Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 4.900 5.300 6.600 6.500 6.4006.600 8.500 7.950 12.000 7.950 7.300 Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 100 ÁRA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Óhætt er að segja að koma bresku rokk- hljómsveitarinnar Led Zeppelin á fyrstu listahátíðina sem haldin var í Reykjavík 1970 hafi vakið mikla athygli á sínum tíma. Miðar á tónleikana seldust upp á tveimur tímum, þrátt fyrir að þeir kostuðu heilar 450 krónur, og biðu menn í röð alla nóttina áður en miðasalan var opnuð til þess að vera vissir um að fá miða á herlegheitin. Stefán Halldórsson, blaðamaður Morgun- blaðsins, gerði komu hljómsveitarinnar góð skil og náði stuttu tali af Jimmy Page þegar sveitin kom til landsins 20. júní með þotu Flug- félags Íslands, Gullfaxa. Page sagði að hljóm- sveitin vildi ferðast sem víðast til að gefa sem flestum aðdáendum tækifæri til þess að heyra þá spila. Segir í frásögn Morgunblaðsins að erfiðlega hafi gengið fyrir hljómsveitina að komast í bílana sem áttu að flytja þá til Reykjavíkur, því hópar aðdáenda hafi setið um þá. Þegar þeir fóru loksins af stað fylgdu aðdá- endurnir þeim eftir á eigin bílum og varð úr myndarleg bílalest, leidd af lögreglumönnum á gulum lögreglubíl. „Sjapplin-hljómsveitin“ fékk að spila Verkfall Dagsbrúnar kom næstum því í veg fyrir tónleikana þar sem ekki hafði fengist undanþága frá verkfallsvörðum til þess að gera Laugardalshöllina tilbúna fyrir tón- leikana. Sagði í Morgunblaðinu að hópur „framtakssamra unglinga“ hefði ruðst inn í höllina og byrjað að rífa niður skilrúm sem voru fyrir í aðalsal hallarinnar. Lögreglumenn komu í veg fyrir að tiltekt unglinganna heppn- aðist, en aðdáendurnir fóru þá beina leið til Al- þingis og náðu tali af Guðmundi J. Guðmunds- syni, þá varaformanni Dagsbrúnar. Jakinn gaf þar loforð um að tónleikarnir gætu farið fram með orðunum: „Í fyrsta lagi gef ég ykkur 100 prósent loforð fyrir því að Sjapplin-hljóm- sveitin ykkar getur spilað í Laugardalshöll- inni.“ Gekk það og eftir. Tónleikarnir sjálfir gengu mjög vel og sagði í frétt Morgunblaðsins 23. júní 1970 að gífurleg fagnaðarlæti hefðu fylgt tónleikunum. Ung- lingarnir hefðu setið og hlustað, hrópað og klappað í takt við sönginn. Leit því allt út fyrir þegar blaðið fór í prentun að þetta yrðu „hinir líflegustu tónleikar“. Magnarakostur sveit- arinnar hafði vakið mikla athygli og höfðu ein- hverjir haft áhyggjur af því að hávaðinn yrði of mikill. Reyndust þær áhyggjur ekki á rökum reistar. Hins vegar skapaðist smávegis troðn- ingur við lok tónleikanna og þurfti að hífa nokkra unglingana upp á sviðið. Þeir voru rétt að byrja Andrea Jónsdóttir út- varpsmaður segir að tón- leikarnir hafi verið með bet- ur heppnuðum atriðum sem hafi verið á Listahátíð. Zeppelin hafi komið hingað stuttu áður en þeir náðu toppnum. „Þeir voru orðnir heitir en ekki eins heimsfrægir og þeir urðu svo,“ segir Andrea, en Led Zeppelin hafði árið áður gefið út tvær fyrstu plöturnar sínar, Led Zeppelin I og II, sem höfðu vakið nokkra at- hygli í tónlistarheiminum. Andrea bætir við að Listahátíðin hafi því náð þeim á hárréttum tíma. „Það var ótrúlega framsækið af þeim [stjórnendum Listahátíðar] að ná í Zeppelin,“ segir Andrea. Tónleikar Led Zeppelin voru fyrstu stóru tónleikarnir sem Andrea fór á. „Þó að maður hefði nú farið á Herman’s Hermits og Swing- ing Blue Jeans áður,“ segir Andrea og hlær við. Áhuginn á tónleikunum var svo mikill að hún fór til dæmis með rútu frá Selfossi ásamt fjölda annarra til þess að fara á þá. „Í þá daga komu ekki eins margar erlendar hljómsveitir til landsins og núna er, það liggur við að það sé of mikið framboð,“ segir Andrea. Andrea varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja við hlið þeirra Roberts Plants og Jimmys Page í flugvélinni sem þeir fóru með af landi brott. „Ég var búin að fá vinnu í London þetta sumar og ákvað að sjá fyrst Led Zeppelin og fara svo til útlanda. Ég pantaði flug eftir hljómleikana og þar voru bara Led Zeppelin í vélinni.“ Andrea man ekki hvort tilviljun réð því að hún fékk þetta draumasæti. „Þeir vildu hafa mig á milli sín og voru eitthvað að reyna, en ég hafði lítinn áhuga á því og spurði hvort við ættum ekki bara að skipta um sæti aftur!“ segir Andrea og hlær. Þeir Plant og Page ræddu mikið um Íslandsferðina og var ljóst af tali þeirra að ýmislegt hafði á daga þeirra drif- ið og að þeir voru hæstánægðir með hvernig tónleikarnir hefðu heppnast. „Þeir voru samt svo algjörlega lausir við að vera karlrembur,“ segir Andrea, „Þeir minntu mig mest á tvær vinkonur. Þeir voru líka báðir flughræddir og hræddastir voru þeir við flugtakið.“ Robert Plant kom aftur til Íslands með hljómsveit sinni, The Strange Sensation, árið 2005 og spil- aði þá í Höllinni. Andrea hitti hann þá í annað sinn á ævinni. „Hann mundi ekkert eftir mér!“ segir hún hlæjandi. Hins vegar var tekin mynd af þeim saman sem hangir nú uppi á skemmti- staðnum Dillon í miðbæ Reykjavíkur. Breytti textanum eftir ferðina Íslandsferðin hafði ákveðin áhrif á þróun Led Zeppelin og sést það kannski helst í text- anum við lagið Immigrant Song, sem varð fyrsta lagið á plötunni Led Zeppelin III. Andr- ea segir að Robert Plant, söngvari sveit- arinnar, hafi verið búinn að semja lagið áður en hann hafi breytt textanum eftir dvölina hér. Andrea segir að Led Zeppelin hafi haft mikil áhrif á þróun rokksins. „Þeir voru mjög fram- úrstefnulegir en á margan hátt voru þeir með mjög hefðbundna tónlist,“ segir Andrea og ber Zeppelin saman við Deep Purple, sem voru með meiri tilraunir. „Ætli þeir séu ekki bara Bítlar þungarokksins?“ Trylltu lýðinn í Laugardalshöllinni  43 ár liðin frá tónleikum Led Zeppelin á Listahátíð í Reykjavík  Miðarnir seldust upp á tveimur klukkutímum  Verkfall kom nærri því í veg fyrir tónleikana  Þeir voru „Bítlar þungarokksins“ Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Troðfull Laugardalshöll Ein af mestu rokkhljómsveitum sögunnar, Led Zeppelin, kom til Íslands 1970. Textinn við lagið Immigrant Song var innblásinn af dvöl þeirra hérlendis líkt og þekkt er. Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Slyngur með fiðlubogann Jimmy Page þótti frábær þegar hann lék listir sínar á gítarinn. Andrea Jónsdóttir „Fyrsti tónninn stökk út af sviðinu út í salinn á slaginu hálf ellefu. Síðasti tónninn kom sömu leið á slaginu hálf eitt. Á milli þessara tveggja tóna liðu tveir tímar, tveir æðisgengnir klukkutímar, út- troðnir af Led Zeppelin, hljóm- sveitinni, tónlistinni, átrúnaði æskunnar.“ Þannig hófst umsögn Morgunblaðsins 24. júní 1970 um tónleika Led Zeppelin á Listahátíð í Reykjavík. Stefán Halldórsson, gagnrýn- andi Morgunblaðsins, var mjög hrifinn af tónleikunum og sagði að þetta hefðu verið „stærstu og merkilegustu bítlatónleikar, sem haldnir hafa verið hér á landi, frá því að bítlahljómleikasögur hóf- ust“. Meðlimir hljómsveitarinnar fengu allir umfjöllun um sig. Ro- bert Plant, söngvari sveitarinnar, var æsandi og með skemmtilega sviðsframkomu, bassaleikarinn John Paul Jones rólegur og áhrifa- mikill, trommuleikarinn John Bon- ham var berhentur og tíu manna maki. Gítarleikarinn Jimmy Page fékk síðan einfalda einkunn: frá- bær. Á tónleikunum flutti Zeppelin sum af sínum þekktustu lögum af fyrstu tveimur plötum sveit- arinnar, þar á meðal „Heart- breaker“, „Whole Lotta Love“ og „Dazed and Confused“. Einnig voru spiluð lög sem síðar enduðu á Led Zeppelin III sem kom út í októ- ber 1970. Með umfjöllun blaðsins voru fimm svipmyndir frá tónleikunum settar saman í eina. Ein af þeim var meðfylgjandi mynd af tám Ro- berts Plants og voru lesendur Morgunblaðsins beðnir í mynda- texta um að veita þeim sérstaka athygli. Tveir æðisgengnir klukkutímar UMFJÖLLUN MORGUNBLAÐSINS Tærnar á Robert Plant vöktu sérstaka athygli ljósmyndara Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: