Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 Nýr 4ra rétta seð ill og A la Carte í Perlunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is • ww w.perlan.is Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Lækjargötu og Vesturgötu Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Matís og Landsbankinn hafa kom- ið á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggjast á ís- lensku hráefni eða hugviti. „Hjá Matís er gjarnan talað um að koma vitinu í verð. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa sprotafyrirtækjum að kom- ast á legg,“ segir Sveinn Margeirs- son, forstjóri Matís, í samtali við Morgunblaðið. Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað“ og vísar til umræðu um nýjungar í atvinnu- lífi sem oft lýkur á þann hátt að „gera eigi eitthvað annað“, án þess að það sé skilgreint eitthvað frek- ar. Útflutningsvörur „Við höfum mikinn áhuga á að koma að vörum sem eiga mögu- leika á erlendum mörkuðum og skapa gjaldeyristekjur. Það getur skipt sköpum þar sem heimamark- aðurinn okkar er lítill,“ segir Sveinn. Vörurnar gætu t.d. verið unnar úr örverum, landbúnaðar- vörum, berjum eða hverju sem fólki dettur í hug. Vinningshugmyndin fær eina milljón króna frá Landsbankanum auk þess sem meta má ráðgjöf og aðstöðu sem Matís og bankinn veita á ríflega tvær milljónir. Það er nefnilega að ýmsu að hyggja fyrir frumkvöðla á þessu sviði, svo sem þekkingu á matvælum, gæða- málum, hvernig framleiða á vörur og fleira, og eðlilega hafa ekki allir frumkvöðlar þekkingu á öllu þessu. Tíu hugmyndir Aðstandendur allt að níu ann- arra hugmynda munu fá tækifæri til að fræðast nánar um þróunar- og framleiðsluferla í matvæla- og líftækniiðnaði sem og áætlanagerð og tilhögun kynninga fyrir fjár- festa. Opið er fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til mánudagsins 2. september nk. Hve lengi verk- efnin njóta aðstoðar aðstandenda keppninnar fer eftir eðli þeirra, en stefnt er að því þau verði komin vel á veg um áramót. Sveinn segir að keppnin sé fyrir alla með góðar hugmyndir. Ekki sé krafist djúprar þekkingar á matvælum til þess að taka þátt enda muni Matís aðstoða við að þróa hugmyndina og skapa góða vöru. Dæmi um þetta er að Matís hefur unnið að ýmsum verkefnum með Listaháskólanum. Þrátt fyrir að nemendur skólans hafi ekki menntun í matvælafræði eða líf- tækni hafa sprottið ýmsar góðar hugmyndir, til dæmis í tengslum við menningu og listir með skír- skotun í matvæli. „Verkefnin geta þess vegna verið margs konar, til dæmis áhugaverð hugmynd að nýrri sultu,“ segir hann. Markmið Matís þríþætt Matís er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. „Okkar markmið er þríþætt: Aukin verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði, bætt matvælaöryggi og bætt lýðheilsa. Við höfum umboð til að vinna á þessum sviðum og erum í raun að rækja það hlutverk enn frekar með því að standa að þessari keppni ásamt Landsbankanum,“ segir Sveinn. Koma vitinu í verð  Nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði á vegum Matís og Landsbanka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Landbúnaðarvörur Hugmyndirnar að vörum gætu t.d. verið unnar úr landbúnaðarvörum, berjum, örverum eða hverju sem fólki dettur í hug. Hugmyndin þarf ekki að vera tímamótverk, t.d. áhugaverð hugmynd að sultu. Hugmyndakeppni » Matís og Landsbankinn hafa komið á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði. » Samkeppnin ber yfirskrift- ina „Þetta er eitthvað annað“ og vísar til umræðu um nýj- ungar í atvinnulífi sem oft lýk- ur á þann hátt að „gera eigi eitthvað annað“, án frekari skýringa. ● Rússneska olíufyrirtækið Rosneft sem er í ríkiseigu og kínverska ríkisol- íufyrirtækið CNPC hafa skrifað undir 270 milljarða Bandaríkjadala samning, sem jafngildir ríflega 33.000 millj- örðum íslenskra króna, um að Rosneft muni útvega Kínverjum tvöfalt meiri ol- íu næstu 25 árin en Rosneft hefur hing- að til selt til Kína. Samningurinn jafngildir því að Ros- nefnt muni frá árinu 2015 afhenda Kín- verjum sem svarar 300.000 tunnum á dag. Það var stjórnarformaður Rosneft, Igor Sechin, og forstjóri CNPC, Zhou Jiping, sem skrifuðu undir samninginn og var forseti Rússlands, Vladimír Pút- ín, viðstaddur undirritunina í gærmorg- un. Hann greindi m.a. frá því að Rússar fengju 70 milljarða dollara, ríflega 8.500 milljarða króna sem fyrirfram- greiðslu frá Kínverjum. Rússar og Kínverjar gera með sér risaolíusamning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: