Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ráðgátur daglegs lífs vekja forvitni þína. Sýndu fyllstu gætni þegar skilmálar eru settir og skoðaðu smáa letrið. 20. apríl - 20. maí  Naut Miklar kröfur eru gerðar til þín í vinnunni. Ræddu sparnaðarhugmyndir við yfirmann eða foreldra, þú færð snjallar hugmyndir. Ekki vera of stíf/ur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fagnaðu því að þér líður betur í dag en í gær. Lágstemmd verk eru vinsæl, eins og að sinna heimilisstörfum eða bogra úti í garði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Lífið er eiginlega eins og þrívídd- armynd núna. Láttu ekki tækifæri til að halda á ungbarni fram hjá þér fara. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú sérð ekki fram úr verkefnum og veist ekki þitt rjúkandi ráð. Oft er það svo að bestu lausnirnar bíða þar sem síst skyldi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hefðirnar sem þú heldur í heiðri hafa meiri merkingu en gjafir, því tengsl myndast með því sem maður gerir með öðrum. Lykilorðið er skilningur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leggðu þitt af mörkum svo að sam- vinnan gangi sem allra best. Gamall vinur birtist aftur þér til mikillar ánægju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það skiptir miklu fyrir fram- vindu mála að þú farir að leikreglum því annars fer allt úr böndunum og þú kemur engu máli í höfn. Forystu þinnar er krafist. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Margir elska þig. Með þetta í huga ættir þú að hætta að hafa áhyggjur og njóta í auðmýkt þeirra gjafa sem dagurinn færir þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að finna þér nýjar verk- lagsreglur því annars situr þú bara uppi með óviðráðanleg verkefni. Nýttu þér þetta og skapaðu ánægjulegar minningar fyrir framtíðina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú sérð fram á að þurfa að gera einhverjar breytingar en skalt ekki rasa um ráð fram. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru. Þér hættir til að gera úlfalda úr mýflugu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Yfirleitt viltu finna út úr hlutunum jafnóðum. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks. Hlustaðu vel, og þú heyrir í lönguninni til að tengjast öðrum. Þú hefur heppnina með þér næstu daga. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fíaá Sandi, orti í vikubyrjun: Í kvöld fellur logndrífan létt og leggur sig fallega og nett yfir fannhvíta fold yfir frækorni og mold yfir hraunið mitt hrufótt og grett. Hjálmar Freysteinsson velti fyrir sér kvöldstemningu á Bessastöðum að loknum viðræðum við formenn stjórnmálaflokka: Dagur er kominn að kveldi, kötturinn sleikir sitt skott. Ólafur undir feldi. Aldrei veit það á gott! Kristbjörg F. Steingrímsdóttir yrkir: Gamlir flokkar fjalla á ný um framtíð lands bráðum verður hopp og hí og Hrunadans. Jón Valur Jensson sendi Vísna- horninu kveðju: Fordæðustjórnin er frá, fagna og gleðjast þá má hver sjálfstæður maður í sinni. Framtíðar bein er braut, brotna því stjórnin hlaut, sú versta í manna minni. Og hann bætir við: Horfið er nú þetta límsetulið, leiðara öðrum gestum, Jógrímustjórnin sem streðaði við að stríða gegn heimilum flestum. Kristján Runólfsson yrkir: Þó ég yrki ár og síð, og ótal ljóð ég kunni, kemur sjaldan klám og níð, úr kjaftamaskínunni. Steinn Kristjánsson kastar fram: Lækka skattar, launin hækka. Lán og skuldir hverfa því. Undirhökur aftur stækka. Allt mun verða grænt á ný. Daginn fyrir kjördag orti kerl- ingin á Skólavörðuholtinu: Íhaldi hraðast ég hrósa, hrifningu hef á því ljósa, af ískaldri ró til öryggis þó ætla ég Framsókn að kjósa. En nóg um pólitík. Ármann Þor- grímsson fékk fjögurra ára barna- barn í heimsókn: Í heimsókn hjá ömmu og afa allt vill í topplagi hafa kökurnar fá og kókómjólk, já það er ekkert ósanngjörn krafa. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kosningum, forseta og afa og ömmu Í klípu „AUÐVITAÐ ER ÞETTA ÖRUGGT, MEÐ LOFTPÚÐA OG ALLT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN ER EKKI TÓNLISTARMAÐUR, ÞETTA ER HEYRNARTÆKIÐ HANS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að nudda stressið úr henni. MÉR ER ILLT Í GÓMNUM. JÁ! LOKSINS EITTHVAÐ SPENNANDI AÐ GERAST! NÚ DRÖGUM VIÐ STRÁ TIL AÐ SJÁ HVER FER Í HÆTTULEGA EN MIKILVÆGA SENDIFÖR. SÁ SEM FÆR STYSTA STRÁIÐ ÞARF AÐ SEGJA KONUNNI MINNI AÐ ÉG VERÐ EKKI HEIMA Á BRÚÐKAUPSAFMÆLINU OKKAR. Íþróttir eru kyndugt fyrirbæri. Ásunnudag lauk rimmu Grindavík- ur og Stjörnunnar með æsispenn- andi oddaleik þar sem Grindvík- ingar fóru með sigur af hólmi. Grindvíkingum tókst þar að verja Íslandsmeistaratitilinn síðan í fyrra. Á tímabili virtist hins vegar sem Stjarnan ætlaði að taka titilinn. Lið- ið úr Garðabænum tapaði fyrsta leik, en vann síðan tvo næstu með nokkrum yfirburðum. Sigur í fjórða leiknum hefði tryggt liðinu Íslands- meistaratitilinn og það á heimavelli. Víkverji tók eftir því að í viðtölum fyrir leikinn voru Stjörnumenn orðnir ansi kokhraustir og velti fyrir sér hvort þeir héldu að þeir væru þegar orðnir Íslandsmeistarar. Á þeim mætti heyra að Íslandsmeist- aratitill væri rökrétt framhald af bikarmeistaratitlum 2009 og 2013. Eini gallinn var sá að Stjarnan átti eftir að spila leikinn og Grindvík- ingar voru ekki alveg tilbúnir að láta Íslandsmeistaratitilinn af hendi. x x x Þetta er þó ekki sagt til að geralítið úr Stjörnumönnum. Þeir eru með frábært lið og spiluðu best allra liða seinni hluta Íslandsmóts- ins. Í úrslitaleiknum urðu þeir síðan fyrir áfalli þegar einn besti leik- maður þeirra, Jarrid Frye, þurfti að fara meiddur af velli. Frye fór upp í þriggja stiga skot, varnarmaðurinn hljóp undir hann og lenti Frye á ristinni á honum og sneri sig illa á ökkla. Þetta gerist vitaskuld í hita leiksins og er ekkert annað en slys, en Víkverji veltir fyrir sér hvort ekki séu leiðir til að vernda leik- menn í þessari stöðu. Það hefur ver- ið gert undir körfunni. Þar er nú dreginn hringur og innan hans er ekki hægt að fiska ruðning. Það var gert til að verja leikmenn, sem komnir eru á flug upp að körfunni fyrir því að varnarmenn fari undir þá í loftinu. Víkverji sér þó ekki fyr- ir sér hvernig regla um þetta atriði ætti að líta út, en í það minnsta hefði mátt dæma villu. x x x Hvað um það. Grindvíkingarsýndu mikinn styrk í úrslita- keppninni og eru vel að öðrum Ís- landsmeistaratitlinum í röð komnir. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3.) Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Verndaðu frumurnar þínar ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium Fást í heilsubúðum og apótekum brokkoli.is Tvær á d ag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.