Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Fer til var hoggið af miklu afli,“ segir í 11. kafla Gunn-laugs sögu ormstungu. Gamla orðabókin gefur einungisupp „höggvið“ sem lh.þt. af so. höggva. En vefur Árna-stofnunar (lexis.is) sýnir bæði höggvið og hoggið. Börn
eru leiðrétt: „Þú átt að segja höggvið en ekki hoggið.“ Slíkar
„leiðréttingar“ eru óþarfar.
Aftur á móti mætti kennari biðja nemendur um að forðast boð-
háttinn keyptu í stað kauptu – með þeirri röksemd að „keyp þú“
hljómi illa.
Kennari þarf að luma á einhverju óvæntu áður en bjallan
hringir til að slá á óróann undir lok kennslustundar. Og ef hann
getur gert það með því að festa jafnframt í sessi málfræðiþekk-
ingu nemenda, þá má
hann vel við una. Hann
skrifar á töfluna (með
glotti): „Skólastjórinn
ræður frekar gáfaðar kon-
ur.“
Hann lítur snöggt fram
í bekkinn og spyr: Hvaða
orðflokki tilheyrir „frek-
ar“? Einhver segir að
þetta sé lýsingarorð í
kvenkyni, fleirtölu, þol-
falli. Konurnar, sem skólastjórinn ræður til starfa, eiga þá að
vera frekjur.
Annar nemandi segir að frekar sé þarna atviksorð. Þá gæti
það átt við um lýsingarorðið „gáfaðar“ og sagt nánar til um það,
þ.e. að um væri að ræða fremur gáfaðar konur.
Þriðji nemandinn tekur undir það sjónarmið að þetta sé at-
viksorð, en segir að það sé þarna í miðstigi; skólastjórinn vilji
frekar (heldur) ráða gáfaðar konur en t.d. heimska karla.
Það hefur eitthvað gerst í bekknum. Nemendur hafa komist að
því að málfræðihugtök megi nýta í rökræðu um merkingu orða.
Ég las í vikunni bókina Ástir eftir Javier Marias í mjög vand-
aðri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur. Hún snertir mann
einkennilega, þessi saga. Hér er örlítið dæmi um tóninn í henni.
Rætt er um ástina og þann sem lengi hefur reynt að vinna hug
og hjarta þeirrar sem hann elskar og tekst það að lokum. En
hvað gerist eftir því sem tíminn líður?
„Sá sem einskis vænti gerir að lokum kröfur, sá sem kom fram
af ástúð og lítillæti breytist í harðstjóra og andófsmann, sá sem
betlaði bros eða athygli eða kossa af þeim elskaða lætur ganga á
eftir sér og fyllist hroka, og skammtar naumt þessari sömu
manneskju sem úði áranna hefur undirokað.“
Að lokum: Þeir sem lengi hafa búið erlendis bera þess stund-
um merki. Þeir sletta meira en aðrir, og segja prójekt og fleira
skemmtilegt. Sumir þurfa reyndar ekki að hleypa heimdrag-
anum til að ná slíku málstigi.
Nú getur svo farið að sá sem slettir ruglist örlítið í merking-
unni. Þannig sagði sigldur maður við bróður sinn, þegar hann
var kominn heim í heiðardalinn á ný: „Mikið kongress er merin
þín, bróðir.“ Hann ætlaði víst að segja þing í merkingunni „góð-
ur gripur“ en ekki í merkingunni „samkoma“, „þjóðþing“.
En sundum eru erlend máláhrif setningafræðilegs eðlis. Fyrir
meira en hálfri öld birtist grein í búnaðarblaðinu Frey undir
þessari fyrirsögn: Kvígunnar heppilegasti aldur fyrir fyrsta
burð.
Kvígunnar heppi-
legasti aldur …“
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
„Skólastjórinn ræður
frekar gáfaðar konur.“
Vestur-Berlín var ævintýralegur staður í kaldastríðinu, eins konar eyja, umlukt á alla vegu afAustur-Þýzkalandi, einu leppríkja Sovétríkj-anna og Rauða hernum. Þetta einangraða
borgríki frelsis og lýðræðis á yfirráðasvæði einræðisherr-
anna í Moskvu fékk á sig enn ævintýralegra yfirbragð
hinn 13. ágúst 1961, þegar ráðamenn í Austur-Þýzkalandi
hófu að byggja Berlínarmúrinn á milli borgarhlutanna til
þess að stöðva sívaxandi straum fólks frá Austur-Berlín
til Vestur-Berlínar.
Það er eiginlega ómögulegt að lýsa þeim hughrifum
sem fótgönguliðar kalda stríðsins urðu fyrir þegar þeir
komu til Berlínar á þessum árum. Andrúmsloftið í Vest-
ur-Berlín var „inspírerandi“. Þar var allt á fleygiferð.
Múrinn var áþreifanleg yfirlýsing um gjaldþrot komm-
únismans. Það var ólýsanleg upplifun að fara í fyrsta sinn
í gegnum Checkpoint Charlie, sem var þekktasta landa-
mærastöðin á milli borgarhlutanna. Deyfðin, drunginn og
grámyglan í Austur-Berlín sagði alla söguna.
Á miðvikudaginn kemur, 26. júní nk., eru fimmtíu ár
liðin frá því að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna,
kom í heimsókn til Vestur-
Berlínar og flutti fræga ræðu á
svölum ráðhússins í Schöneberg.
Þar var tæplega hálf milljón Berl-
ínarbúa saman komin til þess að
hlýða á forsetann. Í þeim hópi
voru tveir ungir laganemar frá Ís-
landi, höfundur þessarar greinar
og Hörður Einarsson, síðar
hæstaréttarlögmaður og útgef-
andi DV um skeið. Við vorum í
Vestur-Berlín í þeim erindagjörð-
um að berjast gegn kommúnism-
anum og uppgötvuðum að Kennedy var þar í sömu erind-
um.
Þegar Kennedy mælti hin fleygu orð: Ich bin ein Berl-
iner, ætlaði allt um koll að keyra á torginu.
„Allir frjálsir menn, hvar sem þeir kunna að búa, eru
borgarar Berlínar og þess vegna sem frjáls maður er ég
stoltur af að segja þessi orð: Ich bin ein Berliner.“
Á þessum árum eins og bæði fyrr og síðar voru þeir til
á Vesturlöndum, sem töldu að hægt væri að vinna með
kommúnistum. Kennedy beindi orðum sínum til þeirra og
sagði:
„Lass sie nach Berlin kommen.“
Látum þá koma til Berlínar.
Það voru orð að sönnu.
John F. Kennedy hafði með málflutningi sínum á þess-
um árum, sem kannski má segja að hafi náð hápunkti með
þessari ræðu gríðarleg áhrif á mína kynslóð. Við vorum
stolt af að fylgja forystu Bandaríkjanna í kalda stríðinu.
Við hlið Kennedys á svölum ráðhússins í Schöneberg,
stóðu hinn aldni kanslari Konrad Adenauer, sem hafði
leitt Vestur-Þjóðverja út úr rústum heimsstyrjaldarinnar
síðari, og Willy Brandt, borgarstjóri jafnaðarmanna í
Vestur-Berlín, sem bar með sér ævintýraljóma þess
manns sem hafði flúið nazismann ungur að árum til Nor-
egs og barðist nú við kommúnismann í fremstu víglínu.
Í splunkunýrri en umdeildri bók um sögu Evrópu í
nokkur hundruð síðustu ár heldur írski sagnfræðingurinn
Brendan Simms, sem er kennari í Cambridge, því fram
að á þessum árum hafi leiðtogar Sovétríkjanna með Krú-
sjoff í fararbroddi óttast að austurþýzka alþýðulýðveldið
eins og það var kallað mundi brotna saman og hrynja og
yrði sameinað Vestur-Þýzkalandi. Hann segir að ráða-
menn í Moskvu hafi að lokum fallizt á þá hugmynd
Ulbricht, sem þá var leiðtogi kommúnista í Austur-
Þýzkalandi að byggja Múrinn. Í raun hafi ráðamenn í
Austur-Þýzkalandi sett Sovétmenn upp að vegg.
Brendan Simms segir jafnframt að margir Þjóðverjar
og þar á meðal Konrad Adenauer, hafi orðið vonsviknir
yfir því að Bandaríkjamenn hafi ekki brugðizt harkalegar
við byggingu Múrsins og haft bæði Bandaríkjamenn og
Breta grunaða um að vilja ekki að þýzku ríkin samein-
uðust á ný. Sá grunur var ekki til-
efnislaus. Roosevelt Bandaríkja-
forseti var þeirrar skoðunar á
sínum tíma að skipta ætti Þýzka-
landi upp í smáríki í kjölfar heims-
styrjaldarinnar síðari, Margrét
Thatcher var andvíg sameiningu
Þýzkalands 1990 og Helmut Kohl
keypti stuðning Frakka við sam-
einingu með því að leggja niður
þýzka markið og taka upp evru en
stuðning Gorbasjoffs með stórláni,
sem þeir þráttuðu um í síma hvað
ætti að vera hátt.
Það er í tízku nú á tímum að tala af vanþóknun og jafn-
vel fyrirlitningu um kalda stríðið og alls kyns sjónarmið
afgreidd með því að þau lýsi hugsunarhætti kalda stríðs-
ins.
Veruleikinn er hins vegar sá að í kalda stríðinu, sem
stóð í 40 ár var tekizt á um grundvallaratriði sem skipta
máli í lífi fólks. Frelsi eða kúgun. Lýðræði eða einræði.
Nú verður ekki lengur um það deilt að það var ekki
bara Adolf Hitler sem var fjöldamorðingi. Það var Jósep
Stalín líka og bar ábyrgð á dauða fleiri manna en Hitler.
Afkastamestur í manndrápum var hins vegar Maó Tse
Tung, leiðtogi kínverskra kommúnista.
Baráttan í kalda stríðinu var barátta gegn þessum
mönnum og því einræði og þeirri kúgun sem þeir og fylg-
ismenn þeirra vildu leiða yfir fólk. Og það er athyglisvert
að þeir, sem fylgdu þeim að málum bæði hér á Íslandi
sem og annars staðar hafa fæstir gert upp, þó ekki væri
nema við sjálfa sig, fylgispekt þeirra við þessi kúgunaröfl.
Með þessum rökum tel ég að stríðsmenn kalda stríðs-
ins (ef svo má að orði komast) geti verið stoltir af framlagi
sínu til þessarar mestu hugmyndafræðilegu baráttu, sem
háð var í heiminum á 20. öldinni.
Til þessa dags hefur enginn lýst þeirri hugsjónaríku
baráttu betur en John F. Kennedy í ræðu sinni í Berlín
fyrir 50 árum.
Ich bin ein Berliner.
„Ich bin ein Berliner“
„Allir frjálsir menn, hvar sem
þeir kunna að búa, eru borg-
arar Berlínar og þess vegna
sem frjáls maður er ég stoltur
af að segja þessi orð: Ich bin
ein Berliner“
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Nú hafa mestallar umræður umdaginn og veginn færst inn á
Netið, sem vonlegt er, en forðum
sóttu menn fundi til að skiptast á
skoðunum. Stúdentafélag Reykja-
víkur hélt nokkra fjölmenna og
sögulega fundi á fimmta og sjötta
áratug. Einn þeirra var um and-
legt frelsi 12. janúar 1950, og voru
framsögumenn Tómas Guðmunds-
son og Þórbergur Þórðarson. Þar
deildu þeir um kommúnisma. Tóm-
as kvað nýja hættu komna til sög-
unnar, alræði, þar sem reynt væri
að stjórna sálinni ekki síður en lík-
amanum. Þórbergur fjölyrti hins
vegar um það, að menn yrðu að
komast út úr „myrkri persónuleik-
ans“, hætta að hugsa aðeins um
sjálfa sig.
Margir kvöddu sér hljóðs á
fundinum. Einn þeirra, Þorvaldur
Þórarinsson lögfræðingur, sagðist
eiga þá ósk heitasta að geta búið í
Ráðstjórnarríkjunum. Eins og ég
hef áður rifjað upp, brást dag-
blaðið Vísir við hart og efndi til
samskota fyrir farmiða, aðra leið-
ina, austur handa Þorvaldi. Safn-
aðist nægt fé til þess, en Þorvaldur
vildi ekki þiggja miðann, og var
féð því afhent Fegrunarfélagi
Reykjavíkur.
Eftirminnilegur var líka fundur
um atómkveðskap 24. mars 1952.
Framsögumaður var Steinn Stein-
arr, sem varði atómskáldin, taldi
hefðbundna ljóðlist dauða og bætti
við: „Við höfum að vísu búið okkur
til nokkur mikil þjóðskáld, en þau
eru þá að minnsta kosti ekki skáld
mikillar þjóðar.“ Tómas Guð-
mundsson mælti hins vegar fyrir
hefðbundinni ljóðlist og lék sér að
orðum: „Frá sjónarmiði sóttkveikj-
unnar hlýtur nefnilega heilbrigðin
að vera alveg ægilegur sjúkdóm-
ur.“
Annar sögulegur fundur var um
kristindóm og kommúnisma 15.
febrúar 1953, og voru fram-
sögumenn séra Gunnar Benedikts-
son, sem var ákveðinn stalínisti, og
séra Jóhann Hannesson, sem hafði
verið kristniboði í Kína. Voru lýs-
ingar séra Jóhanns á stjórn-
arfarinu eftir valdatöku komm-
únista 1949 ófagrar. Í Kína væri
„blóðugur rakhnífur marxismans“
að verki.
Þessir fundir þóttu talsverðir
viðburðir á sinni tíð. Blöð sögðu
rækilega frá þeim, og voru þeir all-
ir teknir upp á stálþráð og fluttir í
Ríkisútvarpinu. Fróðlegt væri að
vita, hvort upptökurnar eru enn til.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sögulegir fundir