Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er algjör ördeyða í mófugli
vegna refsins. Ég hef aldrei kynnst
öðru eins og er nú búinn að vera með
varp þarna síðan 1940,“ segir Gunnar
Þórðarson, fyrrverandi bifreiðaeft-
irlitsmaður og lögregluþjónn á Sauð-
árkróki, sem er á 96. aldursári. Tófur
hafa gert honum lífið leitt í æðarvarpi
og landskika sem hann er með við
Lón í Viðvíkursveit, skammt frá
brúnni yfir austari Héraðsvötnin.
Gunnar fer nánast daglega að
huga að varplandinu og hefur einnig
veitt mikið í vötnunum. Lætur hann
aldurinn ekkert aftra sér og segist
ætla að halda áfram sínu áhugamáli
eins lengi og heilsan leyfir.
Tófur hafa einnig gert sig heima-
komnar í sumarbústaðalandi Gunn-
ars við Lón og hann segir marga
landeigendur og bændur í Skagafirði
hafa sömu sögu að segja. Þannig sjá-
ist varla önd eða aðrir fuglar út með
Höfðaströnd og þar megi kenna tóf-
unni um.
Ekki einu sinni séð lóuna
„Það er orðið þannig á Lóni að
maður sér ekki lengur mófugl eða
nokkurt lifandi dýr. Ég hef ekki einu
sinni séð lóuna. Fuglinn sést ekki
lengur við brúna eða hólmann eða
syndir í vötnunum. Við erum með
skógrækt þarna líka þar sem tófa
hefur grenjað sig alveg niður undir
sjó. Tófan er orðin algjör plága og er
að eyðileggja lífríki landsins. Þarna
er verið að mismuna náttúrunni og
stjórnvöld verða að grípa inn í til að
draga úr ójafnvæginu. Ég er alls ekki
að segja að útrýma eigi refnum, hann
er bráðnauðsynlegur í lífríkinu, en
það þarf bara að halda honum í skefj-
um,“ segir Gunnar og vill að gripið
verði til stórtækra aðgerða við að
fækka refum í landinu.
Gunnar segir sjálft æðarvarpið
hafa tekist sæmilega en það er úti í
hólma sem refurinn kemst ekki í.
Hins vegar geti æðarfuglinn hvergi
tyllt sér niður í næsta nágrenni. Til
marks um ágang tófunnar nefnir
Gunnar að í nágrenninu hafi tekist að
vinna tvö greni en fljótlega hafi aftur
verið komin tófa í annað grenið. Mun
betur hefur gengið í baráttunni við
minkinn á svæðinu, þökk sé minka-
gildrum sem Gunnar hefur notað.
Spígsporar við mannabústaði
Fleiri viðmælendur blaðsins í
Skagafirði hafa svipaða sögu að segja
af tófunni og Gunnar. Á Höfða-
ströndinni spígspora tófur innan um
mannabústaði og þar sjást hvorki
spóar né kríur lengur niðri við sjó.
„Það er búið að hreinsa hér öll hreið-
ur. Tófan eyðir öllu fuglalífi, það
verður að fara að gera eitthvað í
þessu,“ sagði einn sumarbústað-
areigandi. Hann sagðist vita til þess
að tófur hefðu ekki látið sjá sig í
þekktum grenjum til fjalla og greini-
lega leitað neðar í byggðinni en áður.
„Menn þurfa að passa sig að keyra
ekki á þær, þegar þær skjótast yfir
vegina.“
Stjórnvöld grípi inn í
Steinþór Tryggvason, bóndi í Kýr-
holti í Viðvíkursveit í Skagafirði, er
refaskytta sveitarinnar. Hann hefur
yfir 40 ára reynslu af því að liggja á
greni og segir lifnaðarhætti og lífs-
mynstur tófunnar hafa stórbreyst á
seinni árum. Nú sé hún komin niður í
byggð og heim að bæjum og sum-
arhúsum. Hann segir miðhálendið og
Hornstrandir vera friðuð og þessi
svæði séu einfaldlega útungunar-
stöðvar fyrir refinn.
Steinþór telur brýnt að stjórnvöld
grípi inn í og leggi meira fjármagn til
refaveiða, þannig að hægt sé að vinna
fleiri greni. Einnig þurfi að viðhalda
þekkingu á veiðunum og æfa upp
yngri menn. Að öðrum kosti sé þetta
tapað stríð. „Þetta er orðin hrein
áhugamennska. Að vísu hefur sveit-
arfélagið hér í Skagafirði borgað vel
fyrir þetta, miðað við önnur svæði
sem maður heyrir af,“ segir Steinþór.
Meiri friður fyrir tófuna
Hann tekur undir með Gunnari
Þórðarsyni að ná þurfi betra jafn-
vægi í lífríkinu og halda refnum í
skefjum. Tófan sé hins vegar ekki ein
um það að éta egg í hreiðrum fugla
heldur hafi fleiri dýr sótt í þau, eins
og rollur, hrafnar og hross.
„Ég tók greni á Lóni um daginn,
rétt við brúna, og annað við Kolkuós.
Það þekktist ekki hér áður að greni
væru hér í lágsveitinni. Þetta er
hreinsað á hverju ári en það koma
bara ný dýr á svæðið. Að hluta til er
þetta tengt breyttum lifnaðarháttum,
hún er ekki eins hrædd við manninn
og áður. Það getur helgast af því að
nú eru engar vorgöngur með fé. Áður
fundust oft greni í þessum göngum.
Nú fer enginn um landið nema bara á
haustin, þannig að það er meiri friður
fyrir tófuna og auk þess finnast gren-
in ekki svo auðveldlega. Hér í Viðvík-
ursveitinni geta grenin verið alls
staðar. En þó að tófan sé ekki eins
hrædd við mannskepnuna og áður er
ekki þar með sagt að auðveldara sé
að ná henni þegar komið er á grenið.“
Veiddi 21 tófu í einu greni
Steinþór segir miklu meira af tófu
en þegar hann byrjaði í veiðunum
upp úr 1970. Þetta sé orðið allt öðru-
vísi mynstur. „Það hefði þótt sæta
tíðindum hér áður fyrr að ég skaut
tófu heima við hús hérna á síðasta
ári. Í vor kom tófa hingað heim að
bænum. Grenið sem ég vann við Lón
um daginn var um 150 metra frá
sumarbústaðnum hans Gunnars
Þórðarsonar og alveg niður undir
sjó,“ segir Steinþór og bætir við að
vitað sé um nokkur greni í Hegra-
nesi, sem hafi ekki þekkst hér áður
fyrr.
Til marks um fjölgun tófunnar
nefnir hann að í fyrra vann hann 21
tófu úr einu greni við Kolkuós. Fyrst
voru það 14 en viku seinna var komin
ný fjölskylda í grenið og Steinþór
veiddi þá við annan mann sjö til við-
bótar.
„Þetta er lygileg saga en segir
samt til um þéttleika stofnsins. Um
leið og grenið losnaði var önnur kom-
in inn. Ég varð alveg forviða þegar ég
sá þetta.“
„Tófan að eyðileggja lífríkið“
Gunnar Þórðarson, 95 ára, hefur verið með æðarvarp frá 1940 Fuglar sjást ekki vegna tófunnar
Hefur aldrei kynnst annarri eins ládeyðu í fuglalífinu Refaskytta tekur undir áhyggjur Gunnars
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Æðarbóndi Gunnar Þórðarson sýnir gæsahreiður sem refurinn komst í, skammt frá æðarvarpi Gunnars.
Ljósmynd/Tómas Árdal
Refaskytta Steinþór Tryggvason í Kýrholti með hluta af þeim ríflega 20
tófum sem hann vann í greni við Kolkuós með skömmu millibili.
Refaveiðar hafa verið stundaðar hér
á landi frá aldaöðli, fyrst vegna
skinna en lengst af til að takmarka
tjón, sérstaklega í sauðfjárrækt,
æðarrækt og á fuglalífi þar sem ref-
urinn getur verið mikill skaðvaldur.
Veiðarnar eru skipulagðar og
fjármagnaðar í samstarfi ríkis og
sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jó-
hannsson, umverfis- og auðlind-
aráðherra, segir eðlilegt að skipu-
lag veiðanna miði að því að halda
refastofninum innan viðunandi
marka, til að takmarka tjón af hans
völdum. Einnig sé mikilvægt að líta
til svæðisbundinna áhrifa og leitast
við að skipuleggja veiðarnar út frá
svæðisbundnum hagsmunum og
áherslum.
„Það er mikilvægt að báðir að-
ilar; ríki og
sveitarfélög,
séu samstiga í
þessu verkefni
þannig að veið-
arnar séu mark-
vissar og fjár-
munir nýtist
sem best. Í um-
hverfis- og auð-
lindaráðuneyt-
inu er nú starfandi starfshópur til
að fara yfir skipulag veiðanna með
sérstaka áherslu á verkaskiptingu
milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir
Sigurður Ingi en starfshópurinn á
að skila sínum tillögum 1. október
nk. Fulltrúar í starfshópnum koma
úr þremur ráðuneytum og tveir frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lágmarka þarf tjónið
STARFSHÓPUR Á AÐ SKILA TILLÖGUM FYRIR 1. OKTÓBER
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Eldhúsborð
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi www.facebook.com/solohusgogn
Máni
Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum
stálkanti og harðplastlagðri plötu.
Stærð og litur að eigin vali.
Verð frá kr. 85.000
E-60
Eldhússtóll