Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 6

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Stórhöfða 31 Δ 110 Reykjavík Δ sími 569 3000 Δ stafir@stafir.is www.stafir.is Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 22. maí 2013 kl. 17:00: Dagskrá:- Venjuleg ársfundarstörf- Breytingar á samþykktum Stjórn Stafa lífeyrissjóðs Ályktunartillögur sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Tillögur til breytinga á sam- þykktum er að finna á heimasíðu Stafa, stafir.is. Ársfundur Stafa lífeyrissjóðs Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Vigdís Finnbogadóttir var í gær gerð að verndara fornmáladeildar Menntaskólans í Reykjavík. Skólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður upp á slíka braut, en þar er lögð áhersla á klassíska menntun í fornmálunum latínu og grísku. Þar að auki fá nemendurnir kennslu í fornfræði og málvísindum. Dvínandi áhugi á fornmálunum Að sögn Lindu Rósar Michaels- dóttur, setts rektors skólans, hafa stjórnendur hans fundið fyrir dvín- andi áhuga skólamanna á forn- málabrautinni á síðustu árum. „Mér hefur fundist bera á röddum sem segja að fækka mætti tungu- málum,“ segir Linda Rós. Hún segist einnig hafa fundið fyr- ir minnkandi áherslu á tungumál sem kennslugrein fyrir nemendur í íslenskum framhaldsskólum. „Mér finnst þetta kvíðvænlegt.“ Linda fór þess á leit við Vigdísi að hún styddi við deildina með því að gerast verndari hennar. „Þetta gerði hún með glöðu geði.“ Linda hefur kynnt sér stöðu tungumálakennslu í Bret- landi. „Í kringum árið 2000 voru tungumál tek- in út úr námskránni sem skyldufag,“ segir hún. Í kjölfarið lagðist fyrsta erlenda tungumálið af. Að sögn Lindu þótti þetta ekki gefa góða raun og er nú unnið að því að Máli hjóna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggingar á láni þeirra var vísað frá Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Þau gerðu þá kröfu að við- urkennt yrði að sjóðnum væri ekki heimilt að krefjast greiðslu á nein- um hluta heildarlántökukostnaðar, í merkingu tiltekins ákvæðis laga um neytendalán, af húsnæðisláni þeirra. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að krafa hjónanna fjallaði hvorki um tilvist né efni réttinda eða réttarsambands með beinum hætti heldur lyti hún fremur að því að Íbúðalánasjóði hefði ekki verið heimilt að krefja stefnendur um heildarlántökukostnað og yrði það ekki heldur í framtíðinni. Þessa framsetningu krafnanna taldi héraðsdómur í andstöðu við ákvæði laga auk þess sem þær væru óskýrar í meira lagi. Í þeim væri meðal annars ekki útlistað hver heildarlántökukostnaðurinn hefði verið, hvernig kostnaðurinn skiptist eða hver hann yrði í framtíðinni. Hjónunum var gert að greiða ÍLS 200.000 krónur í málskostnað. Kröfu vegna verð- tryggingar vísað frá héraðsdómi  Stefnan þótti óskýr að mati dómsins  Stefnandi greiðir málskostnaðinn Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍLS Hjónin höfðuðu málið vegna húsnæðisláns hjá Íbúðalánasjóði. Í yfirlýsingu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar segir að hann sýni að aðhaldi í rekstri borg- arinnar sé ábótavant. Lítið sem ekkert hafi verið hag- rætt í borgarkerfinu og þvert á móti hafi kostnaður aukist og ekk- ert bólað á því átaki í hagræðingu sem meirihlutinn stefndi á við upp- haf kjörtímabilsins. Sjálfstæðis- menn benda jafnframt á að skatt- heimta hafi verið 2,1 milljarði hærri árið 2012 en upphafleg fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir. Skattar og gjöld borgarinnar hafi hækkað um 7% umfram neysluvísitölu á tímabilinu 2010-2013. Gagnrýna skort á hagræðingu innan borgarkerfisins Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Niðurstaða rekstrar Reykjavíkur- borgar var rúmum 6,4 milljörðum króna verri fyrir árið 2012 en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Engu að síður var afkoman rúmum 2,7 milljörðum króna betri í fyrra en árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi borgarinnar sem lagður var fram í borgarstjórn í gær. Rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar var neikvæð um 2.697 milljónir króna en búist hafði verið við að hún yrði jákvæð um 3.739 milljónir. Ástæðan fyrir lakara gengi er sögð vera gjaldfærsla lífeyrisskuld- bindinga hjá A-hlutanum og hækkun fjármagnsliðar vegna óhagstæðrar gengis-, verðlags- og álverðsþróun- ar, aðallega hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Skuldar 322 milljarða Halli á A-hluta borgarinnar nam 44 milljónum króna sem nemur 0,06% af heildartekjum hennar. Skuldir samstæðunnar hafa lækkað um 24% á milli ára og er hlutfall þeirra af reglulegum tekjum nú 268% í stað 292%. Þar af vega skuld- ir OR þyngst en án hennar væri skuldahlutfall samstæðunnar 114%. Heildarskuldir samstæðu borgar- innar ásamt skuldbindingum nema rúmum 322 milljörðum króna en eignir hennar voru við árslok sam- tals tæpur 471 milljarður króna. Samkvæmt lögum á skuldahlutfall að vera innan við 150% fyrir 2022. Bjuggust við betri afkomu  Ársreikningur Reykjavíkurborgar lagður fram  Niðurstaðan batnar um 2,7 milljarða á milli ára  Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 6,4 milljarða króna betri afkomu Ársreikningur » Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 165 milljónir, sem er 657 millj- ónum lakara en í áætlunum. » Ein ástæða verri afkomu var að lífeyrisskuldbindingar námu 2,9 milljörðum en ekki 600 milljónum eins og búist var við. Við athugun kom í ljós að margir framhaldsskólar bjóða upp á frönsku, spænsku og þýsku sem þriðja mál, en þó ekki allir. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er ekki boðið upp á frönsku. Að sögn Berglindar Höllu Jónsdóttur, annars áfangastjóra skólans, eru nokkuð mörg ár síðan franskan datt út. Hún segir ástæðuna vera dreifingu nem- enda og vanda við að uppfylla kröfur um hópastærðir. Því hafi þurft að skera eitt mál í burtu. Í Borgarholtsskóla er ekki boðið upp á spænsku. Að sögn Magnúsar Magnússonar, áfangastjóra skólans, var tekin ákvörðun við stofnun skólans um að sleppa tungumálinu. „Við myndum aldrei fá nógu marga nemendur í ákveðna áfanga,“ segir Magnús. Því væri rekstrarlega óhag- kvæmt að bjóða upp á þriðja tungumálið. Rekstrarlega óhagkvæmt OFT BOÐIÐ UPP Á NÁM Í FRÖNSKU, SPÆNSKU OG ÞÝSKU setja tungumálin aftur inn sem skyldugrein. Hún segir að í ljós hafi komið að þegar tungumálakennslan var felld niður hafi almennt orðið rýrnun í námi. Linda telur að niðurskurður í menntakerfi Íslands síðastliðin ár hafi bitnað á vali í tungumálum. „Þegar hóparnir fara niður í ákveðnar stærðir er tungumálið fellt út,“ segir Linda. Í því samhengi veltir hún því fyrir sér hvort starfsemi fornmáladeild- arinnar sé í hættu. Hún segir Yngva Pétursson, rektor skólans, hafa gegnum tíðina óskað eftir auknum styrk frá menntamálaráðuneytinu vegna deildarinnar en ekki haft erindi sem erfiði. Nemendur annarra skóla vilja læra latínu Nemendur úr öðrum skólum hafa í gegnum tíðina haft samband við skólann og kannað möguleikann á því að sækja tíma í grísku, latínu og málvísindum við skólann. „Það hefur verið hægt að verða við því í ein- hverjum tilvikum,“ segir Linda. Húsnæðisskortur er þó viðvarandi innan skólans og þar af leiðandi komast færri að en vilja. Linda segir að deildin efli menn- ingarlæsi nemenda. „Ég tel það skyldu okkar að halda þessari deild úti og geta veitt þessa þjónustu þeim sem hafa áhuga á henni,“ segir Linda. Morgunblaðið/Styrmir Kári Stuðningur Rektor Menntaskólans í Reykjavík, Linda Rós Michaelsdóttir, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta Íslands. Í gær tók Vigdís að sér hlutverk verndara fornmáladeildar skólans, sem er einstök hér á landi. Hallar á tungumála- kennslu í skólum  Vigdís Finnbogadóttir gerist verndari fornmáladeildar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.