Morgunblaðið - 22.06.2013, Side 10

Morgunblaðið - 22.06.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 ÞAR SEM BARN ER Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Kerrur Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þ etta er reykvísk pönk- sveit skipuð miklum fagmönnum úr íslensku tónlistarlífi. Flestir þeirra sem fylgst hafa með grasrótinni síðustu ár ættu að kannast við andlitin. Við stofnuðum bandið í fyrra og sömdum eiginlega bara lag á hverri æfingu. Við sömdum í raun eina plötu á hálfu ári og byrjuðum að taka hana upp síðasta sumar. Trommarinn okkar, Sigurður Möller Sívertsen, fór síð- an í kvikmyndanám í Prag í vetur. Við kláruðum því plötuna, sem ber nafnið Ali, þegar hann kom heim aftur,“ segir Gunnar en hann og Sigðurður voru einmitt áður saman í sveitinni Jakobínurínu. Auk þeirra eru það Albert Finnbogason og Tumi Árnason úr The Heavy Ex- perience, Bergur Thomas And- erson og Rúnar Örn Marinósson úr Oyama og síðast en ekki síst Bald- ur Baldursson. Textasmíðin í forgrunni Gunnar segir ákveðna hug- myndafræði hafa legið á bakvið efnið á Ali og að þeir Baldur Bald- ursson, hinn söngvari sveitarinnar sem að sögn Gunnars er einnig færasti flatbökubakari landsins, hafi búið yfir miklum textabanka áður en byrjað var að semja tón- listina. Gaman er að segja frá því að sveitin gerði tilraun til þess að fá styrk frá fyrirtækinu Ali fyrir plötu sinni en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Tónlistin er mjög frjáls, við hittumst bara og semjum í kring- um textana. Þeir eru í forgrunni þó svo við leggjum talsvert upp úr tónlistinni líka. Þetta eru íslenskir textar sem eru svolítið hreinskilnir og fjalla um hluti sem aðrir eru kannski ekki að fjalla um,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann þá yrkja um hvernig það sé að vera ungur auk þess sem þeir gefi myrkum breyskleikum þeirra sjálfra ákveðinn gaum. „Svo yrkjum við líka um sam- skipti kynjanna, hversu marg- slungin sem þau eru. Þetta er samt allt vísun í lag Megasar, Grísa- lappalísa, sem er á Drögum að sjálfsmorði. Lísa vinkona okkar tengdist þessu reyndar líka, þetta er svo margþætt. Megas var hins- vegar að semja um allt aðra dömu, hún átti að hafa verið mesta fríkið á Fróni. Við stefnum að því að verða næstu fríkin á Fróni,“ segir Gunnar sposkur á svip. Grísalappalísa kveður um fagurt land ísa Ofursveitin Grísalappalísa mun í júlí gefa út sína fyrstu plötu en meðlimir sveit- arinnar hafa meðal annars getið sér gott orð með sveitum á borð við Jakobínu- rínu, The Heavy Experience og Oyama. Blaðamaður settist niður með Gunnari Ragnarssyni, einum af forsprökkum hljómsveitarinnar, og ræddi plöt- una, hótelvæðingu miðbæjarins og pólitískar textasmíðar. „Síðan koma einhver rík fífl með engan smekk og kaupa húsnæðið af því að staðurinn þykir kúl og þá þurfa lista- mennirnir að flytja sig um set og hverfið deyr aftur.“ Grísalappalísa Lag sveitarinnar, Lóan er komin, hefur fengið talsverða spilun í útvarpi allra landsmanna. Lagið má væntanlega finna á næstu plötu. Ljósmynd/magnusandersen.co Nú þegar veðurblíðan er loksins kom- in sunnanlands er um að gera að fara á stjá og gera eitthvað skemmtilegt í sveitinni. Á vefsíðunni Uthlid.is er hægt að sjá hvað er um að vera þar um helgar. Í dag, laugardag, er ým- islegt í boði, kl 11. verður opinn zumbatími í Réttinni fyrir alla sem hafa áhuga. Í kvöld kl. 20.30 verður kveikt í litlum varðeldi fyrir neðan brekkuna og Árni Johnsen mætir með gítarinn ásamt Birni bónda og öðrum söngvurum í skóginum. Síðan verður sannkallað sveitaball sem hefst kl. 23, en þá mætir Ingó Veður- guð á svið í Réttinni og spilar og syngur fyrir dansandi gesti. Sæta- ferðir frá Laugarvatni og Brekku- skógi. Tjaldstæðin opin, sundlaugin líka og golfvöllurinn (bóka rástíma á golf.is). Hestaleigan opin alla helgina, en panta þarf reiðtúr daginn áður. Góða skemmtun í sveitinni! Vefsíðan www.uthlid.is Morgunblaðið/Kristinn Brekkusöngur og sveitaball Veðurguð Ingó hefur löngum verið lipur með gítarinn og ætlar að spila í kvöld. Fjölskylduhátíðin Skógardagurinn mikli hófst í gær í Mörkinni í Hall- ormsstaðarskógi og þukluðu þá bændur hrúta og grilluðu lambakjöt. Í dag heldur gleðin áfram og margt verður til gamans gert, haldið verður Íslandsmót í skógarhöggi, grillveisla þar sem heilgrillað verður héraðsnaut sem og pylsur, skátar verða með skógarþrautir, ketilkaffi og lummukaffi verða á boðstólum og tónlistar- og skemmtidagskrá á sviði. Fyrri hluta dags fer Skóg- arhlaupið fram, en þá getur fólk val- ið um að hlaupa lengra hlaupið sem er 14 km, eða 4 km sem er skemmti- skokk, hlaupið verður á mjúkum stígum í frábæru umhverfi skógar- ins. Nú er lag að hendast með alla fjölskylduna í lundinn græna og njóta fegurðarinnar í Hallormsstað. Endilega… …farið á Skóg- ardaginn mikla Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Heilmikil átök fylgja vænt- anlega keppni í skógarhöggi. Nú er lag að njóta jóga undir berum himni fyrir opnu Atlantshafi í Reyn- isfjöru í Mýrdal, þegar sólargang- urinn er lengstur. Í dag og á morgun leiðir Signý Einarsdótir jóga í fjörunni að morgni kl. 8 og að kvöldi kl. 18.15 Ef eftirspurn er eftir öðrum tímum þá er hægt að hafa samband í s.: 894 0383 eða: sena04500@gmail.com Stefnumót við himin og jörð Jóga í Reynis- fjöru um helgina Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.