Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 43
Ferðalög, leikfimi, golf og brids „Við hjónin höfum gaman af ferða- lögum og höfum farið víða. Veiði var áhugamál á yngri árum, en svo tók golfið við og eigum við góða golf- félaga.“ Kristján hefur stundað leikfimi hjá Gauta Grétarssyni í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur: „Ég reyndi að koma mér undan leikfiminni með vafasöm- um vottorðum þegar ég var í Versl- unarskólanum, en hef mætt sam- viskusamlega hjá Gauta sl. 22 ár og sé ekki eftir því. Frá námsárum mín- um á ég ágæta spilafélaga og góða vini og höfum við spilað brids viku- lega yfir vetrartímann. Þetta eru þau áhugamál sem ég er alsæll með.“ Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Kristín Möller, f. 4.1. 1940, fyrrv. ritari og húsfreyja. Hún er dóttir William Thomas Möller, f. 6.4. 1885, d. 17.4. 1961, póst- og símstjóra í Stykk- ishólmi og Margrétar Jónsdóttur Möller, f. 24.10. 1905, d. 28.1. 2003, húsfreyju. Börn Kristjáns og Kristínar eru Margrét Vala, f. 15.4. 1962, lögfræð- ingur og dósent við HR, en maður hennar er Sæmundur Sæmundsson, tölvufræðingur og framkvæmdastjóri hjá Sjóvá, og eru synir þeirra Krist- ján Pétur, f. 1988, Arnar Geir, f. 1991, og Þröstur, f. 1998; Tómas, f. 15.11. 1965, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Siglu, kona hans er Þóra Hrólfsdóttir, viðskiptafræð- ingur og kennari við VÍ, og eru synir þeirra Hrólfur Andri, f. 1988, Ragnar Atli, f. 1992, og Kristján Ari, f. 1998; Hildur Ragna, f. 2.3. 1970, viðskipta- fræðingur og framkvæmdastjóri Heilsuborgar, maður hennar er Alex- ander K. Guðmundsson, viðskipta- fræðingur og ráðgjafi, og eru börn þeirra Sandra Kristín, f. 1997, Óttar, f. 1999, og Kristín Helga, f. 2004. Bræður Kristjáns: Jóhann Ragn- arsson, f. 21.2. 1934, d. 23.9. 1973, hrl.; Árni Ragnarsson, f. 16.5. 1935, d. 17.12. 2002, kaupmaður; Kristinn Ragnarsson, f. 22.11. 1941, húsa- smíða- og húsgagnasmíðameistari. Foreldrar Kristjáns voru Ragnar Guðlaugur Rósinkrans Jakobsson, f. á Ísafirði 18.3. 1904, d. 1.4. 1992, út- gerðarmaður á Flateyri og síðar for- stjóri í Reykjavík, og k.h., Margrét Jónsdóttir, f. á Eyri í Seyðisfirði 21.9. 1906, d. 26.6. 1987, kennari og hús- freyja. Kristján verður í Vestmannaeyjum með fjölskyldu sinni á afmælisdaginn. Úr frændgarði Kristjáns Ragnarssonar Kristján Ragnarsson Guðrún Kolbeinsdóttir húsfr. á Nesi Jón Jakobsson bátasmiður á Eyri í Seyðisfirði við Djúp Kristjana Hinriks Kristjánsdóttir húsfr. á Eyri Margrét Jónsdóttir kennari á Flateyri og í Rvík Sigríður Hannesdóttir húsfr. á Kollsá Kristján Jónsson b. á Kollsá í Grunnavíkurhr. Guðlaug Pálsdóttir húsfr. í Tröð Rósinkrans Kjartansson b. í Tröð í Önundarfirði Kristín Rósinkransdóttir húsfr. á Flateyri Jakob Guðmundsson trésmiður á Flateyri Ragnar Jakobsson útgerðarm. á Flateyri og síðar forstj. í Rvík Guðmundur Rósinkarsson hreppstj. í Æðey Júlíus Rósinkransson kaupfélagsstj. Kaupf. Önfirðinga Rósinkrans Rósinkransson b. á Tröð Guðlaugur Rósinkrans þjóðleikhússtj. Sveinn Rósinkransson skipstjóri í Hvilft í Önundarfirði Guðlaug Jakobína Sveinsdóttir húsfr. í Hvilft Hjálmar Finnsson forstj. Áburðarverksm. ríkisins Gunnlaugur Finnsson kennari og alþm. Rósinkar Guðmundss. b. í Æðey Guðrún Rósinkarsd. húsfr. Áslaug Brynjólfsd fyrrv. fræðslustj. Ragnheiður Guðmundsd. doktor í eðlisfr. Birgir Guðmundss. dósent við HA Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Æðey, af Arnardalsætt Bjarni Jakobsson hreppstj. í Nesi í Grunnavík Rebekka Bjarnadóttir saumak. í Nesi Sigríður Guðrún Þorsteinsdóttir húsfr. í Rvík Haraldur Henrýsson forseti SVFÍ Jakob Tómasson b. í Nesi í Grunnavík Tómas Tómasson, útvegsb. á Hjöllum í Skötufirði Bárður G. Tómasson skipaverkfr.á Ísafirði Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastj. Kristján Jónsson skólastj. og hreppstj. í Súðavík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 Ólafur Ísleifsson hefur varið dokt- orsritgerð sína um íslenska lífeyr- iskerfið, The Icelandic Pension System, við hagfræðideild Háskóla Íslands. And- mælendur voru dr. Casper van Ewijk, prófessor við háskólann í Amsterdam, og dr. Edward Palmer, prófessor við Uppsalaháskóla. Í doktorsritgerð Ólafs er fjallað um upphaf og þróun lífeyriskerfisins, grafist er fyrir um sviptingar í fjárhag sjóðanna og rætur þeirra greindar. Áhersla er lögð á margvíslega áhættu vegna efnahags- legra, fjárhagslegra og lýðfræðilegra þátta sem steðjar að lífeyrissjóðunum á komandi tímum. Sett er fram reiknilíkan sem gerir kleift að meta töluleg áhrif breytinga á þessum þáttum. Leiðbein- andi var dr. Þorvaldur Gylfason, prófess- or við Háskóla Íslands, og sátu ásamt honum í doktorsnefnd dr. Lans Boven- berg, prófessor við háskólann í Tilburg í Hollandi, og dr. Sverrir Ólafsson, pró- fessor við Háskólann í Reykjavík.  Ólafur Ísleifsson er fæddur 10. febrúar 1955 í Reykjavík, sonur Ísleifs A. Pálssonar framkvæmdastjóra og Ágústu Jóhannsdóttur húsmóður. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1975, BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í hagfræði frá London School of Economics and Political Science 1980. Ólafur er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og hefur kennt við skólann frá 2003. Áður var hann framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, sat í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og var sérfræðingur hjá Þjóðhags- stofnun. Ólafur var efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og hef- ur setið í samkeppnisráði og bankaráði Íslandsbanka, var formaður stjórnar eignarhaldsfélags Íslandsbanka og formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nor- dals. Sonur Ólafs er Páll Ágúst Ólafsson, lögfræðingur og guðfræðingur. Doktor Doktor í hagfræði Laugardagur 95 ára Hulda Dagmar Gísladóttir 90 ára Ásta Eiríksdóttir Magnús Finnur Hafberg Róar Jónsson Theódór Guðjón Jóhannesson 80 ára Halldór Friðbjarnarson Hrólfur Guðmundsson Kristín Mikkalína Ásgeirsdóttir Pétur Andrés Baldursson Una Jónmundsdóttir 75 ára Guðjón Kristinn Kristinsson Jóhannes Ellertsson Páll B. Helgason Þórunn Brynjólfsdóttir 70 ára Bettý Kristín Fearon Bryndís Guðmundsdóttir Einar B. Sigurgeirsson Erna Sigurðardóttir Gíslína M. Sigurgísladóttir Helga Soffía Bjarnadóttir Júlíus K. Valdimarsson Kristín Jónasdóttir María Ragnarsdóttir Ólafur Erlendsson Sigríður Páls Sigrún Kamilla Júlíusdóttir Ævar Már Axelsson 60 ára Aðalheiður Arnljótsdóttir Bára Halldórsdóttir Brandur Einarsson Guðmundur Bjarnason Guðmundur Guðmundsson Hafsteinn Hasler Helgi Sæmundur Helgason Hreinn Vagnsson Kristín Einarsdóttir Ólöf Magnúsdóttir Rúnar Guðjón Einarsson Sigurður Valgeirsson 50 ára Axel Þór Rudolfsson Colm Martin McGinley Eðvarð Eyberg Loftsson Grétar Jónsson Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir Halldóra Ingadóttir Hugrún Davíðsdóttir Rakel Jónsdóttir Sigurður Sverrisson Stefán Stefánsson Þröstur R. Kristinsson 40 ára Aðalheiður Jónsdóttir Agnieszka Rzepnicka Bjarki Már Jónsson Brynjar Viggósson Erla Ingibjörg Hauksdóttir Eva Björg Jónasdóttir Eydís Ásbjörnsdóttir Hallgrímur Skúli Hafsteinsson Hrafnhildur Bára Erlingsdóttir Hrafn Þórðarson Jóhann Geir Sveinsson Jóhann Kristján Konráðsson Kjartan Einarsson Kristrún Klara Andrésdóttir Marta Jolanta Kubis Olga Filatova Renaldas Zakarauskas Sabine Pucena Vilhjálmur Vilhjálmsson 30 ára Alfred John Bunting Andri Rúnar Karlsson Anna Kristín Svansdóttir Arnljótur Ástvaldsson Árni Þór Lárusson Bergþóra Magnea Haraldsdóttir Birna Rós Óskarsdóttir Eydís Arna Karlsdóttir Guðlaugur Lárus Finnbogason Guðmundur Orri Arnarson Halldór Vilhjálmsson Jean Pascal Niyigena Jónína Guðrún Reynisdóttir Kristján Helgi Jónsson María Rut Birgisdóttir Sigurfinna Pálmarsdóttir Vignir Þór Ólafsson Sunnudagur 90 ára Ásvaldur Bjarnason Hólmfríður Magdalena B. Carlsson Ingibjörg R. Magnúsdóttir 80 ára Steinunn Eysteinsdóttir Sveinn Ormsson 75 ára Erna Fannberg Fannbergsdóttir Garðar Þórðarson Gísli Baldvin Björnsson Gísli Grétar Magnússon Gísli Sumarliðason Guðný Einarsdóttir Kristín Ástríður Pálsdóttir Kristín Lilja Nóadóttir Stefán Briem Sæmundur Árnason 70 ára Böðvína María Böðvarsdóttir Jón Kristinsson Snorri Þorláksson 60 ára Brynhildur Pálsdóttir Finnbogi Jón Þorsteinsson Gísli Sveinbjörnsson Hrafnhildur Borgþórsdóttir Jón Stefánsson Páll Baldursson Sigurbjörg Baldursdóttir 50 ára Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Friðleifur Kristjánsson Guðbjörg Þórisdóttir Gunnar Eyjólfsson Jóhannes Óskarsson Lidija Blazeviciene Nanna Stefánsdóttir Zhanna Þorgrímsdóttir Þóra Björk Schram 40 ára Díana Mikaelsdóttir Eggert R. Steinsen Fathi Mejri Geir Már Vilhjálmsson Ragnar Már Vilhjálmsson Þorgeir Jónsson 30 ára Álfheiður B. Sæberg Heimisdóttir Davíð Freyr Bergsveinsson Díana Hrund Jónsdóttir Erla Dóra Vogler Friðgeir Steinsson Hjörtur Vífill Jörundsson Huldís Mjöll Sveinsdóttir Jón Óskar Guðlaugsson Kolbrún Eva Sigurðardóttir Kristinn Eiríkur Þórarinsson Leon Már Hafsteinsson Oddur Roth Ólafur Aron Sveinsson Ramiz Adilovic Santa Svara Sveinn Gumi Guðmundsson Til hamingju með daginn Legugreining Frí legugreining Heilsurúm rafmagnsrúm Stillanleg Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA LEGUGREININGU Betri svefn - betri heilsa Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.