Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 121. DAGUR ÁRSINS 2013
Vegna mikilla vinsælda hefur sýn-
ingin Laddi lengir lífið verið færð í
stærri sal í Hörpu í annað sinn. Upp-
selt hefur verið á allar sýningar til
þessa og því var sýningin færð úr
Kaldalóni sem rúmar 200 sæti í Silf-
urberg sem rúmar 300 sæti og nú í
Norðurljós sem rúmar 600 sæti.
Fyrsta sýningin þar verður 8. júní og
er það síðasta sýning fyrir sumarfrí.
Laddi vinsæll í Hörpu
Blue Velvet,
fyrsta smáskífa
Halleluwah, hefur
notið vinsælda
upp á síðkastið
með engilfögrum
söng Raketu eða
Rakelar Mjallar,
sem margir
þekkja úr Útidúr
og Sykri. Forsprakki Halleluwah,
Sölvi Blöndal úr Quarashi, sá hana
fyrst í listgjörningi Ragnars Kjart-
anssonar, Söngur, þar sem þrjár sír-
enur syngja seiðandi röddu á bláu
flaueli. Hún verður í stóru hlutverki á
breiðskífu Halleluwah sem kemur út í
sumarbyrjun.
Blátt og bleikt flauel
Ný kvikmynd leikstjórans Ragnars
Bragasonar sem nefnist Málmhaus
verður frumsýnd á Íslandi 11. októ-
ber. Hún fjallar um stúlku sem miss-
ir bróður sinn, kennir sjálfri sér um
fráfall hans og finnur útrás fyrir
sorgina í þungarokki.
Þetta er fimmta
kvikmynd Ragnars,
sem einnig er kunn-
ur fyrir leikstjórn á
vinsælum
sjónvarps-
þáttaröð-
um.
Málmhaus í haust
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Flugklúbburinn KAKan fagnar í
dag merkum áfanga, en 1. maí árið
1946 fór hin merka Piper Cub-vél
TF-KAK í fyrsta skipti á loft. Um
er að ræða fyrstu flugvélina sem
flutt var ný til landsins. Vélin, sem
er framleidd í Piper-flugvélaverk-
smiðjunni í Pennsylvaníu í Banda-
ríkjunum, kom hingað til lands
ósamsett í kassa.
Flugklúbburinn KAKan, sem
samanstendur af 15 flugáhuga-
mönnum, festi kaup á vélinni árið
2007. „Ég hóaði í nokkra stráka og
við stofnuðum klúbb í kringum vél-
ina. Svo hittumst við einu sinni í
viku í rúm þrjú ár og útkoman er
þessi, vélin er eins og ný,“ segir
Ottó Tynes, félagi í KÖKunni og
fyrrverandi atvinnuflugmaður.
Flugklúbburinn KAKan hefur þann
yfirlýsta tilgang að koma flugvélinni
TF-KAK sem næst upprunalegu
horfi og halda henni í sem bestu
flughæfu ástandi svo félagar geti
viðhaldið flugkunnáttu sinni á Piper
Cub. Auk þess eru markmiðin að
fljúga og sýna vélina við sem flest
tækifæri. Flugáhugamönnum gefst
einmitt tækifæri til að líta vélina
augum í dag þegar KAKan verður
með opið hús á Tungubakka-
flugvelli.
150 flugmenn lærðu á vélina
TF-KAK er í raun samofin ís-
lenskri flugsögu því stór hluti ís-
lenskra atvinnuflugmanna sem
lærðu flug á sjötta áratug síðustu
aldar lærði á vélina, u.þ.b. 150 tals-
ins. Á þeim tíma var vélin í eigu
Flugskólans Þyts en í
kjölfarið gekk
hún kaupum og
sölum þar til
KAKan festi kaup
á henni árið 2007.
Klúbburinn hefur
síðan staðið fyrir því að klæða vél-
ina nýjum dúk og sprauta hana í
gulum Piper Cub-lit.
Að sögn Ottós eru allir meðlimir
KÖKunnar með flugpróf og margir
fljúga þeir vélinni af og til. Meðlimir
klúbbsins hittast á hverju þriðju-
dagskvöldi. „Við hittumst til að
kjafta og segja sögur eins og hver
annar saumaklúbbur,“ segir Ottó og
viðurkennir að félagsskapurinn eigi
sinn þátt í að halda meðlimum ung-
um og ferskum.
Þótt meðlimir klúbbsins séu
margir segir Ottó að aldrei sé rifist
um hver fái að fljúga vélinni. „Nei,
það er helst að maður reyni að ýta
mönnum í að fara að fljúga. Annars
er þetta engin ferðaflugvél, þetta er
meira til gamans,“ segir Ottó en
bætir þó við að hann hafi flogið vél-
inni til Akureyrar í fyrrasumar.
Halda heiðri TF-KAK á lofti
Piper Cub-vél
sem er samofin
flugsögu landsins
Morgunblaðið/RAX
Flugvél Nokkrir meðlimir flugklúbbsins KAKan við Piper Cub-vélina TF-KAK. F.h. Ottó Tynes, Ágúst Jóel Magn-
ússon, Ragnar Kvaran, Ingvar Valdimarsson, Ingimar Örn Erlingsson og Gylfi Magnússon.
Gallop sem lagðist að bryggju í
Reykjavík 23. mars 1946. Klúbb-
meðlimir hófust handa við að setja
hana saman og var hún skrásett
hjá Flugmálastjórn 30. apríl og
hefur verið allar götur síðan, leng-
ur en nokkur önnur íslensk flugvél.
TF-KAK er m.a. fyrsta flugvélin
sem lenti á flugvellinum í Vest-
mannaeyjum auk þess að flytja
fyrstu farþegana sem fóru milli
lands og Eyja flugleiðis, þ.e. á
landflugvél.
Lengst skrásett allra véla
KOM ÓSAMSETT TIL LANDSINS 1946
Vélin sem nú heitir TF-KAK er
framleidd á seinni hluta árs 1945.
Jóni N. Pálssyni, sem lærði flug-
virkjun og flug í Bandaríkjunum á
þessum árum, datt í hug að stofna
klúbb um eina Piper Cub-vél. Úr
varð að sjö einstaklingar stóðu að
því að flytja vélina hingað til lands
og kom hún með skipinu Empire
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Framsókn ekki með „einkaleyfi“
2. Hrottaleg nauðgun í Reykjavík
3. Ætlar að ræða við alla formenn
4. „Ætli ég taki þetta ekki í stafrófsröð“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á fimmtudag Suðvestan 3-10 en 8-13 V-lands. Dálítil él eða slyddu-
él SV- og V-lands en bjartviðri austantil. Hiti 1 til 6 stig, en frost 0 til
5 stig á NA- og A-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-10 m/s. Víða bjartviðri
um landið vestanvert og inn til landsins norðanlands. Frost 1 til 9
stig, en hiti 0 til 6 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.
VEÐUR
„Þetta hefur verið erfið
rimma og hún hefur farið út
í mikla hörku og slagsmál. Í
síðasta leik var þetta eig-
inlega komið út í vitleysu
þar sem við vorum kýldar
og leikmenn fengu spark í
hausinn,“ sagði Helena
Sverrisdóttir meðal annars
við Morgunblaðið eftir að
hún varð landsmeistari í
körfubolta í Slóvakíu annað
árið í röð með liði sínu Good
Angels Kosice. »1
Úrslitarimman
fór út í slagsmál
Ein mestu vonbrigðin á
ferlinum hjá Teiti
Stórskyttan Ramune Pekarskyte mun
flytja sig um set frá Noregi til Dan-
merkur á næsta keppnistímabili. Þar
mun hún leika undir stjórn Ágústs
Jóhannssonar landsliðsþjálfara hjá
úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE eins
og frænkurnar Karen Knútsdóttir og
Stella Sigurðardóttir. Ramune lék
undir stjórn Ágústs hjá Levanger í
Noregi en var áður í Haukum. »4
Ramune mun spila með
Karen og Stellu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Teitur Örlygsson, þjálfari
körfuboltaliðs Stjörnunnar, upplifði
ein mestu vonbrigðin á ferlinum
þegar lið hans tapaði úrslita-
leiknum gegn Grindavík. Teitur er
samningslaus og ætlar að taka
ákvörðun um framhaldið í vikunni.
„Þegar maður elskar að vinna og
töp fara ennþá svona rosalega illa í
mann er ástríðan enn fyrir hendi,“
segir hann. »2-3