Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  144. tölublað  101. árgangur  ÍSLAND Í STERKUM RIÐLI Á EM ÞORGRÍMUR BERDREYMINN LISTAMAÐUR ÓLAFUR DARRI LEIKSTÝRIR TVEIMUR KVIKMYNDUM SUNNUDAGUR RISASTÖKK 46ÍÞRÓTTIR „Tófan er orðin algjör plága og er að eyðileggja lífríki landsins. Þarna er verið að mismuna náttúrunni og stjórnvöld verða að grípa inn í til að draga úr ójafnvæginu,“ segir Gunnar Þórðarson, 95 ára, sem er með æðarvarp við Lón í Viðvík- ursveit. Starfshópur í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu er að fara yfir skipulag refaveiða með sérstaka áherslu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra. Hóp- urinn á að skila tillögum 1. október næstkomandi. »20 Tófan er algjör plága Jafnvægi Gunnar vill fækka tófu.  Starfshópur fer yfir skipulag veiða Börnin þyrpast út á stígana og þá nægir ekki að vera á tveimur jafnfljótum til að ná sem mestum hraða. Þá koma hjólabrettin sér vel. Veðurstofan spáði í gær hægri breytilegri átt á landinu í dag, skýjuðu með köflum og stöku skúrum suðvestanlands. Fremur hæg norð- vestlæg átti að vera eftir hádegið, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig að deg- inum, hlýjast sunnanlands. Morgunblaðið/Styrmir Kári Brunað á brettum inn í sumarið Skúli Hansen skulih@mbl.is Hækkunin á sérstaka veiðigjaldinu í uppsjávarfiski sem lögð er fram í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, um breytingar á veiðigjöldum kæmi mjög illa við einstök byggðarlög þar sem upp- sjávarútgerðir eru. Þetta segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir sem fara út úr Vestmannaeyjum, Fjarðabyggð, Hornafirði og eins út úr Reykjavík vegna þessarar hækkunar,“ segir Adolf. Þá bendir hann á að einnig sé mikil óvissa í kringum uppsjáv- arveiðarnar. Þannig sé til dæmis ekki enn búið að gefa út loðnu- kvóta og óvíst hvort loðnuvertíð verði eða ekki. „Það er náttúrlega gríðarleg fjárfesting sem liggur þarna á bak við í bræðslum, skip- um, búnaði og vinnslu í landi,“ segir Adolf. Aðspurður hvaða áhrif það hefði ef frumvarp ráðherrans yrði ekki að lögum segir Eiríkur Tómasson, forstjóri útgerðarfélagsins Þor- bjarnar: „Miðað við ástandið í dag væri verið að hirða allan hagnað af rekstrinum og meira til og mjög mörgum bolfiskútgerðum myndi blæða út við slíkan gjörning.“  Segir óbreytt veiðigjöld þýða að mörgum bolfiskútgerðum myndi blæða út „Gríðarlegar upphæðir“ færu út úr sveitarfélögum  „Í listaheiminum þykir maður hins vegar nánast vera svikari ef maður er hægrisinnaður,“ segir Pétur Gautur listmálari í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. „Listaháskóli Íslands er þar engin undantekning. Þar eru til dæmis kennarar sem innprenta nem- endum sínum hatur á Sjálfstæð- isflokknum. Fyrir því hef ég fjöl- margar sannanir.“ Pétur Gautur kveðst geta hugsað sér annað fyrirkomulag lista- mannalauna en nú tíðkast. „… ef ég fengi til dæmis styrk frá ríkinu upp á 600.000 krónur, þá léti ég verk eftir mig til Listasafns Íslands fyrir sömu upphæð. Þannig myndi lista- safnið eignast málverk eftir sem flesta núlifandi og starfandi list- málara, stækka og dafna.“ » „Svikari ef maður er hægrisinnaður“ Listmálari Pétur Gautur talar út.  Illugi Gunn- arsson mennta- málaráðherra segir nauðsyn- legt að líta ekki svo á að hér verði dregið úr kröfum og úr námi ef kæmi til að stytta skól- ann. Með góðri samstöðu sé möguleiki að stytta nám á kjörtímabilinu. Linda Rós Michaelsdóttir, rektor MR, telur að betri möguleiki sé að stytta grunn- skólann. Þar séu efstu bekkir ekki nægjanlega vel nýttir. »6 Mögulegt að stytta nám á kjörtímabilinu Illugi Gunnarsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningi stækkunar friðlands Þjórsárvera er lokið, meðal annars með samkomulagi ríkisins við sveit- arfélögin, og aðeins vantar undir- skrift ráðherrans. Undirritun var hins vegar frestað vegna athuga- semda Landsvirkjunar. Er þetta í annað skipti sem frágangi málsins er frestað því fyrrverandi umhverfisráð- herra vildi skrifa undir fyrir kosning- ar en sveitarfélögin voru þá ekki tilbúin. Landsvirkjun á mikilla hags- muna að gæta á þessu svæði vegna virkjana og vatnsmiðlana, meðal ann- ars hugmynda um Norðlingaöldulón sem er hagkvæm vatnsmiðlun til virkjana á svæðinu. Friðlýsingin myndi útiloka gerð Norðlingaöldu- veitu og möguleika á endurskoðun hennar til að draga úr áhrifum hennar á umhverfið. Fyrirtækið lýsti and- stöðu við skilmála friðunarinnar eins og þeir komu fram í tillögu Umhverf- isstofnunar en ekki var tekið tillit til þeirra. Telur Landsvirkjun málsmeð- ferðina ekki hafa verið að lögum. „Það eina sem við förum fram á er að þegar stjórnvöld taka ákvörðun séu þau upplýst um þessi sjónarmið og vinnubrögðin séu í samræmi við gildandi lög. Okkur finnst það ekki rétt að ráðherra taki svona stóra ákvörðun án þess að vera upplýstur um okkar umsögn, eins og virðist vera í þessu tilviki,“ segir Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar. »16-17 Frestað í annað skipti  Landsvirkjun krefst þess að farið sé að lögum  Fyrr- verandi umhverfisráðherra vildi skrifa undir fyrir kosningar M„Hirða allan hagnað“ »14

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: