Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Nokkuð hefur verið um það á síðustu ár- um að tréskip sökkvi við bryggju og reynd- ar einnig úti á rúmsjó. Þegar það gerist í höfnum er auðvelt að rannsaka og finna út ástæður þess að skip- ið sökk, en ef það ger- ist úti á rúmsjó er erf- iðara um vik. Dæmi eru um að tréskip hafa sokkið eða verið við það að sökkva vegna þess að þau hafa verið maðk- og/eða tréætuétin. Man ég eftir nokkrum tilfellum frá því ég byrjaði að vinna við skipaskoðun. En þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur af þessum trjámaðki og tréætum og er eitthvað eftir af tré- skipum við Íslandsstrendur? Á ís- lenskri skipaskrá voru um síðustu áramót 182 skip smíðuð úr eik eða furu, hafði fækkað um 26 skip frá árinu 2010. Þessi skip eru af ýmsum stærðum og eru þannig skráð í skipaskrá eftir notkunartegund. Fiskiskip 119, skemmtibátar 41, farþegabátar 13, lóðsbátar 2, segl- skip 6 og eitt víkingaskip. Þessi upptalning sýnir að enn er töluverð- ur fjöldi tréskipa í notkun við strendur landsins. Trjámaðkur er í raun ekki maðk- ur, heldur skeldýr eða samloka (Mollusca) með litla skel á framend- anum sem hefur um- myndast og nýtist sem bor og borar hann sig inn í tré. Sama er að segja um tréætuna, hún er heldur ekki krabbi, en af ættkvísl- inni jafnfætlur (Iso- poda). Munur á skemmdum eftir maðk- inn og tréætuna (staurakrabba) er sá, að maðkurinn leynist inni í viðnum og holar hann að innan, en jafn- fætlan og skemmdirnar eftir hana eru alltaf sjáanlegar á yfirborði. Á síðustu árum hafa trjámaðkur og tréæta fundist í trébátum jafnvel á stöðum þar sem þessi kvikindi hafa ekki sést í áratugi. Skýringin gæti verið sú að hér áður fyrr var öllu skolpi dælt í hafnirnar eins og t.d. sápu, klór, vítissóta o.fl. Þetta var gert í tugi ára í Vestmanna- eyjum og örugglega víðar. Þessi efni hafa sennilega drepið kvikindin eða haldið þeim í skefjum, allavega var lítið um að þau næðu að komast í tréskipin. Þegar aftur á móti kröf- ur voru gerðar um að koma skolpi út úr höfnunum og skolphreinsi- stöðvar komu til sögunnar og hafnir urðu aftur hreinar fór að bera meira á trjámaðki og tréætu, í það minnsta í sumum höfnum. Man ég eftir tveimur tilfellum í Vest- mannaeyjum eftir að skolpi var komið út fyrir Eiði og höfnin var orðin hrein. Það er því nauðsynlegt eins og reyndar alltaf hefur verið að hugsað sé um að taka upp og hreinsa tréskipin og mála árlega, annars mega menn eiga von á að skip þeirra verði þess- um kvikindum að bráð. Trjámaðk- urinn og tréætan geta gjöreyðilagt botn á tréskipum á stuttum tíma ef ekkert er að gert. Ekki nægir að tjarga eða bera blakkfernis á botn- inn eingöngu, þó það hjálpi mikið, heldur verður að bera sérstakan botnfarða yfir tjöruna eða grunn- inn. Maðkurinn er örlítill þegar hann kemur inn í viðinn og gatið út úr viðnum verður aldrei stærra en það er í byrjun þegar maðkurinn kemur í hann. Hins vegar heldur maðk- urinn áfram að stækka inni í viðn- um meðan hann lifir, sem er á bilinu 15 til 18 mánuðir. Hann fer aldrei út úr viðnum né inn í hólf eftir annan maðk. Trjámaðkurinn er þar af leið- andi mun alvarlegra vandamál en tréætan, þar sem erfitt getur verið að sjá götin eftir hann í viðnum, þó svo viðurinn sé kannski orðinn sem næst holur að innan. Trjámaðkur og tréæta í tréskipum Eftir Sigmar Þór Sveinbjörnsson Munurinn á maðki og krabbadýrum er sá að maðkurinn leynist inni í viðnum og holar hann innan, en krabbinn og skemmdirnar eftir hann eru alltaf sjáanlegar. » Þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur af þessum trjámaðki og tréætum og er eitthvað eftir af tréskipum við Íslandsstrendur? Sigmar Þór Sveinbjörnsson Vinsælt hefur verið að nota gamla trébáta sem farþegabáta. Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn. Stærst i skemmt istaður í heimi! Ofurhraði ofureinfalt ofurgott verð! Verð 1.690 kr. á mánuði í 12 mánuði í gegnum Borgun auk 325 kr. greiðsludreifingargjalds. Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB. Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter d a g u r & s t e in i 4G box 1.690 kr. /mán. í 12 mán. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 2.190 kr. /mán. í 12 mán. Netþjónusta fyrir heimili og vinnustaði. Þú stingur bara í samband! Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.! 4G netþjónusta 15 GB 3.990 kr. 50 GB 4.990 kr. 100 GB 5.990 kr. 3 X meiri hraði en ADSL!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.