Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
hringt í þig. Ég sakna þess svo
að fá þig heim og heyra „Honey
I‘m home“. Ég sakna ferskleik-
ans sem þú komst með þegar þú
komst heim til okkar, þú varst
ein af okkur.
Við hikuðum ekki við að
skamma hvor aðra en aftur á
móti hikuðum við ekki heldur við
að peppa hvor aðra upp.
Ferðalögunum sem við fórum
í mun ég aldrei gleyma. Sérstak-
lega ferðinni okkar til USA þar
sem við vorum bara að pæjast,
ég mun aldrei gleyma þessum
tíma. Enda held ég að ég hafi
aldrei hlegið eins mikið og í
þessari ferð. Þvílík dekurferð og
hamingja að fá að vera með vin-
konu sinni í svona ferðalagi,
þetta var toppurinn á tilverunni.
Við vorum byrjaðar að plana
aðra svona ferð en nú ertu bara
farin.
Elsku Sússan mín, nú ertu
bara farin og ég er hér eftir. Það
var kvöldinu áður sem við vorum
að plana gott sumar saman og
við ætluðum að gera eitthvað
mikið og gott úr þessu sumri.
En ég veit að þú ert komin á
betri stað og ég veit að þér líður
betur.
Í söknuði mínum hlusta ég á
þetta lag því ég veit að þú hélst
mikið uppá það:
Táningsára öldurót eftir það mér kom
í mót.
Bjartar vonir brugðust eins og gengur.
Oft var kalt og oft var heitt, ei ég
skildi þetta neitt
En samt ég reynd́að segja „hallelúja“.
Nú leiðst við höfum langan veg, ljúfi
Jesú þú og ég.
Þú gafst mér styrk ég stóð í skjóli
þínu.
Er vinir brugðust vona og þrá, varstu
Drottinn enn mér hjá,
skýlið mitt og skjöldur, „hallelúja“.
(JFK)
Ég veit að þú ert góðum Guði
falin. Hann elskar okkur með
kærleika sem setur engin skil-
yrði.
Ég sendi mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til barna hennar og
annarra aðstandenda sem eiga
um sárt binda.
Jóhanna Gunnarsdóttir
(Jóa vinkona).
Kæra Sússa. Nú er víst komið
að kveðjustund. Eins og hendi
væri veifað fórstu of skjótt. Átt-
um við saman margar baráttu-
stundir, góðar og slæmar, en
alltaf gátum við staðið saman
þegar á reyndi. Nú kveð ég þig,
elsku Sússa, megir þú finna frið,
þar sem þú nú hvílir í Guðs
höndum. Mun ég minnast þín
ævinlega og varðveita þínar ger-
semar.
Leiddu mig heim í himin þinn,
hjartkæri, elsku, Jesús minn.
Láttu mig engla ljóssins sjá
er líf mitt hverfur jörðu frá.
(Rósa B. Blöndals)
Kveðja,
Sólveig.
Elsku Sússa, fréttin um and-
lát þitt kom sem reiðarslag. Við
höfum horft á þig glíma við veik-
indi í langan tíma og hvert áfallið
á fætur öðru og alltaf náðirðu á
þrjóskunni að komast aftur á
fætur. Kannski var það þessi
þrjóska þín sem gerði fréttirnar
svo ótrúlegar. Það var alltaf svo
stutt í húmorinn hjá þér, svo yf-
irleitt ómuðu hlátrasköllin þegar
við hittumst. Töffari á mótorhjóli
og skvísa í hælum sameinuðust í
þér. Örlæti og gjafmildi ein-
kenndi þig og þú hefðir gefið
skyrtuna af bakinu á þér, þyrfti
einhver á henni að halda. Börnin
þín þrjú voru augasteinarnir þín-
ir. Stolt þitt og gleði. Sárast er
að vita að þau fái ekki meiri tíma
með þér. Við reynum að hugga
okkur við það, að nú séuð þið
systurnar saman og sælan um-
lyki ykkur alla daga. Þú sért
laus við allar þjáningar og engir
sjúkdómar hrjái þig meir.
Við þökkum fyrir allar gleði-
stundirnar og minningarnar.
Elsku Önundur Georg, Hanna
Líf og Bergþóra Ósk, ykkur
sendum við okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Tryggvi Freyr, Íris Anita
og börn.
Sússa er farin heim. Ég játa
að mér var brugðið að heyra
þessa andlátsfregn, enda var
Sússa á besta aldri í árum talið,
þó segja megi að lífsreynsla
hennar í stórsjó og brimskafli
lífsins telji með öðrum hætti.
Vegir okkar lágu fyrst saman
þegar hún var ung stúlka og þau
systkinin höfðu fengið heimili í
Keflavík. Hún var efnisbarn,
björt og falleg, en einhverra
hluta vegna var henni skammtað
meira af mótlæti í lífinu en geng-
ur og gerist.
Mótlæti herðir, þroskar og
gefur mönnum dýpt ef rétt er
brugðist við. En stundum brest-
ur festunnar tré. Sumir fá það
veganesti að manni sýnist að
rangt hafi verið gefið.
Vegir okkar sköruðust á ný
þegar hún tók þá ákvörðun að
gera Krist Jesú að leiðtoga í lífi
sínu. Ég á bjartar minningar um
einstaklega fallegt heimili sem
hún bjó fjölskyldu sinni. Börnin
nutu kærleika og aðhlynningar
og vinir og vandamenn nutu
gestrisni. Sússa var glöð og
uppáfindingsöm og aldrei logn-
molla í kringum hana. Það sem
vakti áhuga hennar var tekið
með trompi og hún var rík af
ástríðu og lífsþorsta. Hún fékk
að kynnast þeim sigurkrafti sem
fólginn er í því að fela líf sitt
bjargi aldanna.
Því miður voru óveðursskýin
aldrei langt undan. Kaldur og
dimmur veruleiki hins mannlega
breyskleika. Stundum sá varla
úr augum, sjúkdómar og áföll,
sundrung og vinslit. Sárar og
ómennskar aðstæður. En í öllum
aðstæðum lífsins heldur Drott-
inn í hönd þess er það vill þiggja,
það fékk Sússa að reyna.
Við vorum góðir vinir og það
var alltaf kærkomið að heyra í
henni þegar hún sló á þráðinn
eða við hittumst. Hún átti alltaf
vonarneista sem jafnvel erfið-
ustu aðstæður gátu ekki slökkt.
Hún sá alltaf birtu handan við
kólguna.
Ég kveð Sússu með trega.
Auðvitað er mér ljóst að lífið var
henni Kristur og dauðinn er
henni ávinningur. Hér er tára-
dalur og þrenging borið saman
við ljósheima lífsins.
Við hjónin vottum börnum
hennar og öllum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Postulinn Páll ritar:
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leit-
ar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er
ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en
samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En
spádómsgáfur, þær munu líða undir
lok, og tungur, þær munu þagna, og
þekking, hún mun líða undir lok.
Gunnar og Jónína.
HINSTA KVEÐJA
Elsku Sússa mín, það er
ekki auðvelt að kveðja litlu
systur sína en sá tími er
kominn hvort sem manni
líkar það betur eða verr.
Það var erfitt að horfa á þig
glíma við veikindin og áföll-
in sem þeim fylgdu. Nú er
sú barátta allavega búin og
ég veit að nú hefur þú feng-
ið lausn frá þeim og hug-
arró.
Þinn bróðir,
Georg.
✝ Erna Brynhild-ur Jensdóttir
fæddist í Reykjavík
1. febrúar 1928.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 16. júní
2013.
Móðir hennar
var Guðrún Lýðs-
dóttir og faðir
hennar Jens Ög-
mundsson. Fóstri
Ernu var Guðjón Rögnvaldsson.
Þann 17. júní 1947 giftist
Erna eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Guðjóni Gunnarssyni, f. 17.
júní 1922. Erna og
Guðjón eignuðust
fimm börn, þau eru:
Guðjón Rúnar Guð-
jónsson, Gunnar
Guðjónsson, Sólrún
Guðjónsdóttir, Er-
lingur Þór Guð-
jónsson og Snorri
Geir Guðjónsson.
Tengdabörnin eru
5 talsins, barna-
börnin eru 12 og
barnabarnabörnin 17.
Útför Ernu fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag, 22. júní 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
Ég kom fyrst í heimsókn að
Tjörn í Biskupstungum 1970 og
hitti þá Ernu og Guðjón, verðandi
tengdaforeldra mína.
Hún tók brosandi á móti mér
eins og þau gerðu reyndar bæði
og buðu mig velkomna á sitt
heimili.
Á milli okkar Ernu hefur alltaf
ríkt góð og innileg vinátta. Við
fórum saman í margar ferðir en
ein þeirra er þó eftirminnilegust,
þegar við tókum okkur upp og
fórum með kvenfélaginu til Búda-
pest. Mikið var sú ferð góð hjá
okkur. Í heila viku mældum við
götur þessarar fallegu borgar
með skemmtilegum konum.
Erna var húsmóðir af gamla
tímanum. Hún var ekki ánægð
nema hún hefði 40 sortir á borð-
um ef gesti bar að garði og þannig
var það líka síðast þegar ég kom
að Tjarnarkoti fyrir um tveimur
mánuðum síðan.
Fyrir veislur sem haldnar voru
á mínu heimili var alltaf númer
eitt að biðja Ernu ömmu um að
baka „Daim kökuna“ vegna þess
að hún er og verður í uppáhaldi
um ókomna tíð. Svo var ég bara
vinsamlega beðin um að biðja
ömmu um að baka kleinurnar
vegna þess að hennar væru miklu
betri en mínar og lét ég það mjög
auðveldlega eftir. Var í rauninni
alveg sammála. Þú vissir svo vel
að hverju stefndi síðustu vikurnar
og varst svo sátt og æðrulaus.
Þakkaðir fyrir allt og ekki síst
tímann sem þið Guðjón áttuð á
Kanarí í febrúar í 85 ára afmæl-
isferðinni þinni.
Elsku Ernu er sárt saknað af
mér, mínum börnum, tengda-
börnum og barnabörnum. Öllum
þótti gott að koma í Tjarnarkot til
að hitta ömmu og afa en góðu
minningarnar lifa og við yljum
okkur við þær hugsanir.
Ég bið góðan guð að vera með
öllu þínu fólki og okkur sem þótti
svo vænt um þig.
Þungt í mér hjartað og þögul um stund
er þýðist ég örlögin þín.
Sárt mun ég sakna en sefast mín lund
sem yljar mér fortíðarsýn.
(Höf. ók.)
Perla Hlíf Smáradóttir.
Við nutum þeirra forréttinda
að fá að alast upp í næsta húsi við
ömmu. Hún var alltaf svo góð við
okkur og kenndi okkur margt. Að
komast í spjall hjá ömmu var svo
yndislegt því hún sýndi manni
alltaf svo mikinn áhuga og hafði
jafnframt góðar sögur að segja af
sér og sínum.
Ekki skemmdi það svo að hún
var alltaf með heimabakað sæta-
brauð og ekki var hægt að fá betri
hjónabandssælu og kleinur en hjá
ömmu.
Amma var svo jákvæð og bjart-
sýn á lífið og fjölskyldan var henni
allt, það fundum við vel. Þetta
munum við ávallt tileinka okkur
og þannig verður hún alltaf með
okkur.
Okkur finnst þessi vísa eiga vel
við ömmu því hún var svo mikill
fuglavinur:
Lítill fugl á laufgum teigi
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heiðum degi,
hristir silfurdögg af væng.
Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill, að allur heimur heyri,
hvað hann syngur listavel.
Litli fuglinn ljóða vildi
listabrag um vor og ást.
Undarlegt, að enginn skyldi
að því snilldarverki dást.
(Örn Arnarson)
Takk fyrir allt, elsku besta
amma, þín verður sárt saknað.
Elsku afi, megi góður Guð styrkja
þig í sorginni.
Kveðja,
Jónína (Nína) og Harpa.
Erna frænka mín á Tjörn í
Biskupstungum var mikill og
sterkur persónuleiki. Hún var
snör í snúningum og vílaði fátt
fyrir sér. Minni hennar og þekk-
ing var með nokkrum ólíkindum.
Hún gat endalaust frætt mig um
ætt okkar frá Skógarströnd og úr
Breiðafjarðareyjum. Hún var
jafnframt minn síðasti tengiliður
við kynslóð föðurættar, sem nú er
öll horfin á bak við húmsins tjöld.
Hún fylgdist grannt með lands-
málum og hafði sterkar skoðanir
á athöfnum stjórnvalda, stjórn-
málamönnum og flokkum. Þekk-
ing hennar á landi og landshátt-
um var mikil og fyrir náttúrunni
og öllu lífi bar hún mikla virðingu.
Ég kynntist þessari frænku
minni ungur drengur, þegar hún
var húsfreyja á Tjörn. Í minning-
unni voru þá öll sumur sólrík. Það
skipti líka máli, að ég fékk að
veiða í Tjörninni. Síðan þá áttum
við af og til löng samtöl í síma, þar
sem fjölmörg mál voru reifuð,
rædd og leyst. Heimsóknir að
Tjörn strjáluðust, en sambandið
slitnaði aldrei. Ég tel það til minn-
ar gæfu, að ég fékk að kveðja
hana frænku mína rétt fyrir and-
látið. Það var góð stund. Allur ótti
við dauðann var fjarri og vissan
um framhald afdráttarlaus.
Einhver sagði, að karl og kona
væru sköpuð til að fullkomna
hvort annað, en ekki til að vera
eins. Nákvæmlega þannig var
hjónaband þeirra Ernu og Guð-
jóns Gunnarssonar, bónda á
Tjörn. Líf þeirra og nöfn voru svo
samtvinnuð, að annað þeirra
verður ekki nefnt án hins. Þau
voru ólík að eðlisfari, en annað
betra hjónaband hefi ég ekki
þekkt. Í drjúg 65 ár byggðist sam-
búð þeirra á einlægu trausti,
áhugamálin fóru saman og ást
þeirra og vinátta var hverjum
manni auðsæ. Þau voru fyrir-
mynd alls þess sem verðmætast
er í samlífi karls og konu. Þegar
árin færðust yfir þau hjón, tóku
synir við búskapnum, en þau
reistu sér lítið hús og snoturt
skammt frá Tjarnarbænum. Þau
nefndu það Tjarnarkot. Þegar bú-
störfunum sleppti, hófst nýtt
tímabil í ævi þeirra. Þau tóku til
að ferðast meira en áður og sinna
hestamennsku, sem var þeirra
helsti yndisauki. Þau fóru um
landið þvert og endilangt, oft í
hestaferðum og einnig í bíl, sem
þau gátu gist í. Þau ferðuðust
einnig utanlands, sér til fróðleiks
og ánægju. Síðasta utanlands-
ferðin var í byrjun þessa árs. Þá
veiktust bæði af flensu. Bati Guð-
jóns var skjótur, en Ernu ekki, og
greindist hún þá með krabba-
mein.
Langri og gæfuríkri sambúð er
nú lokið, a.m.k. í bili. Valmennið
Guðjón í Tjarnarkoti, 91 árs, hef-
ur misst mikið. Úr þessu verður
líf hans tengt minningum um ást-
ríka sambúð og umhyggju góðra
barna. Ég og fjölskyldan kveðjum
Ernu frænku með innilegu þakk-
læti fyrir hennar þátt í okkar lífi.
Árni Gunnarsson.
Erna Brynhildur
Jensdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Minningarathöfn okkar hjartkæru
SIGRID VALTINGOJER,
Bárugötu 33,
Reykjavík,
sem lést 8. maí í Berlín, verður haldin
mánudaginn 24. júní kl. 13.00 í Iðnó.
Dreifing ösku mun fara fram eftir athöfnina í
grennd við Kleifarvatn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgit Guðjónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
VIGNIS GÍSLA JÓNSSONAR,
Skógarflöt 23,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, A- og E-
deildar Sjúkrahúss Akraness og dagdeildar Höfða.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Eiríksdóttir,
Eiríkur Vignisson, Ólöf Linda Ólafsdóttir,
Katrín Björk Þórhallsdóttir, Sindri Már Atlason,
Vignir Gísli Eiríksson,
Eiríkur Hilmar Eiríksson,
Ólafur Atli Sindrason.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
AÐALHEIÐAR TORFADÓTTUR,
Vogatungu 3,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13E á Landspítala.
Ragnar Ásmundsson,
Tinna Ragnarsdóttir,
Víðir Ragnarsson, Auður Magnúsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem heiðruðu minn-
ingu hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ANTONS GUÐLAUGSSONAR,
Dalvík.
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
vinarhug og hlýju með nærveru sinni,
blómum og kveðjum. Við þökkum ennfremur alla veitta aðstoð
og sérstakar þakkir fá gamlir félagar úr Karlakór Dalvíkur.
Sigurlaug Sveinsdóttir,
Guðbjörg Antonsdóttir,
Elín Antonsdóttir, Skafti Hannesson,
Anna Dóra Antonsdóttir, Sveinn Sveinsson,
Arna Antonsdóttir,
Þórólfur Antonsson, Hrönn Vilhelmsdóttir,
Árdís Antonsdóttir,
barnabörn, langafabörn og langalangafabarn.