Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veldu þér þinn pakka á
SkjarHeimur.is eða í síma 595 6000
Í sumar fylgir
HD-pakkinn frítt með
ALLT-pakkanum.*
* Gildir fyrir þá sem eru með HD-virkni. Fáðu nánari
upplýsingar hjá símafyrirtækinu þínu. Gildir út ágúst.
Sumar-
tilb ð!
„Það virðast enn gilda lög í landinu
en ég hef ekki haft það á tilfinning-
unni undanfarið í baráttu minni við
Landsbankann og Matvælastofnun,“
segir Daníel Jónsson, bóndi á Ing-
unnarstöðum í Reykhólasveit, en
Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði
kröfu frá Hömlum 1 ehf., dóttur-
félagi Landsbankans, um að hann
yrði borinn út úr fasteigninni á Ing-
unnarstöðum.
Hömlur sögðu mál sitt byggt á
skýrum eignarrétti sínum yfir fast-
eigninni en Daníel vísar til þess að
hann sé ábúandi á landbúnaðarjörð í
skilningi ábúðarlaga nr. 80/2004.
Hann hefur búið á jörðinni frá tíu ára
aldri.
Dómurinn tók undir sjónarmið
Daníels og benti á að hann hefði
haldið áfram búrekstri á bænum í á
þriðja ár eftir að bú hans var tekið til
gjaldþrotaskipta og ekki væri skýrt
með hvaða hætti þrotabúið gekk frá
málum gagnvart Hömlum. „Ég held
mínu striki og næsta skref er að fá
aftur mjólkurkvóta,“ segir Daníel en
hann hefur þurft að hella niður allri
mjólk sem framleidd er í búinu frá
12. nóvember í fyrra.
Hömlur seldu mjólkurkvótann
Á búinu á Ingunnarstöðum var áð-
ur mjólkurkvóti upp á tæplega 300
þúsund lítra, en Hömlur seldu kvót-
ann í nóvember á síðasta ári án sam-
ráðs við Daníel. Hömlur eignuðust
jörðina eftir að Daníel var lýstur
gjaldþrota í nóvember 2011 en bú-
stofninn er hins vegar enn í eigu
þrotabúsins. „Það er ekki löglegt að
selja kvóta af jörðinni nema með
samþykki ábúanda,“ segir Daníel.
Ósáttur við Matvælastofnun
Matvælastofnun afturkallaði
starfsleyfi Ingunnarstaða í desem-
ber 2012 og Daníel var mjög ósáttur
við mat stofnunarinnar á fjósinu.
Hann bendir á að ekki hafi verið
gerðar alvarlegar athugasemdir við
fjósið heldur eingöngu talað um örfá
frávik í skýrslunni.
jonheidar@mbl.is
Bóndi hafði betur gegn
dótturfélagi Landsbankans
Vildu að hann yrði borinn út Hellir niður allri mjólk
Vilja sam-
anburð á
kostum
Tillaga fulltrúa
sjálfstæðismanna
í borgarráði
Reykjavíkur, um
að fram fari ítar-
leg athugun á
bestu staðsetn-
ingu nýrrar mið-
stöðvar almenn-
ingssamgangna
áður en ákvörðun
verður tekin um uppbyggingu henn-
ar, var felld með atkvæðum fulltrúa
meirihlutans á borgarráðsfundi í
fyrradag.
Kjartan Magnússon, borgarráðs-
maður sjálfstæðismanna, sagði að
þeir hefðu viljað fá faglegan sam-
anburð á Kringlunni, Mjóddinni og
Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) sem
miðstöð almenningssamgangna.
Meirihluti borgarráðs virtist ætla að
velja BSÍ á mjög veikum forsendum
og án þess að faglegt mat lægi fyrir
á þessum kostum.
„Þetta virðist þjóna þeim tilgangi
að réttlæta vanhugsuð kaup á BSÍ-
húsinu fyrir 445 milljónir króna og
koma miðstöð Strætó þar fyrir án
þess að sýnt hafi verið fram á að þar
sé besta staðsetningin fyrir eflingu
almenningssamgangna og heildar-
hagsmuni íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu,“ sagði Kjartan. gudni@mbl.is
Kjartan
Magnússon
Miðstöð almenn-
ingssamgangna
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Ferðamönnum frá Bretlandi, Ítalíu
og Sviss hefur fjölgað um rúmlega
50% á milli ára, samkvæmt taln-
ingum Ferðamálastofu. „Helsta
ástæða þess er að flugframboðið til
Bretlands er alltaf að aukast. Einnig
hefur verið átak á Íslandi allt árið
þar sem reynt er að fjölga ferða-
mönnum sem koma utan háanna-
tíma, en gríðarleg sókn hefur verið í
þann markað,“ segir Oddný Þóra
Óladóttir hjá Ferðamálastofu.
Metnaðarfull markaðssetning
Líney Arnórsdóttir hjá Íslands-
stofu tekur undir það að auglýsingar
erlendis skipti miklu máli. „Ástæðan
fyrir þessum mikla ferðamanna-
straumi er góð markaðssetning og
gengi íslensku krónunnar spilar þar
inn í. Þá hefur Inspired By Iceland-
auglýsingaherferðin heppnast mjög
vel, en hún er keyrð frá september
til maí og miðar að því að fjölga
ferðamönnum utan háannatíma, þó
að hún nái til sumarsins líka,“ segir
Líney, en Íslandsstofa hefur yfir-
umsjón með herferðinni.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, tekur í sama
streng: „Skýringin er öðru fremur
aukið framboð flugs til og frá land-
inu og það markaðs- og sölustarf
sem fylgir auknu flugi.“ Hann bætir
við að ef horft sé til Ítalíu og Sviss
verði að taka það fram að um er að
ræða fremur fáa einstaklinga í sam-
anburði við marga aðra staði og þá
geti orðið sveiflur á milli mánaða
sem kunna að stafa frá hópferðum,
ráðstefnum eða öðru slíku. Hann
segir að ekki hafi verið auglýst sér-
staklega í þessum löndum umfram
önnur.
Þrjár þjóðir þjóta upp
Um 50% fjölgun ferðamanna frá Bretlandi, Ítalíu og Sviss frá áramótum
Aukið framboð flugs og vel heppnuð markaðssetning og auglýsingaherferð
Um 51.000 til viðbótar
» Markaðssetning skiptir miklu
máli en ekki var þó sérstaklega
auglýst í þessum löndum um-
fram önnur.
» Frá áramótum hafa 221.550
erlendir ferðamenn farið frá
landinu sem er um 30%, eða um
51 þúsund, fleiri en á sama tíma-
bili í fyrra. Þetta er mun meiri
fjölgun en gert var ráð fyrir.
Bretum, Ítölum og Sviss-
lendingum fjölgar um 50%
Janúar - maí eftir þjóðernum
Bandaríkin
Bretland
Danmörk
Finnland
Frakkland
Holland
Ítalía
Japan
Kanada
Kína
Noregur
Pólland
Rússland
Spánn
Sviss
Svíþjóð
Þýskaland
Annað
Samtals
24.225 32.227 33,0
39.374 59.712 51,7
11.771 12.018 2,1
3.853 4.387 13,9
8.997 10.392 15,5
6.299 6.530 3,7
1.561 2.349 50,5
3.809 4.934 29,5
4.140 5.684 37,3
2.596 3.700 42,5
15.495 17.951 15,9
3.625 3.489 -3,8
1.259 1.671 32,7
2.314 2.653 14,7
1.336 2.017 51,0
10.315 11.031 6,9
10.982 15.445 40,6
18.609 25.360 36,3
170.560 221.550 29,9
2012 2013 (%)
Heimild: Ferðamálastofa
„Við lögðum upp frá Grund, fisflugvellinum okk-
ar við Úlfarsfellið, rétt ofan við Bauhaus,“ sagði
Hafberg Þórisson fisflugmaður, þá kominn til
Húsavíkur. „Við vorum níu á fimm fisflugvélum
og einum opnum mótorsvifdreka. Þetta var frá-
bært. Við lentum í Hrauneyjum og tókum þar
bensín. Síðan var haldið rakleitt yfir hálendið og
komið niður í Fnjóskadal. Við flugum síðan
áfram hingað til Húsavíkur og erum lent hér.“
Ætlunin var að gista þar tvær nætur og fljúga
um nágrennið í dag. Vindar og veður ráða því
hvaða leið verður flogið heim.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á fisléttum vængjum yfir hálendið
Fisfélag Reykjavíkur efndi til hópflugs til Húsavíkur á fimm fisvélum og mótorsvifdreka