Morgunblaðið - 04.05.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.05.2013, Qupperneq 27
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að nöfnum og jap- önskum hækuljóðum sem send verða á mynddiski með könnunar- farinu MAVEN sem sent verður til reikistjörnunnar Mars í nóvember. Á mynddisknum verða öll nöfn þeirra sem senda inn tillögur en aðeins þrjár hækur verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að ferðast til rauðu plánetunnar. Frestur til þess að skila inn nöfnum og hækum er til 1. júlí. Hægt verður að greiða atkvæði um bestu hækurnar frá og með 15. júlí. Þátttakendur eiga kost á því að prenta út vottorð fyrir því að þeir hafi lagt verkefninu lið. MA- VEN á að kanna efri lög lofthjúps Mars og reyna að varpa ljósi á hvers vegna vatn hvarf af yfir- borðinu. NASA Almenningur sendi hækur til Mars Kínverskt glæpagengi vildi ekki vera eftirbátur evr- ópskra mat- vælafram- leiðenda sem seldu hrossa- kjöt sem nauta- kjöt. Þarlend lögregluyfir- völd hafa frá því í janúar handtekið yfir 900 meðlimi geng- isins sem taldir eru hafa haft jafn- virði rúmra 116 milljóna króna upp úr því að selja kjöt af rottum og öðrum litlum spendýrum eins og ref og mink sem kindakjöt. Talið er að það hafi verið selt á mörkuðum í Shanghai og Jiangsu- héraði. Lögreglumenn lögðu hald á yfir 20.000 tonn af sviknu kjöti í að- gerðum sínum. Glæpir sem tengj- ast matvælaöryggi eru algengir í Kína að því er segir í tilkynningu frá almannaöryggisráðuneyti landsins. KÍNA Rottukjötshneyksli skekur Kína Rottur þykja ekki lystaukandi dýr. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Drápsvélmenni sem geta ráðist á skotmörk án nokkurrar aðkomu manneskju ættu ekki að hafa líf fólks í höndum sér. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í drögum að skýrslu fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Hún fjallar um lagaleg og heimspekileg álitamál sem tengjast því að nota sjálfvirkar vélar í hern- aði. Talsverðar deilur hafa staðið um notkun Bandaríkjahers á drekum (e. drone), mannlausum fjarstýrðum loftförum, m.a. í Afganistan. Höfundur skýrslunnar, Christof Heyns, prófessor í mannréttindalög- um í Suður-Afríku, vill að ríki heims stöðvi tímabundið allar tilraunir, framleiðslu og viðskipti með slík vél- menni þar til haldin verði alþjóðleg ráðstefna til þess að setja reglur um notkun þeirra. Til stendur að ræða hugmyndirnar sem settar eru fram í skýrslunni á mannréttindaráðstefnu SÞ í Genf þann 29. maí. Bandaríkjamenn, Bretar, Ísrael- ar, Suður-Kóreumenn og Japanir hafa þegar þróað ýmsar tegundir af hálf- eða alsjálfvirkum vopnum. Nauðga hvorki né pynta Í skýrslunni tekur Heyns fyrir nýja kynslóð slíkra vopna sem velja sjálf skotmörk og skjóta á þau. Þau hafi ólíkt manneskjum hvorki samúð né innsæi við að taka ákvörðun um líf eða dauða fólks. Á hinn bóginn séu þau ekki seld undir breyskleika mannanna og myndu því ekki gera árás í hefnd- arskyni, í fáti, reiði, af fordómum eða ótta. Þá myndu vélarnar ekki valda vísvitandi þjáningum fyrir óbreytta borgara eins og með pyntingum eða nauðgunum, nema þær væru hrein- lega forritaðar til þess. Heyns bendir einnig á að sú fjar- lægð sem skapast á milli þess sem tekur ákvörðun um að drepa mann- eskju og þess sem er drepinn með fjarstýrðum vélum leiði til þess að menn verði fáskiptnari gagnvart þeirri ákvörðun og framkvæmd þess að svipta manneskju lífi. Vélarnar velji ekki skotmörk  Skýrsla SÞ um vélmenni í hernaði AFP Dreki Bandarískur dreki af Predator-gerð sem notaður er við eftirlit við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann er mannlaus og fjarstýrður. VORHREINSUN avegur 40, 101 Reykjavík olcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100 Laug v40% Standur fyrir L/XL Tilboð: 28.000.- Listaverð: 37.000.- Tilboð: 125.000.- Listaverð: 160.000.- www.genevalab.com thdan@simnet.is ÁRMÚLA 38 - SÍMI 588 5010 Söluaðili Tilboð: 185.000.- Listaverð: 230.000.- GENEVA XL Magnari, útvarp, iPod stöð og CD spilari. GENEVAM/CD Magnari, útvarp, iPod stöð og CD spilari. GENEVA L Magnari, útvarp, iPod stöð og CD spilari. Tilboð: 295.000.- Listaverð: 378.000.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.