Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ííþróttakapp-leikjum ermönnum
uppálagt að deila
ekki við dóm-
arann. Úrskurðir
hans, réttir sem rangir, eru
þeir sem standa og lítið annað
að gera en að una þeim og tak-
ast á við þær aðstæður sem
koma upp í kjölfarið.
Í síðustu kosningum fékk
þáverandi ríkisstjórn rautt
spjald frá þjóðinni. Ný rík-
isstjórn fær það verkefni að
greiða úr þeim ógöngum sem
stefna þeirrar fyrri hafði kom-
ið landinu í, ekki síst hvað
varðar skatta, gjöld og álögur.
Við það verkefni munu koma
upp ýmis álitamál og ekki
verða allir á eitt sáttir. Þeir
verða þó að una því að hér rík-
ir þingræði og lýðræði og að
enginn fær allt sitt fram alltaf.
Sjálfsagt er að þeir andmæli
því sem þeir eru ósáttir við, en
þau andmæli þurfa að vera
innan einhverra marka og hót-
anir um ófrið eiga ekki heima í
pólitískri umræðu.
Gömlu stjórnarherrunum
varð tíðrætt um óbilgirni
stjórnarandstöðunnar og litu
svo á að öll helstu stórmál
þeirra ættu að fara órædd í
gegnum þingið. Þetta er rifjað
upp í ljósi þess að á fyrstu dög-
um sumarþingsins hafa
smæstu mál verið blásin upp
og ljóst að af hálfu þeirra sem
fengu svo glæsilega reisupass-
ann í síðustu kosningum eigi
ekkert að gefa eftir til að halda
landinu áfram á þeirri óheilla-
braut sem það var á í fjögur ár.
Verra er að borist hafa úr
ýmsum áttum óljósar hótanir
um að „þjóðin“ svonefnda
muni brátt glata þolinmæðinni
gagnvart ríkjandi stjórnvöld-
um, þó að ekki sé liðinn nema
tæpur mánuður frá því að rík-
isstjórnin tók við.
Nú síðast hefur
Hörður Torfason
lýst yfir óánægju
sinni með meðferð
stjórnvalda í máli
uppljóstrarans bandaríska
Edwards Snowdens og sagt
að ríkisstjórnin sé að „safna
mjög hratt í bálköst sinn“.
Tal á þessum nótum getur
varla talist annað en vanvirð-
ing við lýðræðið í landinu.
Hér eru kosningar til Alþingis
nýafstaðnar og niðurstöður
þeirra voru skýrar. Þrátt fyr-
ir það er haft í hótunum við
réttkjörin stjórnvöld og reynt
að hræða með grýlu nýrrar
búsáhaldabyltingar.
Búsáhaldabyltingin svo-
kallaða var ekki síst bylting
stjórnlyndisafla innan annars
stjórnarflokksins sem síðan
lét sem hann væri hvítþveg-
inn af stuðningi sínum við þá
sem lögðu hvað mest til efna-
hagshrunsins.
Hin skipulagða atlaga að
þáverandi ríkisstjórn gekk
upp ekki síst vegna þess að á
milli stjórnarflokkanna skap-
aðist aldrei trúnaðartraust.
Við fyrstu sýn virðist sem
að miklu meira traust ríki
milli manna innan núverandi
stjórnar. Að auki voru allar
aðstæður almennings aðrar
en nú. Ekki munar þar síst
um reynsluna af hinum val-
möguleikanum við stjórn
landsins.
Þeir sem nú tala í nafni
„þjóðarinnar“ en reyndust lít-
ill minnihluti þegar þjóðin
sjálf fékk færi á að segja
skoðun sína, ættu að hafa
hugfast áður en þeir hóta
næst aðför að lýðræðislega
kjörinni ríkisstjórn að fátt
benti til í nýafstöðnum kosn-
ingum að margir vildu skipa
sér með þeim við bálköstinn.
Þjóðin felldi dóm
sinn, hvernig væri
að una honum?}
Bálkösturinn
WolfgangSchäuble,
fjármálaráðherra
Þýskalands, sagði
eftur fund fjár-
málaráðherra
evrusvæðisins á fimmtudag
að stigið hefði verið „mik-
ilvægt skref á leiðinni að
bankasambandi“.
Þetta mikilvæga skref felst
í því að ráðherrarnir sam-
þykktu að björgunarsjóður
evrunnar þyrfti ekki að fara
með fjármuni sína í gegnum
aðildarríkin til að bjarga
bönkum í vanda, heldur gæti
hann lánað bönkunum beint.
Saga Evrópusambandsins
er saga ótal skrefa eins og
þess sem
Schäuble fagnar
nú. Evrópusam-
bandið hefur
þróast stöðugt í
átt að auknum
samruna aðildarríkjanna og
aukins yfirþjóðlegs valds á
kostnað fullveldis aðildarríkj-
anna.
Bankasamband er leiðtog-
um Evrópusambandsins of-
arlega í huga þessi misserin.
Þegar því verður endanlega
náð bíður næsta skref og svo
enn eitt skrefið, allt þar til
fullveldi aðildarríkjanna
verður ekki einu sinni látið
flækjast fyrir sem merking-
arlaust orð á blaði.
Enn er gengið á
fullveldið í ríkjum
Evrópusambandsins}
Skref að bankasambandi M
eðalmenni veljast ekki til for-
ystu í stærstu íþrótta-
samtökum heimsins. Ólafur
Eðvarð Rafnsson var enda
ekki meðaljón; verkefnin
mörg og ærin og þó að ekki væri nema sú stað-
reynd að hann var orðinn forseti FIBA Europe,
Körfuknattleikssambands Evrópu, gefur skýrt
til kynna hvað hann hafði til brunns að bera.
Sem kunningi til fjölda ára fylltist ég ólýs-
anlegri hryggð þegar andlát Ólafs spurðist út í
vikunni. Trúði ekki mínum eigin augum. Til-
finningin var ónotaleg og lamandi. Hörmuleg
er sú frétt fyrir íþróttahreyfinguna, að missa
fimmtugan leiðtoga í blóma lífsins, en vitaskuld
enn sorglegri og erfiðari fyrir fjölskylduna.
Henni votta ég mína dýpstu samúð.
Í óbirtu viðtali við Ólaf svaraði hann spurn-
ingu minni á þá lund að hann teldi sjálfan sig ekki sér-
staklega grimman félagsmálamann. „Hinsvegar hefur það
loðað við mig að vera virkur í því sem ég tek þátt í á annað
borð. Það kann að vera bæði kostur og galli, en mér finnst
fátt hvimleiðara en fólk í félagsmálastörfum sem hvorki
hefur áhuga á viðfangsefninu né metnað til að láta eitthvað
af sér leiða þar. Sem betur fer er slíkt undantekning.“
Hann settist ungur í stjórn körfuknattleiksdeildar
Hauka, var í stjórn KKÍ sex ár sem gjaldkeri og varafor-
maður, og varð formaður 1996. Sinnti því embætti með
miklum sóma í áratug. „Það hefur í sjálfu sér ekki verið
persónulegur metnaður sem hefur drifið mig áfram í að
gefa kost á mér í þessi embætti. Virðingin og
myndin á veggnum skipta mig ekki svo miklu
máli. Frekar hefur það ráðist af vissum tilvilj-
unum að vera á tilteknum stað og tíma með til-
tekna reynslu að baki – samhliða umtalsverðri
hvatningu frá samferðafélögum.“
Eftir að Ólafur ákvað að hætta sem formað-
ur KKÍ hvatti hann fjöldi fólks, víða úr hreyf-
ingunni, að bjóða sig til fram til forseta ÍSÍ.
„Ég verð að viðurkenna að í upphafi tók ég
þessa hvatningu ekki alvarlega, en hún jókst
og boltinn fór að rúlla í þá áttina. Hið sama má
raunar segja um forsetakjör hjá FIBA Eu-
rope. Mér fannst það í besta falli broslegt og
afar fjarlægt þegar það var fyrst nefnt við
mig. En þegar stórar þjóðir bættust í hóp
þeirra sem töldu kandidat frá litla Íslandi vera
raunhæfan kost fór þetta smám saman að
verða alvarlegra.“
Enda fór svo að Ólafur var mikils metinn á hinum fjöl-
þjóðlega vettvangi og falleg orð frammámanna um leiðtog-
ann unga koma engum á óvart sem til hans þekktu.
Ólafur bar gæfu til að skynja að íþróttir snúast ekki
bara um þær sjálfar. „Út frá samfélagslegum sjón-
armiðum er íþróttahreyfingin einstaklega áhugavert við-
fangsefni,“ sagði Ólafur í viðtalinu óbirta. Nefndi t.d. hve
spennandi verkefni það væri að sameina gildi og viðmið yf-
ir landamæri og menningarheima.
Blessuð sé minning afburða drengs. Hann lifir um
ókomna tíð í merkilegum verkum. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Í minningu afburða drengs
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
S
vokölluð raunveruleg
neysla heimila á hvern
einstakling á Íslandi er að
taka við sér samkvæmt
mælingum Eurostat. Í
vikunni birti Eurostat bráðbirgðanið-
urstöður sínar um raunverulega
neyslu heimila Evrópulandanna sem
og landsframleiðslu þeirra. Verg
landsframleiðsla Íslendinga sam-
kvæmt aðferðafræði Eurostat hefur
staðið í stað undanfarin tvö til þrjú ár
eftir mikinn samdrátt árið 2010.
Áður en lengra er haldið er rétt að
útskýra aðferðafræði sem tölur Euro-
stat byggjast á. Aðferðin byggist á
því að sýna fram á stöðuna í viðkom-
andi ríki í hlutfalli við meðaltal allra
aðildarríkja ESB. Hafsteinn Gunnar
Hauksson hjá greiningardeild Arion
banka segir að út frá aðferðafræðinni
sé erfitt að meta hvort eða hversu
góðri leið viðkomandi ríki er á. „Hins
vegar er þetta fínn mælikvarði á
hvernig þér gengur í samanburði við
aðra,“ segir Hafsteinn.
Hraðari bati
Þegar rýnt er í tölurnar kemur í
ljós að raunveruleg neysla íslenskra
heimila hefur vaxið jafnt og þétt síðan
2010 þegar hún var 6% meiri en að
meðaltali í aðildarríkjum ESB, en á
síðasta ári var neyslan 10% meiri en
áðurnefnt viðmiðunarmeðaltal. Haf-
steinn segir að þessi þróun sé gleði-
efni út af fyrir sig, fyrir liggi að þró-
unin sé að okkur gangi betur en
nágrönnum okkar í Evrópusamband-
inu, batinn sé örlítið hraðari hér en
meðaltal aðildarríkja segir til um.
Aðspurður um þennan mæli-
kvarða, svokallaða „raunverulega
neyslu heimilanna“, svarar Hafsteinn
að mælikvarðinn eigi að ná utan um
þau gæði sem heimilin njóti á gefnu
ári, óháð því hver greiði fyrir þau,
einstaklingur eða ríkið. „Þetta er sér-
hæfður mælikvarði til að ná utan um
velferð heimila, hversu mikla neyslu
eða lífsgæði heimili búa við á gefnu
ári.“
Nálgumst eðlilegt ástand
Þegar verg landsframleiðsla Ís-
lendinga er skoðuð kemur í ljós að
hún hefur verið stöðug undanfarin
þrjú ár, 12% meiri en að meðaltali í
aðildarríkjum ESB. „Það þýðir að
bati okkar frá 2010 hefur verið á svip-
uðu róli og í samanburðarlöndunum
þegar kemur að framleiðslu í hag-
kerfinu. En ef litið er lengra aftur í
tímann til áranna fyrir hrun, þá vor-
um við á svipuðu róli og t.d. Sviss, það
er klárlega ósjálfbær staða og við er-
um kannski farin að nálgast eitthvert
eðlilegt ástand.“ Hafsteinn segir það
sama um raunverulega neyslu heim-
ilanna; milli 2005 og 2007 hafi hún
verið allt að þriðjungi meiri en í sam-
anburðarlöndunum. Þá hafi t.a.m.
verið betri lífsskilyrði hér en í Noregi
og Sviss, sem séu með allt aðra mögu-
leika til verðmætasköpunar en Ís-
lendingar. „Það voru einhver lífsgæði
sem reyndust ekki sjálfbær.“
Lífsgæði í góðærinu
reyndust ósjálfbær
Verg landsframleiðsla og raunveruleg neysla heimila pr/mann
2009 2010 2011 2012
140
120
100
80
60
40
20
0
2009 2010 2011 2012 2009 2010 2011 2012 2009 2010 2011 2012
Ísland Danmörk Svíþjóð Evrusvæðið
Verg Landsframleiðsla Raunverulega neysla heimila
12
0
11
2
11
2
11
2
11
1
10
6
10
7 11
0
12
3 12
8
12
5
12
5
11
6
11
6
11
3 11
5 12
0 12
4 12
7
12
8
10
911
6
11
4 11
6
11
8
10
8
10
8
10
8
10
7
10
7
10
7
10
7
Heimild: Eurostat
Meðaltal 27 ESB ríkja
Hagfræðingur segir að lesa þurfi varlega í aukna neyslu
Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag-
fræðingur á hagdeild ASÍ, segir
að áðurnefndar hagtölur Euro-
stat um Ísland endurspegli af-
leiðingar hrunsins. Aðspurð seg-
ir hún að aukning í raunverulegri
neyslu heimilanna sýni að þau
séu aðeins að rétta úr kútnum.
Hins vegar þurfi að að fara var-
lega við túlkun slíkra talna. „Ég
hef á tilfinningunni að við séum
að hluta til að ganga á sparnað
heimilanna enda höfum við verið
að ganga á séreignalífeyris-
sparnaðinn og haldið neyslunni
uppi með þeim hætti.“ Ingunn
segir að til lengri tíma litið hljóti
markmiðið að vera á svipuðu róli
og hjá hinum Norðurlandaþjóð-
unum er kemur að landsfram-
leiðslu og lífskjörum.
Að rétta úr
kútnum
LÍKA GENGIÐ Á SPARNAÐ
Efnahagur Ingunn Þorsteinsdóttir,
hagfræðingur á hagdeild ASÍ.