Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 ✝ Ísak Ingi Guð-bjartsson fædd- ist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði 15. sept- ember 2001. Hann lést á Hvanna- brekku 11. júní 2013. Ísak Ingi var sonur Ólafar Maríu Jónsdóttur, f. 11. mars 1983 og Guð- bjarts Atla Bjarnasonar, f. 16. mars 1976. Sambýlismaður Ólafar Maríu er Stefán Ólafur Stefánsson, f. 31. ágúst 1989. Eiginkona Guðbjarts Atla er Ania Zimolag, f. 14. júní 1982, sonur hennar er Jakub, f. 9. júlí 2001. Þau eru búsett í Keflavík. Bræður Ísaks Inga eru Baldur Þór, f. 4. maí 2004 og Mikael Máni Meyvant, f. 1. des- ember 2010. Foreldrar Ólafar Maríu eru Jón Ísak Harðarson, f. 1958 og Sólveig Brynja Skúladóttir, f. 1958, búsett í Bolung- arvík. Foreldrar Guðbjarts Atla eru Bjarni Albertsson, f. 1953 og Guðrún Guðbjarts- dóttir, f. 1955, búsett í Keflavík. Ísak Ingi ólst upp í Bolung- arvík og var í Grunnskólanum í Bolungarvík. Útför Ísaks Inga fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 22. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku hjartans afa- og ömmugullið okkar. Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda að þú sért ekki hjá okkur lengur. Sjáum alltaf fyrir okkur fal- lega brosið þitt og alltaf var stutt í smá stríðnisglott. Og alltaf varstu til í að knúsa allar ömmur og afa. Nú sitjum við og yljum okkur við góðar minn- ingar og allar samverustund- irnar, heima og í Kotinu þar sem þú vildir alltaf helst vera. Í Kotinu okkar mátti smíða og tálga sverð, báta til að sigla í læknum eða í fjörunni, vaða út í sjó og fara aðeins uppfyrir stíg- vélin. Fara með afa fram að vatni að veiða silung og hjálpa svo til við að flaka. Og ekki var nú verra að fíflast aðeins með garðslönguna og skella sér í pottinn á eftir. Og ef að Baldur bróðir þinn var ekki með í einhverri ferð- inni passaðir þú upp á að smíða bát fyrir hann líka og mála. Og þú kunnir nú vel á ömmu þína, sendir henni sms: „Ég elska þig“ og stundum kom eftir smá „á svo litla inneign amma“ og auðvitað lagði amma inn á sím- ann hjá stráksa, ekki hægt að standast svona nokkuð. Það verður skrítið fyrir börnin í fjölskyldunni að hafa þig ekki lengur. Uppátækin þín voru mörg ansi skrautleg og eftirminnileg og mikið brallað. Síðasta ferðalagið okkar saman var á sjómannadaginn. Þá keyrðuð þið afi með okkur Deddu í Hveró, gistuð eina nótt og við áttum góðan tíma saman áður en við fórum með þig í flugið austur. Spennan var mik- il, loksins varstu að fara í flott- ustu sveitina, þar ætlaðir þú að æfa þig að vera alvöru bóndi, fá eigin fjósagalla og vera hjá kúnum og tína steina með Stebba afa. En dvölin varð styttri en alla óraði fyrir. Það er svo gott að eiga sam- heldna fjölskyldu á svona erf- iðum stundum og finna hlýjuna og samhuginn í víkinni til okkar og ungu foreldranna sem hafa misst svo mikið. Ómetanleg hjálp sem bæjarbúar hafa sýnt og allir hjálpa til að auðvelda fjölskyldunni hlutina. Nú verð- um við að halda utan um unga fólkið og styðja þau í þessari miklu sorg. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við breytta tíma. Elskum þig að eilífu, gullið okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Sólveig amma og Jón Ísak afi. Það er svo ótrúlega erfitt að hugsa til þess að við séum að kveðja þig í hinsta sinn, elsku Ísak Ingi okkar. Þú kvaddir þennan heim allt of fljótt, en við vitum að þú ert kominn á góðan stað í faðm vina og ætt- ingja. Við huggum okkur með því að hugsa til allra góðu stund- anna sem við höfum átt saman, allra prakkarstrikanna sem þið Aðalsteinn hafið brallað saman. Þú verður ávallt hluti af okkur og við munum oft rifja upp all- ar góðu stundirnar sem við höf- um átt saman. Ó, sofðu, blessað barnið frítt, þú blundar vært og rótt. Þig vængir engla vefja blítt og vindar anda hljótt. Af hjarta syngja hjarðmenn þér til heiðurs vögguljóð sem tér: Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt, sofðu rótt. (Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergsson) Stefán Örn, Sigrún, Að- alsteinn, Sólveig Birna og Valborg. Í minningu elskulegs nem- anda, skólafélaga og vinar. Þótt andlitið kunni að gleðjast um stund, getur hjartað grátið. Ef þú vilt komast hjá því að syrgja og sakna, skaltu hætta að elska. Því þeir missa mest sem mikið elska. Sá sem ekki elskar missir ekki neitt, en fer mikils á mis. Leyfðu sorginni að hafa sinn tíma og fara sinn eðlilega farveg. Svo mun það gerast, smátt og smátt, að þú gefst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu komast að, taka við og búa með þér. Ómetanlegar minningar sem enginn getur frá þér tekið. Að harðasta vetrinum loknum fer svo að vora og yljandi vindar taka aftur um þig að leika og litskrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera. (Sigurbjörn Þorkelsson) Guð blessi foreldra, bræður og alla aðstandendur og gefi þeim styrk við ótímabæran ást- vinarmissi. Hinsta kveðja, f. h. nemenda og starfsfólks Grunnskóla Bolungarvíkur, Steinunn Guðmundsdóttir. Ísak Ingi Guðbjartsson Í tilefni þess að tengdamóðir mín elskuleg hún Krist- rún Hreiðarsdóttir, nú til heimilis að Furugerði 1, Reykjavík, fagnar 90 ára afmæli sínu 24. júní næstkom- andi, langar mig til að skrifa nokkur orð um þessa mætu konu. Ég kynntist Kristrúnu og Magnúsi, eiginmanni hennar, fyrst þegar ég og einkasonur þeirra hófum okkar lífsgöngu saman fyrir 30 árum. Það var mikið gæfuspor fyrir mig því betri tengdamóður hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Hún tók mér strax opnum örmum þó ég væri ólík hennar fólki og lét mig finna að ég væri velkomin í fjölskylduna. Ég segi nú stund- um í gríni að ég hefði alveg ver- ið tilbúinn til að vera gift hon- um Palla mínum, bara til að eiga hana Kristrúnu fyrir tengdamóður. Kristrún er einstakalega fróð og vel lesin og hinn mesti lestr- arhestur. Hún er hógværasta manneskja sem ég hef kynnst. Fyrstu árin sem ég þekkti hana fannst mér það ekki geta staðist að hægt væri að vera svona hógvær og af hjarta lítillátur eins og hún, en hef komist að því að það er hægt. Að ala upp börnin sín með slíka ömmu sér við hlið var mér og okkur ómet- anlegt. Hún var (og er) alltaf Kristrún Hreiðarsdóttir svo natin við þau og dugleg að spila við þau, segja þeim sögur, fara með vísur og syngja með þeim og greinilegt að hún hefur mikla gleði af samvistum við börn. Gleðin og kærleikurinn sem alla tíð hefur geisl- að frá henni til mín hefur gert mig að betri mann- eskju. Ég vona að þessi grein nái að birtast fyrir sjálfa afmælisveisl- una en í tilefni af þessum tíma- mótum bjóða börn hennar, tengdabörn og barnabörn, vin- um og vandamönnum til sam- sætis henni til heiðurs sunnu- daginn 23. júní í safnaðarheimili Grensáskirkju kl. 14. Kristrún getur ekki veitt gjöfum viðtöku en biður vel- unnara að láta Grensáskirkju njóta þess, en kirkjan fagnar á þessu ári 50 ára afmæli. Krist- rún hefur frá upphafi byggingar Grensáskirkju verið virk í safn- aðarstarfinu, bæði í kvenfélag- inu, þar sem vinnusemi og skipulagshæfileikar hennar hafa notið sín og í kirkjukórnum þar sem sönghæfileikar hennar fengu að njóta sín. Nú vill hún enn láta gott af sér leiða til kirkjunnar sinnar í tilefni af 90 ára afmæli sínu, afþakkar allar gjafir en biður um að kirkjan hennar njóti. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir. Afmæli ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa fjölskyldunni samúð og kærleik við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Efstaleiti 14, og heiðrað minningu hennar á margvíslegan hátt. Sérstakar þakkir til Brynjars Viðarssonar sérfræðilæknis í blóðlækningum á Landspítalanum og starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Ísafoldar í Garðabæ fyrir alúð og nærgætni. Halldóra Sigurðardóttir, Viðar Símonarson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Ólafur Njáll Sigurðsson, Birna Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir hlýjar samúðarkveðjur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, ROLFS MARKAN, Lækjasmára 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans fyrir alúð og frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sofie Marie Markan. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar, HREGGVIÐS JÓNSSONAR, fyrrverandi alþingismanns, Starengi 26, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Símon Páll Steinsson, Sigurlína Steinsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ÁRSÆLS SNORRASONAR. Snorri Friðriksson, Steinunn Húbertína Ársælsdóttir, Katharina Sibylla Snorradóttir, Eggert Smári Eggertsson, Jón Friðrik Snorrason, Jóhanna Magnúsdóttir, frændsystkini og fjölskylda. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi fasteign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Furuhlíð 2, Sauðárkróki, fnr. 213-1589. Þingl. eig.: Guðlaugur Elinn Einarsson. Gerðarbeiðandi: Arion-banki. Þriðjudaginn 25. júní nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 20. júní 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Iðunnarbrunnur 12, 231-4243, Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Gunnars- son, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 15:00. Laugavegur 163, 200-9811 og 200-9812, Reykjavík, þingl. eig. Egill Þorsteinss. kíróprakt. ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtu- daginn 27. júní 2013 kl. 10:00. Miklabraut 42, 202-9792, Reykjavík, þingl. eig. Ámundi Óskar Johan- sen, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 10:30. Miklabraut 42, 202-9793, Reykjavík, þingl. eig. Ámundi Óskar Johan- sen, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 10:45. Reykás 29, 204-6348, Reykjavík, þingl. eig. Berglind N. Gunnlaugs- dóttir, gerðarbeiðandi Reykás 29, húsfélag, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 13:30. Suðurás 24, 221-4936, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur L. Sveinsson, gerðarbeiðandi Drómi hf., fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 21. júní 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kirkjustétt 19, 226-2985, Reykjavík, þingl. eig. Ólöf Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, miðviku- daginn 26. júní 2013 kl. 11:00. Kistumelur 6a, 232-9098, Reykjavík, þingl. eig. Kistumelur ehf., gerð- arbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 11:30. Klapparhlíð 7, 227-0708, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kristín Eva Sveins- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 10:00. Lágmúli 7, 229-1069, Reykjavík, þingl. eig. Stofnverk ehf., gerðarbeið- andi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 14:30. Rauðagerði 16, 203-5414, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Steinar Hermannsson og Sara Soroya Chelbat, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 14:00. Reykjamelur 6, 208-4164, Mosfellsbæ, þingl. eig. Alma Ósk Guðjóns- dóttir og Sveinberg Þór Birgisson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi ogTollstjóri, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 10:30. Æsufell 6, 205-1730, Reykjavík, þingl. eig. Ólöf Garðarsdóttir, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Æsufell 2-6, húsfélag, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 21. júní 2013. Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu: 38
https://timarit.is/page/6050983

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: