Morgunblaðið - 04.05.2013, Qupperneq 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Úlfljótur var kjörinn fyrstilögsögumaðurinn á Ís-landi árið 930. Lög-sögumaðurinn gegndi
eina launaða veraldlega embættinu á
Íslandi. Lögsögumaðurinn varð að
kunna lögin utan
að og á hverju
þingi þurfti hann
að fara með þriðj-
ung laganna í
heyranda hljóði
auk þess sem
hann stjórnaði
fundum lögréttu.
Engum sögum
fer af því hvernig
lögsögumenn-
irnir tileinkuðu sér lögin, en ugg-
laust hafa þeir haft einhverjar að-
ferðir til að leggja þau á minnið. Þá
hljóta þeir að hafa verið undir
nokkru álagi því að ekki gátu þeir
flett upp í lögunum til að fullvissa sig
um að þeir myndu rétt.
Það er erfitt að ímynda sér að eitt-
hvert svið þjóðlífsins sé algerlega
háð minni. Þannig var það þó í ár-
daga og enn er þá að finna, sem iðka
fornar minnislistir. Þeirra heimur er
umfjöllunarefni hinnar stórfróðlegu
bókar Tiplað með Einstein: Stál-
minni sem list og vísindi eftir banda-
ríska blaðamanninn Joshua Foer,
sem Karl Emil Gunnarsson hefur
þýtt með miklum ágætum.
Kveikjan að bókinni var þegar
Foer hugðist tefla saman sterkasta
manni heims og gáfaðasta manni
heims í blaðagrein. Sterkasta mann-
inn fann hann auðveldlega, en öðru
máli gegndi um þann gáfaðasta.
Eitt nafn skar sig þó úr, nafn
Bens Pridmores, sem gat lagt á
minnið 1.528 tilviljunarkennda tölu-
stafi í réttri röð á einni klukkustund.
Blaðaviðtal við Pridmore þar sem
hann sagði að í „rauninni gæti hver
sem er gert þetta“ varð Foer hug-
leikið. Hann fór á bandaríska meist-
aramótið í minnisíþróttum til að
skrifa grein og fyrr en varði var
hann sjálfur farinn að þjálfa minni
sitt til að taka þátt í keppninni.
Minningahöll Símonídesar
Upphaf minnislistarinnar er rakið til
5. aldar fyrir Krist þegar Símonídes
frá Keos lifði einn af hrun veislusal-
ar nokkurs. Lík veislugestanna voru
óþekkjanleg og ekki einu sinni vitað
hve margir höfðu verið í salnum. Þá
einangraði Símonídes „skynjun sína
frá ringulreiðinni umhverfis sig og
sneri rás tímans við í huga sér“.
Hann raðaði gestum í sæti sín og gat
leitt ættingja þeirra að þeim stöðum
þar sem þeir höfðu setið. Þessi
aðferð hefur verið kölluð minn-
ingahöllin og felst í því að nota vist-
arverur sem maður þekkir vel og
koma því sem þarf að muna fyrir á
vel völdum stöðum í þeim þannig að
auðvelt sé að draga minnisatriðin
fram þegar á þarf að halda.
Minnislistin hefur lítið breyst frá
dögum Símonídesar þótt mikilvægi
hennar hafi minnkað. Tveimur öld-
um eftir að fyrsti lögsögumaðurinn
var kjörinn hófst skráning laga á Ís-
landi. Það sem áður hafði varðveist í
munnlegri geymd var nú hægt að
skrásetja.
Áður en prentlistin varð til voru
bækur fágætt fyrirbæri. Menntaður
maður las aðeins nokkrar bækur um
ævina og varð að gera það rækilega
því ekki var víst að þær yrðu aftur á
vegi hans. Lengi vel lásu menn að-
eins upphátt og vakti athygli þegar
lesið var í hljóði. Þegar byrjað var að
prenta bækur varð gerbreyting. At-
riðisorðaskrár eru nú sjálfsagður
hlutur, en þær ollu straumhvörfum
þegar þær komu fyrst fram eins og
Foer bendir á. Það skýtur því
skökku við að atriðisorðaskrá skuli
ekki fylgja bókinni.
Minnið er kyndugt fyrirbæri.
Kenningar hafa verið settar fram
um að öll reynsla safnist fyrir í
minninu þótt ekki sé hægt að kalla
allt fram í meðvitundina. Sumir eiga
ótrúlega auðvelt með að muna. Foer
rekur dæmi af rússneskum blaða-
manni, S, sem aldrei skrifaði neitt
hjá sér þegar ristjórinn ruddi upp úr
sér verkefnum ásamt staðreyndum,
nöfnum og heimilisföngum. Loks var
yfirmanni hans nóg boðið, sagði að
sér ofbyði áhugaleysi hans og hann
yrði að taka punkta. Blaðamaðurinn
þuldi þá upp orð fyrir orð allt það,
sem yfirmaðurinn hafði sagt á
fundinum þann morguninn.
Ritstjórinn sendi hann til sálfræð-
ings, sem reyndi hvað hann gat að
finna takmörk minnis S, en gat það
ekki. Hann lærði ítölsk ljóð án þess
að kunna ítölsku og stærðfræði-
formúlur án þess að botna í þeim.
Það merkilega var að S gleymdi
engu af því sem hann hafði lagt á
minnið. Það sorglega var að ofur-
minnið kom S ekki að neinu gagni.
Honum tókst aldrei að halda í fasta
vinnu og endaði í raun sem sýning-
argripur.
Foer rekur einnig sögu gleymn-
asta manns í heimi. 1992 fékk EP
áblásturssóttar-veiru (herpes simp-
lex) sem nagaði burt úr heila hans af
mikilli nákvæmni þau svæði, sem
breyta skynjunum okkar í nákvæm-
ar minningar. Fyrir vikið var EP
eins og „myndbandstæki með bil-
aðan segulhaus. Hann sér en tekur
ekki upp.“ Hann leggur ekkert á
minnið og man ekkert sem gerðist
eftir 1950. Minnisleysi hans er svo
afgerandi að þegar hann lýkur lestri
fyrirsagnar í dagblaði hefur hann
gleymt hvernig hún byrjaði.
Úrelt fyrirbæri eða tímabært?
Á milli þessara tveggja manna erum
við hin, sem daglega týnum bíllykl-
unum og finnum ekki gleraugun
okkar. Foer lýsir glímu sinni við
minnislistina með grípandi hætti, en
um leið ýjar hann að tilgangsleysi
þessara æfinga. Í daglega lífinu noti
hann ekki aðferðir minnislistarinnar
heldur skrifi hjá sér, hvort sem það
eru innkaupalistar, símanúmer eða
viðtöl. Í raun er óþarfi að muna
nokkurn skapaðan hlut því að allt er
hægt að leita uppi á netinu. Þó hlýt-
ur að vera nauðsyn að hafa einhverja
fyrirstöðu í minninu eigi upplýsing-
arnar að verða að einhverju gagni.
Þá er enn lögð áhersla á
utanbókarlærdóm í skólum og því er
ástæða til að spyrja hvers vegna
ekki er byrjað á að kenna minnislist
Símonídesar. Þá þarf nútímamað-
urinn að leggja á minnið alls pin-
númer og lykilorð, sem fylgja hvers
konar kortum og hliðartilveru í net-
heimum. Aftur kæmi Símonídes sér
vel. Kannski á minnislistin ekki að-
eins heima í veröld sérvitringa, sem
leggja á minnið endalausar talna-
runur, eftir allt saman.
Hin vanrækta minnislist
AFP
Stálminni Ben Pridmore lagði 1.528 tilviljunarkennda tölustafi á minnið í
réttri röð á einni klst. Hér er hann í afslöppun á heimsmeistaramóti í Óþelló.
Heimildarit
Tiplað með Einstein bbbbn
Eftir Joshua Foer. Karl Emil Gunnarsson
þýddi. Útgefandi Vaka-Helgafell, 2013.
302 bls.
KARL BLÖNDAL
BÆKUR
Myndlistarmað-
urinn Hafsteinn
Michael opnar
sína tíundu
einkasýningu í
Galleríi Hverf-
isgötu 46 klukk-
an 16 á laugar-
dag. Sýninguna
kallar hann „X-
makab?“ Við
opnunina koma Re-Pete and the
Wolfmachine fram og flytja fjögur
hljóðverk.
Í tilkynningu segir að lífið sé
Hafsteini hugleikið við listsköp-
unina og birtist meðal annars í fant-
asíum eða sem tenging við goð-
sögulegar fyrirmyndir.
Hafsteinn Michael
Lífið í fantasíum
og goðsögum
17.05.13 Fös. 20:00 UPPSELT Kaldalón
24.05.13 Fös. 20:00 UPPSELT Kaldalón
25.05.13 Lau. 20:00 UPPSELT Kaldalón
31.05.13 Fös. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Kaldalón
01.06.13 Lau. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Kaldalón
08.06.13 Lau. 20:00 NÝ SÝNING Norðurljós
04.05.13 Lau. 21:30 UPPSELT Kaldalón
08.05.13 Mið. 20:00 UPPSELT Kaldalón
10.05.13 Fös. 20:00 UPPSELT Kaldalón
11.05.13 Lau. 20:00 UPPSELT Kaldalón
12.05.13 Sun. 20:00 UPPSELT Kaldalón
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 4/5 kl. 19:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00
Sun 5/5 kl. 13:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn.
Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fim 9/5 kl. 14:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn.
Fös 10/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 11/5 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn.
Sun 12/5 kl. 13:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn.
Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn.
Fim 16/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fös 17/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 18/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn.
Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Lau 8/6 kl. 19:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!
Gullregn (Stóra sviðið)
Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas
Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00
Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00
Fös 10/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma.
Núna! (Litla sviðið)
Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00
Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas
Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00
Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu
Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið)
Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00
Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00
Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar
Tengdó (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fim 16/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00
Sun 5/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00
Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Lau 18/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00
Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas
Lau 11/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið)
Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00
Fim 9/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00
Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gullregn – síðustu sýningar
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Sun 2/6 kl. 19:30
Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Fös 7/6 kl. 19:30
Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 8/6 kl. 19:30
Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Sun 9/6 kl. 19:30
Sun 12/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Fös 14/6 kl. 19:30
Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30
Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/6 kl. 19:30
Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð
Kvennafræðarinn (Kassinn)
Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30
Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30
Lau 11/5 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30
Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum?
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 26/5 kl. 14:00
Sun 12/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas.
Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30
Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 15:00
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Hvörf (Kúlan)
Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Mið 8/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00
Sun 5/5 kl. 19:00 Fös 10/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00
Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas.
Aukasýningar í júní
Gilitrutt (Brúðuloftið)
Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30
Skemmtileg brúðusýning fyrir börn