Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 41

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það var forvitnilegur söfn-uður sem streymdi aðHörpu á frostköldum morgni sumardagsins fyrsta. Ekki gestir á leið á sinfóníutónleika, heldur svartklæddir unnendur al- þjóðlegs tölvuleiks á leið á heims- þing sem fyllti sali þessarar miklu byggingar. Sinfóníugestirnir mæta hins vegar annað kvöld að hlýða á Vladimir Ashkenazy stjórna Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Harpa hefur vakið athygli síð- an hún hóf að rísa upp úr höfninni – og auðvitað miklu lengur. Hún er jú steinsteyptur draumur tónlistar- unnenda um alvöruathvarf „hinnar dýru listar“. Varla kemur maður að byggingunni án þess að þar sé fólk að mæta á uppákomur eða koma af tónleikum, fyrir utan eru ferðamenn sem rýna upp á gler- hjúpinn og í húminu standa ljós- myndarar við þrífætur og mynda húsið þar sem það ber við Esjuna og hafið. Þessum gestum mun ekki fækka, heldur þvert á móti, eftir að tilkynnt var að Harpa hlyti hin virtu Mies van der Rohe-verðlaun sem Evrópusambandið veitir fyrir framúrskarandi byggingarlist. Það er mikill heiður – og verðskuld- aður. Meira að segja hörðustu gagnrýnendur framkvæmdarinnar verða að viðurkenna það, kynni þeir sér sögu þessara verðlauna og þær byggingar sem hafa hreppt eftirsótt hnossið.    Harpa er stór, alltof stór, get-um við mörg verið sammála um. Sumir halda því fram að til- laga franska arkitektsins Jeans Nouels hafi verið enn betri, enn „þjóðlegri“, og auðvitað var það ákveðið brjálæði að ráðast í að ljúka við framkvæmdir í hruninu miðju. En sem betur fer var það gert, húsið er mjög vel lukkað eins og dómnefnd verðlaunanna stað- festir, og nú þarf bara að koma rekstrarmálunum á skynsamlegt plan og hætta að gera óraunhæfar kröfur um greiðslur – hvernig Verðskuldaður heiður Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahús Harpa bregður óvæntu ljósi á borgina. Hún er verk arki- tektastofu Hennings Larsens, Batterísins og vinnustofu Ólafs Elíassonar. rukkar ein þjóð líka fyrir jafn- glæsilegt landkynningarskilti og Harpa er? Skilti sem auglýsir bæði náttúru og menningu, helstu verð- mæti þjóðarinnar …    Alls voru 335 byggingar ogskipulagsverkefni í 37 löndum tilnefnd til verðlaunanna í ár. Fyrr í vetur var síðan tilkynnt að Harpa væri eitt af fimm verkum sem val- ið stæði á milli. Íslensk bygging hefur ekki áður komist í loka- úrslitin – gegnum árin hefir 31 bygging hér verið tilnefnd og ein, íbúðarhúsið á Hofi á Höfðaströnd, komst í „milliriðil“. Hin verkefnin sem voru nú í úrslitum, auk Hörpu, eru markaðshöll í Ghent í Belgíu, borgartorgin Superkilen í Kaup- mannahöfn, hús eldri borgara í Alcácer do Sal í Portúgal og torgið Metropol Parasol í Sevilla á Spáni. Red Bull-tónlistarakademían í Madríd fær sérstaka viðurkenn- ingu. Harpa er komin í hóp glæstra hönnunarverka sem vekja athygli þar sem þau standa. Meðal þeirra eru óperuhúsið Snöhetta í Osló, Neues Museum í Berlín, Stanstead- flugstöðin, sendiráð Hollands í Berlín, þjóðarbókhlaðan í París og Waterloo-lestarstöðin í London. Hönnuðir Hörpu eiga hrósið skilið. »Harpa er komin íhóp glæstra hönn- unarverka sem vekja at- hygli þar sem þau standa. Ljósmynd/Joerg von Bruchhausen Endurbygging Neues Museum í Berlín vekur mikla athygli. Fékk hún verðlaunin í fyrra. Ljósmynd/Jens Passoth Vinsælt Óperuhúsið Snöhetta varð strax vinsæll viðkumustaður. Hreppti það verðlaunin 2011. If ye love me er yfirskrift vor- tónleika Kórs Áskirkju sem haldnir verða í Laugarneskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna eru enskar kórperlur frá ýmsum tím- um, bæði veraldlegar og kirkju- legar, eftir nokkur af helstu tón- skáldum Breta, meðal annars Vaughan-Williams, William Byrd, Benjamin Britten, John Dowland, ThomasTallis og Edward Elgar. Nokkur verkanna eru tónlistar- unnendum að góðu kunn en önnur heyrast sjaldan flutt á tónleikum hér á landi. Stjórnandi Kórs Ás- kirkju er Magnús Ragnarsson. Kór Áskirkju flytur enskar kórperlur Kórperlur Kór Áskirkju ásamt stjórnanda sínum Magnúsi Ragnarssyni. Karlakórinn Fóstbræður fagnar vori með tón- leikum í Langholtskirkju í kvöld kl. 20, annað kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 16. Einsöngv- ari er Gissur Páll Gissurarson tenór, píanó- undirleikur er í höndum Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur en stjórnandi er Árni Harð- arson. Á efnisskránni er að vanda fjölbreytt blanda íslenskra og erlendra verka fyrir karlakór og einsöngvara eftir Sigvalda Kalda- lóns, Verdi, Saint-Säens, Rossini og fleiri. Miðar eru seldir við innganginn. Karlakórinn Fóstbræður fagnar vori Gissur Páll Gissurarson Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Þú borgar 3 mánuði en færð 5 Kort sem gildir til 15. sept. á aðeins kr. 23.900,- Skvass - körfubolti spinning - krossfitt ketilbjöllur - tækjasalur Allt á einum stað Vertu í formi í sumar KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA IRONMAN33DKL.2:50-3:40-5:20-6:20-8-9-10:40 IRONMAN32D KL. 2:50 -5:20 -8 -10:40 IRONMAN3VIP KL. 2:50 -5:20 -8 -10:40 OLYMPUSHASFALLEN KL. 5:30 -8 -10:30 BURTWONDERSTONE KL.8 -10:10 SIDEEFFECTS KL.5:50 WRECK-ITRALPH ÍSLTAL KL.3:40 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.3 KRINGLUNNI JÚLÍUSSESAR ÓPERAENDURFLUTT KL. 18:00 IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 8 - 10:30 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 IRONMAN3 3D KL. 2:40 - 5:20 - 7 - 8 - 10:40 IRONMAN3 2D KL. 1:40 - 3 - 4:20 - 9:40 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 3 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK IRONMAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE CALL KL. 8 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 THE CROODS ÍSLTAL KL. 1:30 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 3:40 LATIBÆR Í BÍÓ ÍSLTAL KL. 1:30 AKUREYRI IRONMAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 - 10:40 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6  H.S. - MBL WALL STREET JOURNAL TIME STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ MÖGNUÐ GRÍNMYND STEVE CARELL JIM CARREY FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINING DAY OG HANDRITSHÖFUNDINUM KATRÍN BENEDIKT GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD ROBERT DOWNEY JR. GWYNETH PALTROW BEN KINGSLEY GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR  EMPIRE  FRÉTTABLAÐIÐ  HOLLYWOOD REPORTER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.