Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
SVIÐSLJÓS
Áslaug Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Ég skil ekki þessa miklu kröfu um
styttingu náms, þó svo að krakkar
útskrifist seinna hér en annars stað-
ar. Menntakerfin eru ekki sambæri-
leg,“ segir Linda Rós Michaelsdótt-
ir, starfandi rektor Menntaskólans í
Reykjavík.
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, segist
vera opinn fyrir því að skoða stytt-
ingu náms á báðum skólastigum.
„Það þarf að taka ákvörðun um
hvort við styttum bæði skólastigin
um eitt ár eða aðeins annað hvort.“
Efstu bekkir grunnskólans eru
ekki nægjanlega vel nýttir að mati
Lindu Rósar. „Það er mitt mat eftir
að hafa kennt þar í 30 ár. Þar vil ég
sjá meiri sveigjanleika og þar ætti
að vera í boði að klára bæði á tveim-
ur og þremur árum,“ segir Linda
Rós en hún hafði umsjón með verk-
efni í MR að taka nemendur beint
inn úr 9. bekk. „Þau stóðu sig með
afbrigðum vel og krakkirnir flestir
tjáðu sig um hve gaman hefði verið
að fá verkefni til að kljást við.“
Linda Rós telur styttingu fram-
haldsskóla ekki koma til greina en
segir að það ætti að sjálfsögðu að
vera valkvætt, eins og það er nú.
„Ef við í MR ættum að taka þessi
fjögur ár og þjappa þeim á þrjú ár
myndi það þýða að nemendurnir
myndu ekkert annað gera en að
læra. Þau hefðu ekki sömu mögu-
leika að þroskast félagslega og
stunda annað nám með eins og tón-
listarnám eða annað listnám eða
íþróttir. Þá verðum við alltaf að
hugsa um viðtökuskólann og hvern-
ig við undirbúum krakkana fyrir há-
skólanám. Ef stytting framhalds-
skóla skerðir möguleika þeirra í
framhaldinu, þá erum við á rangri
braut.“
Illugi segir nauðsynlegt að líta
ekki svo á að hér verði dregið úr
kröfum og úr námi. „Þetta er allt
spurning um endurskipulagningu og
að nýta bæði tíma og fjármuni eins
og best verður á kosið. Þegar upp er
staðið aukum við menntun í landinu.
Það er eitt það mikilvægasta sem
við er að etja í menntakerfinu, því
að efnahagsleg framtíð okkar bygg-
ist á þessu,“ segir Illugi sem hefur
væntingar til þess að þetta komist í
framkvæmd á kjörtímabilinu. „Ef
um málið næst góð pólitísk sam-
staða sem og samstaða með kenn-
urum, sveitarfélögum og nemendum
verður þetta vel mögulegt á kjör-
tímabilinu.“
Stytta frekar grunnskólann
Rektor MR telur framhaldsskólann ekki geta almennt verið 3 ár Mennta-
málaráðherra segir styttingu náms geta orðið að veruleika á kjörtímabilinu
„Á þessu sést að við erum nú meðal
hjólreiðaþjóða Evrópu,“ segir
Björg Helgadóttir, verkefnastjóri á
umhverfis- og skipulagssviði
Reykjavíkurborgar, en á dögunum
var settur upp svokallaður rafrænn
hjólateljari á hjólastígnum fyrir
neðan Hótel Nordica á Suðurlands-
braut. Teljarinn er keyptur frá
Danmörku og tengdur vefsíðunni
bicyclecounter.dk sem sýnir hve
mörg hjól fara fram hjá honum á
hverjum degi, á mismunandi tímum
dags og yfir árið, en síðan tengist
einnig mælum í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Lúx-
emborg, Englandi og Írlandi.
Mælirinn er tengdur tveimur
lykkjum með rafsegulboðum sem
liggja í rörum undir stígnum og
verða tvö dekk að fara jafnskjótt
yfir lykkjurnar til að mælirinn
skynji það. Nú þegar hefur mæl-
irinn talið yfir 1.300 hjólamenn, en
af þeim eru langflestir á ferðinni
um fjögurleytið síðdegis. Björg seg-
ist gætu trúað því að mælirinn
skynjaði hlaupahjól og jafnvel
barnavagna, en þar eð teljarinn sé
á hjólreiðastíg ætti truflun slíkrar
umferðar að vera í lágmarki.
„Við völdum þennan stað bæði
vegna þess að þetta er fjölsóttur
hjólastígur og vegna þess að þarna
er hann sýnilegur og vonandi að
ökumenn geri sér grein fyrir því
hversu margir hjólreiðamenn eru á
ferðinni. Við vonumst til þess að
þessi fyrsti teljari sanni sig og við
getum í kjölfarið komið fyrir mæl-
um á fleiri stöðum.“ Björg telur að
hjólamenningin sé komin til að
vera. Hingað til hafa hjólatalningar
farið fram handvirkt og hafa þær
mælingar sýnt mikla fjölgun hjól-
reiðafólks eða allt að tvöföldun á
milli ára. „Þetta er allt á uppleið og
er frábær viðbót í samgöngumáta
borgarbúa.“ hhjorvar@mbl.is
Rafrænn hjólateljari sýnir
fjölda hjólreiðamanna
Hjólreiðar allt að tvöfaldast á milli ára Talið yfir 1.300
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rúllandi, rúllandi Tæplega 300 hjólreiðamenn höfðu átt leið hjá hjólatelj-
aranum þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær.
Illugi segir vandann í mennta-
kerfinu þann að of algengt sé að
það taki nemendur lengri tíma en
fjögur ár að klára prófgráðu sína á
framhaldsskólastigi sem og að
alltof fáir fari í verknám.
„Það er stórt vandamál að alltof
fáir skuli velja sér að fara verk-
námsleiðina strax í upphafi, þegar
grunnskóla lýkur,“ segir Illugi og
bætir við að hann muni leggja ríka
áherslu á verknám og muni vinna í
þeim málum. 45% nemenda hafa
lokið framhaldsnámi á fjórum ár-
um, sem er mun lægra hlutfall en í
löndunum í kring.
Illugi segir að með breytingum
þurfi þó að virða sögu skólanna og
hefðir og sjá hvernig hægt sé að
koma til móts við alla. „Það má þó
ekki verða til þess að við horfumst
ekki í augu við þann vanda sem við
er að etja. Málefni einstakra skóla
mega ekki skyggja á heildina. Við
viljum fjölbreytni og við viljum
hafa val. Við viljum ekki að skól-
arnir verði allir eins, þeir verða að
fá að halda sínum sérkennum.“
Linda Rós telur mikilvægt að
leyfa krökkum að velja sig fyrr inn
á verklegar greinar og listgreinar.
„Við erum með stóran hóp í grunn-
skólanum sem er óánægður með
að þurfa að vera fullan skóladag í
bóklegum greinum án þess að
hafa minnsta áhuga á því. Það er
grimmt að mæta þessu fólki ekki
með öðrum brautum fyrr.“
Leggur áherslu á verknám
MÁLEFNI EINSTAKRA SKÓLA MEGA EKKI SKYGGJA Á HEILDINA
Illugi
Gunnarsson
Linda Rós
Michaelsdóttir
Framhaldsskólar Mjög lengi hefur verið umræða um það hvort stytta ætti nám í framhaldsskólum landsins.
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Sumar 20 7. - 14. september
Perlur Ungverjalands
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Glæsileg ferð að Balatonvatni í Ungverjalandi, sem er
rómað fyrir líflega bæi og ólýsanlega fegurð.
Heimsækjum borgirnar Passau og Búdapest sem eru
frægar fyrir falleg bæjarstæði.
Verð: 174.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Upplýsingabæklingur um áhrif lúp-
ínu og skógarkerfils á vistkerfi lands-
ins kom út fyrir skömmu. Í bæklingn-
um er einnig greint frá mögulegum
aðferðum til að draga úr útbreiðslu
þessara tveggja tegunda.
Krisján H. Jóhannsson, sviðsstjóri
hjá Landgræðslu ríkisins, segir mik-
ilvægt að uppfræða almenning um
þessar tegundir sem skilgreindar eru
sem ágengar. Kristján segir að í sínu
starfi fái hann nokkurn fjölda símtala
frá fólki sem vilji eyða lúpínunni og fá
ráðleggingar um hvernig megi losna
við hana. Segir hann ýmsar aðferðir
mögulegar til þess, en leggur áherslu
á að notkun eiturs sé síðasti kostur-
inn.
Í bæklingnum sem gefinn er út í
samvinnu Landgræðslunnar og Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands, kemur
fram að áhersla sé lögð á að uppræta
tegundirnar á miðhálendinu og á frið-
lýstum svæðum. Einnig er vakin at-
hygli á því að fólk geti tilkynnt um
vaxtarstaði lúpínu og skógarkerfils,
sérstaklega á hálendi og friðlýstum
svæðum. „Við erum að reyna að sýna
ábyrgð og benda fólki á leiðir til að
losna við þessar tegundir ef það er
vilji viðkomandi,“ segir Kristján og
minnir á lagabókstafinn sem banni
dreifingu á innfluttum tegundum á
vernduðum svæðum og friðlöndum.
„Ég held að Íslendingar hafi enn
ekki mikla reynslu af ágengum teg-
undum. Þó lúpínan sé farin að breið-
ast töluvert út, þá hefur hingað til
ekki verið horft á hana sem mikið
vandamál,“ segir Elín Fjóla Þóris-
dóttir hjá Landgræðslu ríkisins, að-
spurð hvort Íslendingar séu nægjan-
lega upplýstir um áhrif lúpínu á
náttúruna.
Fræða al-
menning
um lúpínu
Ágeng Lúpína dreifir sér inn á
mosagróið land við Hólmsá.