Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 Útivist Á Jónsmessunni eru margir á faraldsfæti, sumir á göngu, aðrir á hjóli, enn aðrir í bíltúr fyrir utan þá sem fara um siglandi eða fljúgandi. Síðan eru þeir sem hvíla lúin bein í skjóli trjáa. Styrmir Kári Það er engin nýlunda að umferð þurfi að taka tillit til nálægrar byggðar. Frá tímum Rómverja er þekkt að umferð hestvagna var bönnuð að næturlagi til þess að tryggja svefn- frið. Hér á landi hefur verið talsvert áhyggju- efni um langa hríð að sjónarhornið er ekki nægilega vítt þegar stofnbrautir um- ferðar eru skipulagðar. Það getur ekki talist skynsamlegt að skipu- leggja hraðbrautir með 110 km hönnunarhraða, með leyfilegum hraða 90 km/klst, þegar byggð stendur nærri. Umferðin verður að taka tillit til byggðarinnar og það verður að vega saman gæðastig byggðar og umferðar eigi að finna bestu lausn fyrir samfélagið. Fyrirliggjandi hugmyndir um nýj- ar hjáleiðir í þjóðvegakerfinu við Selfoss og Borgarnes eru í þessu ljósi áhyggjuefni. Vert er að benda á gagnmerka meistararitgerð Hrafn- hildar Brynjólfsdóttur frá HR í jan- úar 2012 í þessu sambandi. Hana má finna á netinu. Þegar haft er í huga að áætlaður framkvæmdakostnaður er nálega 5 milljarðar króna er sjálf- sagt að spyrja gagnrýnna spurn- inga. Það er athyglisvert í nið- urstöðum Hrafnhildar að einungis 15% umferðar muni fara eftir nýrri hjáleið við Selfoss. Umferðarvanda- mál á Austurvegi eru því eftir sem áður óleyst. Þegar takmarka á ónæði af um- ferð í nálægri byggð er jafnan besta og hagkvæmasta ráðið að draga úr umferðarhraða. Það er því mat greinarhöfunda að vert sé að skoða þann möguleika til hlítar að bæta núverandi leið þjóðvegar í gegnum Selfoss og Borgarnes bæði með tilliti til umferðaröryggis og umhverf- issjónarmiða, fremur en að leggja nýjar hraðbrautir við bæjardyrnar. Vegna fyrirhugaðra hjáleiða mætti spyrja eftirtalinna spurninga: 1) Er búið að kynna íbúum hávaða og skert lífsgæði við nýjar hjáleið- ir? 2) Er sannreynt að nýjar hjáleiðir leysi þau umferðarvandamál sem þær eiga að leysa? Eru aðrar leið- ir mögulega hagkvæmari og æski- legri fyrir byggðina? 3) Hversu hátt hlutfall umferðar mun fara eftir nýjum hjáleiðum samkvæmt umferðarspám? Eiga kannski flestir vegfarendur erindi í byggðina á leið sinni? 4) Er búið að kynna íbúum áhrif nýrra hjáleiða á umhverfi og úti- vistarsvæði? 5) Liggur fyrir arðsemismat fram- kvæmda? Er mögulega verið að fara illa með opinbert fé í fram- kvæmdir sem ekki skila nægilega góðum árangri? Í Reykjavík hafa borgaryfirvöld opinberlega viðurkennt að lagning nýrrar hraðbrautar (Hringbrautar) um Vatnsmýri hafi verið mistök. Það hefði þurft að huga að fleiri þáttum en gæðastigi umferðar. Lærum af þeim mistökum og vöndum okkur við að finna bestu lausnir fyrir heimamenn og þjóðina alla. Eftir Ólaf Hjálmarsson og Ragnar Frank Kristjánsson » Í greininni viðra höf- undar áhyggjur sín- ar af nýjum hjáleiðum við Selfoss og Borg- arnes og áhrifum þeirra á byggðina. Ólafur Hjálmarsson Ólafur er verkfræðingur og Ragnar Frank er lektor við LBHÍ. Hjáleiðir til góðs? Hjáleið við Selfoss í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Selfoss Ölfusá Grímsklettar Svarfhóll Laugardælir Loftmyndir ehf. Ný hjáleið við Borgarnes er á uppfyllingu úti í sjó skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ný hjáleið í uppbyggingu Núverandi leið Ragnar Frank Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: