Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Eftir ótrúlega harðan vetur og kaldan maí, þar sem helst leit út fyrir að vart mundi sjást stingandi strá á túnum skagfirskra bænda fyrr en eftir mitt sumar, hefur nú brugðið til hins betra, enda það sem af er júní eindæma gott með hita og gróðrarskúrum, og er sláttur hafinn á nokkrum bæjum.    Við upphaf keppnistímabils fót- boltans var heimavöllur Tindastóls á Króknum með sannkölluðum dauðafölva, og sást þar ekki græn nál. Var skotið á neyðarfundum og kallaðir til allir sem helst voru tald- ir hafa vit á slíkum grasspildum og var þeirra dómur að völlurinn væri nær ónýtur og líklega ekki nothæf- ur fyrr en liðið væri að hausti. Hinsvegar hefur nú skipast svo til á þessum velli líkt og á öðru grónu landi, að helst lítur út fyrir að undir næstu mánaðamót verði unnt að leika þar heimaleiki.    Vegurinn um Þverárfjall hefur reynst margfalt fjölfarnari en áætl- að var þegar ráðist var í gerð hans og hann opnaður fyrir rúmum ára- tug. Hvort sem um var að kenna skorti á framkvæmdafé eða ein- hverju öðru, var aldrei sett endan- legt slitlag á stóran hluta vegarins og því var nú svo komið í vetur að ljóst var að ekki yrði undan vikist að gera verulegar lagfæringar á löngum köflum. Þannig verða um 18 km af yfirborði vegarins fræstir upp og nýtt slitlag sett. Einnig verða einhverjar framkvæmdir til að mæta mikilli umferðaraukningu. Kostnaður við verkið er áætlaður rúmar 60 milljónir og verklok 5. júlí nk.    Þrjár héraðshátíðir eru í Skagafirði í sumar, Jónsmessuhátíð á Hofsósi þessa helgi, Lummudagar á Króknum um næstu helgi og Hólahátíð að Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst.    Jónsmessuhátíðin hófst á föstudagskvöldi með kvöldgöngu sem endaði með kjötsúpu í Höfða- borg, en þar var síðan hefðbundin kvöldvaka með fjölda frábærra skemmtiatriða. Veitingastofan Sól- vík verður opin alla helgina en á föstudagskvöldi var rífandi pöbba- stemning með lifandi húsvíkskri tónlist.    Á laugardag er ljósmyndasýn- ing, hópreið hestamanna, fótbolta- mót, dráttarvélagóðakstur, tjald- markaður, leiktæki grillveisla og stórdansleikur um kvöldið með Matta Matt og vitleysingunum.    Um næstu helgi Lummudagar á Króknum, en sú bæjarhátíð hefur fest sig í sessi og verður veglegri með hverju ári. Þarf ekki að efa að margt verður í boði auk gómsætra lumma en dagskrá hefur ekki enn verið auglýst.    Sumartónleikaröð á Hólum lýkur svo með veglegri Hólahátíð 16.-18. ágúst þar sem hæst ber 250 ára afmæli dómkirkjunnar, sem minnst verður með menningar- dagskrá þar sem tónlist, kirkjulist og leiklist eru í fyrirrúmi. Ljósmynd/Helga Rósa Guðjónsdóttir Í gróandanum Menn og dýr í Skagafirði gleðjast yfir batnandi tíð og gróðurinn hefur tekið vel við sér. Sumarið komið í Skagafjörð Fyrirtækið Nox Medical ehf. hefur fært Landspítala að gjöf 20 millj- ónir króna til kaupa á tækjabúnaði sem notaður er til greiningar á svefntruflunum. Gjöfin var afhent 20. júní. Um leið undirrituðu spítalinn og Nox Medical samning um samstarf sín í milli á sviði rannsókna. Nox Medical vinnur að þróun há- tæknibúnaðar, hugbúnaðar og vél- búnaðar, sem er notaður við grein- ingu á svefnröskunum. Í tilkynningu er haft eftir Pétri Má Halldórssyni, framkvæmda- stjóra Nox Medical, að rannsókn- arstarf Landspítala sé í fararbroddi á þessu sviði læknavísinda á heims- vísu. Talið sé að 10-20% mannkyns glími við svefntruflanir og sérfræð- ingum beri saman um að veruleg tengsl séu á milli svefnraskana og hjarta- og æðasjúkdóma. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, og Pét- ur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical. Gáfu fé til svefnrannsókna Jón Gnarr borg- arstjóri hefur ákveðið að lýsa eftir ábend- ingum um reyk- vískar hvunn- dagshetjur sem gætu átt skilið að fá boð um veiði- leyfi í Elliðaám. Reykjavíkur- borg hefur þrjá daga til úthlutunar í ánum sem ætlaðir eru hvunndags- hetjum og einstaklega dugmiklum starfsmönnum borgarinnar. Er þetta fjórða árið sem þessi háttur er hafður á. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að hægt sé að senda ábendingar um hvunndags- hetjur á netfangið ellidaar- @reykjavik.is. Hvunndagshetjum boðið til veiða Veitt í Elliðaám. Alþjóðlegi MND dagurinn er í dag, 22. júní. Af því tilefni stendur MND- félagið fyrir hjólastólaralli á Ing- ólfstorgi í Reykjavík frá klukkan 14. Keppt verður í ýmsum flokkum rafknúinna og handknúinna stóla. Verðlaunaafhending verður klukk- an 15. Allir þátttakendur fá við- urkenningu og þrír fljótustu í hverjum flokki fá bikara. Hjólastólarall á Ingólfstorgi STUTT Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is Uppljóstranir Edwards Snowdens um njósnastarfsemi Bretlands og Bandaríkjanna hafa á undraskömm- um tíma valdið miklu fjaðrafoki um allan heim. Meðal þess sem fram kom var að bresk stjórnvöld hefðu stundað víðtækar njósnir um er- lenda stjórnmála- menn og sendi- nefndir á G20-ráðstefnunni í London árið 2009. Löngum hafa verið uppi getgátur um njósnir af þessu tagi en þetta er eitt af fáum tilvikum þar sem beinharðar sannanir liggja fyrir. Í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wiki- Leaks, ekki enn hafa borist upplýs- ingar um njósnir um íslensk stjórn- völd, sendinefndir eða stjórnmálamenn. „Þetta sýnir hversu langt menn eru tilbúnir að ganga og ætti ekki að koma mönnum á óvart að þessi tæki og tól séu notuð til að njósna um vinveitt ríki. Á tímabili átt- um við í mjög harðvítugri deilu við bresk yfirvöld þar sem vísað var til hryðjuverkalaga sem ein og sér hefðu, miðað við hvernig landið ligg- ur, gefið fulla heimild til að beita allri þessari tækni af öllu afli. Þannig að menn ættu að minnsta kosti að gera ráð fyrir því að Ísland, Íslendingar og íslenskir hagsmunir hafi verið skot- mörk slíkra tilburða.“ Þær upplýsingar fengust frá utan- ríkisráðuneytinu að viðeigandi ráð- stafanir væru gerðar til að verja tölvukerfi ráðuneytisins og sendi- skrifstofa og héldu Norðurlönd uppi samstarfi sín á milli varðandi örygg- ismál utanríkisþjónustu. Ekki væru þekkt dæmi um að óviðkomandi að- ilum hefði tekist að komast inn á tölvukerfi utanríkisþjónustunnar. Guðmundur H. Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Rekstrarfélags stjórn- arráðsbygginga, gat ekki gefið upp- lýsingar um öryggisráðstafanir sem gerðar eru á innri vefjum stjórnsýsl- unnar en sagði menn meðvitaða um hætturnar sem þar leynast. Hann kvað rekstrarfélagið vera í góðu sam- bandi við ríkislögreglustjóra og CERT-ÍS, netöryggissveit á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar. Guð- mundur segir mikla uppbyggingu í öryggisráðstöfunum hafa átt sér stað á undanförnum árum, en telur innrás í tölvukerfi þó vel geta átt sér stað án vitneskju stjórnvalda. „Það er orðin þekkt staðreynd að enginn er óhultur í tölvuheiminum og allt er mögulegt.“ Gerir ráð fyrir að njósnað hafi verið um Ísland  Segir stjórnsýsluna meðvitaða um hættuna á njósnum og tölvuhakki Kristinn Hrafnsson Uppljóstranir » Breska sendiráðið gat engar upplýsingar gefið um hugs- anlegar njósnir breskra yfir- valda um íslenska aðila eða sendinefndir í tengslum við Icesave-deiluna og beitingu hryðjuverkalaga gegn íslensk- um bönkum » Sendiráðið benti þó á orð utanríkisráðherra Breta um að allar ákvarðanir um njósnir væru teknar að yfirlögðu ráði og innan ramma breskra laga.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu: 18
https://timarit.is/page/6050963

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: