI
ÍSL TAL
KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS
ROBERT DOWNEY JR.
BEN KINGSLEY
GWYNETH PALTROW
GUY PEARCE
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR
EIN FLOTTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS!
Stór og yfirdrifinn
teiknimyndahasar af betri gerðinni.
T.V. - Bíóvefurinn
VJV
Svarthöfði
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:40
- T.K.
kvikmyndir.is
H.V.A
-Fréttablaðið
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
L
12
12
12
IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 2 -5 -8 -10:10 -10:40(P)
LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 2 - 4 - 6
OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8
SCARY MOVIE 5 Sýnd kl. 10:30
THE CROODS 3D Sýnd kl. 2 - 4
G.I. JOE 2 RETALIATION 3D Sýnd kl. 8
Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi
-Empire
-Hollywood
Reporter