Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 18

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Stærsti áhættuþátturinn gagnvart fjármálastöðugleika á Íslandi felst í neikvæðu samspili uppgjöra búa gömlu bankanna, þungrar greiðslu- byrði á erlendum skuldum á næstu árum og losunar fjármagnshafta. „Í versta falli gæti orðið mikill þrýsting- ur á gengi krónunnar, lausafjárstaða fjármálastofnana versnað verulega og innlend fjármögnun ríkissjóðs orð- ið mun dýrari.“ Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika sem var birt í gær. Að mati bankans er þessi áhættuþáttur enn sem fyrr „langmikilvægastur“ og möguleg „raungerving hans nær í tíma þótt enn sé töluvert svigrúm til við- bragða“. Vandinn sem íslenska þjóð- arbúið stendur frammi fyrir er að miðað við óbreytt gengi nægir fyr- irsjáanlegur undirliggjandi viðskipta- afgangur næstu ára ekki til að standa undir samningsbundnum afborgun- um erlendra lána. „Því mun íslenska þjóðarbúið,“ segir í riti Seðlabank- ans, „ekki skapa nægan gjaldeyri að óbreyttu gengi krónunnar til að losa út krónueignir búa gömlu bankanna til erlendra kröfuhafa og það jafnvel þótt þær yrðu verðlagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum“. Ekki sótt í gjaldeyristekjurnar Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið frá hruni bankakerfisins haustið 2008 – um 3-3,5% af landsframleiðslu – þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna um 265 milljarða króna fram til ársins 2018. Þessi gríðarlegi vandi gæti enn- fremur aukist við það að horfur eru á því að afgangurinn fari minnkandi á næstu árum í ljósi þess að þjóðhags- legur sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu. Meira þarf þó að koma til en aðeins aukinn útflutningur og þjóðhagslegur sparnaður til að afstýra því að þung erlend greiðslubyrði leiði til mikillar gengislækkunar krónunnar. Seðla- bankinn telur að til endurfjármögn- unar þurfi að koma þar sem skuld- irnar yrðu greiddar niður á lengri tíma – annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýj- um og lengri lánum. Bankinn undir- strikar einnig að ekki komi til greina að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins verði notaðar til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og nú- verandi kvikar krónueignir erlendra aðila. Hröð losun þessara eigna, til að mynda í tengslum við nauðasamn- inga, geti aðeins orðið þannig að við- skiptagengi krónu og verðlagning gagnvart erlendum myntum verði verulega lægra en bókfært virði eign- anna og opinbert gengi krónunnar segir fyrir um. Uppgjör innlánsstofnana í slita- meðferð mun því ráða miklu um gengisstöðugleika og mögulegt af- nám fjármagnshafta. Fram kemur í riti Seðlabankans að miðað við bók- fært virði eigna þrotabúanna og skiptingu krafna í innlendar og er- lendar eru áætluð áhrif slita búanna á erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins neikvæð um 45% af landsframleiðslu, eða sem nemur 770 milljörðum króna. „Hvernig þetta er greitt erlendum kröfuhöfum skiptir höfuðmáli fyrir stöðugleika fjármálakerfisins,“ segir Seðlabankinn. Löng vegferð fyrir höndum Vakin er athygli á því í riti bankans að kvikar krónueignir erlendra aðila og innlendar eignir innlánsstofnana í slitameðferð sem skráðar eru í krón- um og tilheyra erlendum kröfuhöfum nemi ríflega 800 milljörðum króna. Séu þessar eignir teknar inn í und- irliggjandi hreina erlenda skulda- stöðu þjóðarbúsins á meðalútboð- gsengi Seðlabankans í síðustu þremur gjaldeyrisútboðum – 230 krónur fyrir hverja evru – þá lækkar erlenda staðan um 209 milljarða og verður 46% af landsframleiðslu. Lækkunin yrði enn meiri, segir Seðlabankinn, ef „eignahlutir föllnu bankanna í nýju bönkunum seljast á lægra verði en þeir eru bókfærðir á nú til innlendra aðila“. Gangi áform Kaupþings og Glitnis eftir að klára nauðasamninga munu kröfuhafar taka yfir rekstur búanna. Bæði búin höfðu uppi áform um að fara í nauðasamninga á fjórða fjórð- ungi síðasta árs. Það gekk hins vegar ekki eftir. Í riti Seðlabankans segir að þótt búin hafi sótt um heimild fyrir undanþágu frá lögum um gjaldeyr- ismál þá liggi enn ekki fyrir samþykki Seðlabankans um að þau geti klárað nauðasamning. „Fyrir liggur að búin eiga nokkra vegferð enn fyrir hönd- um áður en nauðasamningur getur gengið í gegn, jafnvel þó samþykki Seðlabankans lægi fyrir.“ Bankinn bendir einnig á að ef þrotabúin hefðu ekki verið felld undir lög um gjald- eyrismál, hinn 12. mars árið 2012, þannig að möguleiki sé nú á að hafa stjórn á útgreiðslum þeirra hefði get- að myndast „verulegur óstöðugleiki á gjaldeyrismarkaði við útgreiðslurn- ar“. Ekki hægt að losa út krónueignir Morgunblaðið/Eggert Áhætta Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs, og Már Guðmundsson.  „Óvíst að hægt verði að standa skil á afborgunum“ erlendra skulda Landsbankans  Þjóðarbúið mun ekki skapa nægan gjaldeyri til að losa út krónueignir gömlu bankanna  Endurfjármagna 265 milljarða www.boconcept.is X E IN N IX 13 04 00 7 Húsgögnin frá BoConcept sameina framúrskarandi hönnun, gæði, góð verð og óteljandi möguleika. Þú getur notað teikniforritið á www.boconcept.is til að hanna þín eigin húsgögn – sófann, borðið, stólana, skenkinn eða hvað sem hugurinn girnist. Þú smellir einfaldlega á flipann „Design in 3D Home Creator“ undir hverri mynd, byrjar að hanna og reiknar verðið! Skannaðu QR kóðann og sjáðu hvernig teikniforritið virkar Áður en aðstæður skapast svo hægt verði að hefja losun fjár- magnshafta þarf að koma uppgjöri föllnu bankanna í fastan farveg og lengja í skuldabréfunum milli gamla og nýja Landsbankans. „Af- borgunarferill skuldabréfa Lands- bankans er of þungur fyrir hag- kerfið í heild,“ segir í riti Seðlabankans um fjármálastöð- ugleika. Áætlaðar afborganir af skulda- bréfum Landsbankans eru yfir 300 milljarðar króna á árunum 2015 til 2018, eða sem nemur 3-3,5% af landsframleiðslu á tímabilinu. Þær endurgreiðslur eru sambærilegar að stærð og spár um undirliggj- andi viðskiptaaafgang gera ráð fyrir á þeim árum. Miðað við þá miklu óvissu sem er fyrir hendi um aðgengi nýja Landsbankans að erlendri fjár- mögnun telur Seðlabankinn „óvíst að hægt verði að standa skil á af- borgunum bréfanna, að minnsta kosti ekki án þess að valda veru- legum þrýstingi á gengi krón- unnar“. Núverandi afborgunarferill þjóðarbúsins veitir að óbreyttu lít- ið svigrúm fyrir annað útflæði, svo sem tengt nauðsamningum föllnu bankanna, kvikum krónueignum eða losun hafta, nema annað fjár- innstreymi komi á móti. Það er því ljóst að frekara aðgengi innlendra aðila að erlendum láns- fjármörkuðum á viðunandi vaxta- kjörum er íslenska þjóðarbúinu nauð- synlegt á komandi árum. Ekki er hins vegar víst að það verði á vísan að róa í þeim efnum. Í riti Seðlabankans segir að endur- fjármögnun innlendra aðila á erlend- um mörkuðum sé nú „sérlega erfið, að hluta til vegna þess að margir þeir einkareknu evrópsku bankar sem lán- uðu mest hingað á árunum fyrir fall bankakerfisins eru annaðhvort gjald- þrota eða í slitameðferð“. Að mati Seðlabankans er nauðsyn- legt að innlendir aðilar styrki við- skiptasambönd sín á erlendum láns- fjármörkuðum. Mikil óvissa um aðgengi að erlendu lánsfé EKKI VÍST AÐ LANDSBANKINN GETI GREITT AFBORGANIR AF ERLENDUM SKULDUM BANKANS Landsbankinn Of þungur afborg- unarferill fyrir hagkerfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.