Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Félagslíf I.O.O.F. 7.  194010571/20*81/2 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58-60 Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum Háaleitis- braut 58-60. Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna kl. 14-17. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Barnagæsla Au pair Englandi Óskum eftir barngóðri stúlku, 19 ára eða eldri, til að gæta 3ja barna (öll í skóla) í 1 ár, frá og með júní. Upplýsingar fást í drmatthildur@msn.com. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri orlofshús við Akureyri og öll með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir hópa. Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Sími: 486 1500. Minniborgir.is Gisting á góðum stað.                                     Snyrting Spænskar gæðasnyrtivörur, fram- leiddar úr náttúrulegum hráefnum, og eru fyrir alla daglega umhirðu húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta allri fjölskyldunni. Sjá nánar í netversluninni: www.babaria.is Húsnæði óskast Ágætis fólk leitar að íbúð í 101,107 Rvk. Fimm manna fjölskylda, nýflutt til landsins, óskar eftir húsnæði til leigu í 101,107 Rvk. Skilvís, snyrtileg og vinaleg í umgengni. Vinsamlegast hafið samband við Ingibjörgu í s. 773 0540 eða Ólaf í s. 773 0710. Sumarhús Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru moltugerðarkassar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ. S. 561 2211. Ferðaþjónustuhús Til sölu af sérstökum ástæðum vandað ferðaþjónustuhús, tvær gistieiningar, 72 m² til afhend- ingar upp úr miðjum maí. Til greina kemur að taka góða dráttarvél eða bíl upp í kaupverð. Upplýsingar í símum: 487 8870 eða 892 5070 Póstur: sig.olafs@gmail.com Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald, launavinnsla, stofnun fyrirtækja og framtöl fyrir einstakl- inga og fyrirtæki. Sanngjarnt verð. Fyrirtæki og samningar ehf. Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík. S. 552 6688. Ýmislegt Fornbílar í giftingar, afmæli og aðra viðburði Nánari upplýsingar á fornbilaleiga@gmail.com Teg. 38588 Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 17.200. Teg. 38587 Einstaklega mjúkir og þægilegir dömuskór úr hanskaskinni, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 14.685. Teg. 38570 Einstaklega mjúkir og þægilegir dömuskór úr hanskaskinni, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 15.870. Teg. 38571 Einstaklega mjúkir og þægilegir dömuskór úr hanskaskinni, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 16.600. Teg. 7573 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 15.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18. Opið laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum, hreinsa veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Vantar nú þegar á söluskrá 3ja - 4ra herbergja íbúð til kaups fyrir ákveðinn kaupanda. ABBA fasteignamiðlun, sími: 426-9000. Nei þetta er nú einhver vitleysa, hugsaði ég þeg- ar Sigríður á Staffelli hringdi og sagði mér að hann Oddur frændi minn og bílstjóri til margra ára væri allur og mundi ekki mæta meir í skólaakstur eins og hann hafði þó gert dyggilega og sam- viskusamlega í ein 10 ár. Oddur var mikill afbragðsmaður í alla staði, nákvæmur í öllum verkum, sama hvort var skólaakstur, skít- mokstur eða hvers kyns hand- verk. Hann bjó á Staffelli í félagi við Eirík bróður sinn og voru þeir í mínum huga nánast eins og tvíburar enda fæddir sama dag. Höfðu þeir bræður ásamt fjöl- skyldum sínum nýverið stækkað búið til muna, bættu við ættar- setrinu Egilsseli og höfðu þar bú- smala án búsetu. Það hvílir ein- hvern veginn svona eins og þungt ský yfir fallega héraðinu okkar þessa dagana, stór skörð hafa verið höggvin í litla samfélagið okkar, aldrei framar sér maður Odd stilla traktornum upp í röð- inni við skálann, aldrei framar kemur hann út úr skálanum með peltorinn á höfðinu og tekur upp létt hjal um pólitík, rollur eða mannlífið í heiminum, aldrei framar kíkir hann út um eldhús- gluggann þegar maður rennir í hlað. Oddur hafði langt í frá lokið sínu dagsverki, hann átti eftir að fara margar ferðir á fjórhjólinu til fjalls, stússa kringum féð, rugga á traktornum uppí Egils- sel, setja sexuna í gang og heyra í henni hljóðið til gamans, svo mætti lengi telja. Farðu nú í þína síðustu ferð, frændi sæll, ég lána þér skólabíl- inn, settu sætið í fremstu stöðu Oddur Sigfússon ✝ Oddur Sigfús-son fæddist á Staffelli í Fella- hreppi 2. október 1948. Hann lést á heimili sínu 16. apr- íl 2013. Útför Odds fór fram frá Egils- staðakirkju 27. apr- íl 2013. því að lappirnar á þér eru svo stuttar, stilltu á Rás 1, rúll- aðu síðan onyfir ás- inn þína leið. Við gerum svo upp þeg- ar ég hitti þig næst- .Takk fyrir öll þín handtök sem þú vannst af alúð og samviskusemi. Innilegar samúð- arkveðjur sendi ég til fjölskyldunnar á Staffelli, ykk- ar er missirinn mikli. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sjáumst, frændi minn. Hlynur Bragason. Þegar Sigríður bekkjarsystir úr Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hringdi í mig fyrir um 20 árum síðan óraði mig ekki fyrir að það yrði upphafið að kynnum okkar Odds. Hún spurði: „Þekkir þú eitthvað fólkið sem býr á Staf- felli?“ Ég svaraði að svo gerði ég ekki en hefði þó einungis góðar spurnir af því. Í kjölfarið réð Sig- ríður sig þangað sem ráðskona og innan tíðar var hún gift Oddi og orðin húsmóðir á Staffelli. Oddur minntist oft á að það væri mér og fyrrv. sambýlismanni mínum að þakka að svo hefði far- ið. Við vorum svaramenn þeirra við brúðkaupið og þykir mér vænt um að hafa óbeint orðið völd að hamingju Odds og Sigríð- ar. Oddur var lífsreyndur maður og starfaði við gröfuakstur og skólaakstur samhliða bænda- störfunum á Staffelli. Hann hafði gaman af að segja frá því sem rekið hafði á fjörur hans á lífs- leiðinni. Þar á meðal var unaður að hlusta á frásagnir frá árum áður þegar hann starfaði við gröfuakstur í Fljótsdalnum, okk- ar kæru sveit. Hann hafði komið á flesta bæi þar og lýsti mannlífinu og lífs- mátanum á svo einstaklega skemmtilegan hátt. Pólitík var einnig iðulega rædd og ég minn- ist margra fjörugra umræðna við eldhúsborðið. Þá var sjómennsk- an sem hann stundaði um tíma einnig til margra frásagna, því minnið var gott. Ég hef ekki séð Odd síðan dóttir mín fermdist fyrir tveimur árum. Eftir sambúðarslit var för minni heitið til Svíþjóðar þar sem ég bý nú. Sárt mun ég sakna að geta aldrei aftur spjallað um dag- inn og veginn við hann Odd minn. Þegar Sigríður hringdi í mig til að segja mér fréttirnar heyrði ég auðvitað að eitthvað var að en að fá þessar fréttir bjóst ég ekki við. Sem skólabílstjóri var hann mikið á ferðinni og ráku þau hjónin oft inn nefið hjá okkur í lok dags. Báða strákana þeirra höfum við séð vaxa úr grasi og urðu Erla mín og Sigfús góðir vinir enda stutt á milli þeirra í aldri. Margs er að minnast eins og þegar ég sat föst í bílnum í skafli og Oddur mætti fárveikur til að draga mig lausa og koma mér áleiðis heim. Notalegra stunda í Hallormsstaðaskógi á skógar- deginum, sveppatínslu í Staffells- skógi og margs fleira. Heim- areykta hangikjötsins annan í jólum á brúðkaupsafmælinu ár hvert er sárt saknað. Ég veit að erfiðir tímar eru hjá Sigríði minni og sonunum tveim. Að missa stoð sína og styttu í líf- inu löngu fyrir tímann er eitt- hvað sem enginn býst við. Því miður get ég ekki komið til að vaka yfir rollunum með þér, Sigga mín, eins og þú hefðir vilj- að. Að ekki geta fylgt vini mínum hans hinstu för er mér afar þung- bært. Börnin mín tvö voru mínir fulltrúar þar. Við þökkum þann tíma sem við fengum með þér, Oddur minn. Kæra vinkona, Sigfús Jörgen, Albert Fjalar, Eiríkur og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig Dagmar og börn. Hvern gæti núna gamla vatnið mitt, rennt grun í það hve fagurt ríki þitt, var áður þegar bylgjur lita leir, að löndum færði blíður sunnanþeyr. Þá aldan kvik við hola bakka hló og hver ein leyniglufa froðu spjó. Um bakkans vík ég gekk og heyrði hljóm sem hefði jörðin tungu slett í góm. Þér mýrin allt um kring svo féll í fang, hún fann og þekkti hvern þinn undirgang. Hvert lækjardrag og rás sem til þín rann, í rauðum hyljum þínum legstað fann. En nú er vatnið horfið, botninn ber, þar bárur aldrei framar vagga sér. Í bæn þú starir upp til himins hljótt, með hola blinda þurra augnatóft. (Gísli Halldórsson) Við sjáumst í sumarlandinu, kæri frændi. Þín Inga Dóra. Gísli Halldórsson ✝ Gísli Hall-dórsson fædd- ist í Króki í Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu 17. des- ember 1931. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 16. apr- íl 2013. Útför Gísla fór fram frá Vill- ingaholtskirkju í Flóahreppi 27. apríl 2013. Elsku Gísli. Um morguninn 16. apr- íl síðastliðinn hafði ég ekki fengið veð- ur af því að þú værir kominn aftur á spítalann. Þó var eins og hugurinn leitaði til þín, því þegar ég vaknaði varð mér sterklega hugsað til Óla bróður þíns sem var nýlega fallinn frá. Mér varð litið á myndina af ykkur systk- inunum, sem Óli gaf mér í jóla- gjöf fyrir nokkrum árum, hugs- andi með mér að við mættum ekki missa hann Gísla líka. Þegar ég var yngri var eitt það besta sem ég vissi að fara í heimsókn út að Króki. Þetta yndislega heimili hafði alltaf einhvern ákveðinn sjarma í mínum huga og ég veit að svo er líka um marga aðra af ætt- inni okkar. Allir sem þangað komu fengu hlýjar móttökur og alltaf tókst þú brosandi á móti manni með þéttu handabandi og orðunum „já, komdu nú sæll“. Í Króki var kvöldmatur fyrir mjaltir og því var mjaltatím- anum oft lokið seinna en heima í Syðri-Gróf. Ég sóttist eftir því að fara með pabba í heimsókn eftir mat, því þá fékk maður tækifæri til að hitta á þig í fjós- inu. Oft var pabbi farinn inn í bæ, enda var Lilja María þá farin til að finna til kaffi fyrir gestina, og vorum við þá tveir einir úti í fjósi. Þú hafðir það fyrir sið að gera krossmark á eina hurðina á leiðinni út. Sagðir að það væri til að kölski kæmist ekki inn í fjós til að gera kúnum óskunda. Ég spurði hvort hann færi ekki bara inn um dyrnar á bak við, en þú svaraðir brosandi: „Nei, hann fer ekki þeim megin.“ Skemmtilegast fannst mér að sitja við eldhúsborðið og hlusta á ykkur pabba spjalla um gamla tíma, sérstaklega ef einhver fleiri af systkinum ykk- ar voru líka nærstödd. Það var oft mikið hlegið á þessum stundum. En það var líka gaman að setjast niður með þér og ræða heima og geima, því þú varst bæði vel lesinn og sögufróður. Ef eitthvað bar á góma sem þú hafðir ekki góða þekkingu á varstu iðulega búinn að kynna þér það betur næst. Ég fór snemma að gramsa í myndasögubókunum og dönsku Andrésblöðunum frá Lilju og Ingvari. Þar kviknaði áhugi minn á að læra erlend mál og síðar meir ræddum við oft kveðskap á ýmsum tungum. Ég varð oftar en ekki undrandi á því hvað mikið þú áttir af kvæðum á esperanto sem þú hafðir þýtt sjálfur eða fengið annars staðar. Ég verð alltaf þakklátur fyr- ir þann tíma sem við áttum saman. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þinn frændi, Magnús Halldór Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.