Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 Þingmenn stjórnarandstöðunnarsettu upp leikrit í þinginu í gær af því tilefni að þingnefnd og síðar ráðherra höfðu óskað eftir að hitta forsvarsmenn undir- skriftasöfnunar. Og þeir gátu spunnið talsvert úr því að ráðu- neytið hafði sent af- rit af fundarboðinu til yfirmanns annars forsvarsmannanna þó að beðist hafi verið afsökunar á því og það sögð mis- tök.    En stjórnarand-staðan gaf lítið fyrir að mistök hefðu átt sér stað og sagði fundarboðið alvarlegt mannrétt- indabrot (!) og ósk- aði þess að forseti þingsins hlutaðist til um að fundur yrði haldinn í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd.    Þó er slíkt fundarboð ekki íverkahring þingforseta en ef þingmönnunum hefði verið alvara hefðu þeir sjálfir getað óskað eftir fundi.    En auðvitað var þetta bara inni-haldslaust upphlaup og til marks um með hvaða hætti stjórn- arandstaðan hyggst starfa.    Sama fólk kveinkaði sér undankurteislegri stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili og kallaði eft- ir „samræðustjórnmálum“ í stað „átakastjórnmála“. Nú eru sam- ræðurnar hróp og köll út af engu úr ræðustóli Alþingis.    Stjórnarandstöðunni ber að sjálf-sögðu skylda til að halda uppi stjórnarandstöðu og veita stjórn- völdum aðhald. En ætli það væri ekki meira gagn í slíku aðhaldi ef einhver tryði því að stjórnarand- stöðunni væri alvara. Árni Þór Sigurðsson Upphlaup á Alþingi STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Veður víða um heim 21.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 11 léttskýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:56 24:05 ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35 SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18 DJÚPIVOGUR 2:10 23:49 Björn Björnsson bgbb@simnet.is Merkum áfanga hefur verið náð í hafnarmálum á Sauðárkróki með til- komu nýrrar, rúmgóðrar og öruggr- ar smábátahafnar, sem loks var unnt að koma fyrir eftir byggingu nýs Suðurgarðs. Kostnaður við verkið er í kringum 125 milljónir króna. Um árabil höfðu verið gerðar líkanarannsóknir af svæðinu og straummælingar og reynt að kort- leggja sandburð inn í höfnina, lægja ókyrrð við norðurgarðinn og leitað þannig leiða til þess að gera lægi skipa þeirra sem þar eru eins öruggt og verða má. Flestar rannsóknir bentu til þess að öflugur Suð- urgarður myndi gera hvort tveggja, auka kyrrðina og hefta sandburð inn í höfnina. Í október 2008 var hafist handa við gerð þessa mikla varnargarðs, og var það verktakafyrirtækið Víði- melsbræður sem annaðist verkið og afhenti það 15. júní 2009. Aðgengi mjög gott Innan Suðurgarðsins varð nú til mjög ákjósanlegt svæði fyrir smá- bátahöfn, sem þessa dagana er verið að taka í notkun. Það var Sigl- ingastofnun sem skipulagði allt svæðið en síðan var það fyrirtækið Kroli ehf. í Garðabæ sem setti upp hinar nýju og aðgengilegu flot- bryggjur, sem framleiddar eru hjá Loftorku í Borgarnesi. Aðgengi er mjög gott að öllum bryggjum fyrir bátseigendur, sem hafa lykla að sínu svæði, og því er girt fyrir að óvið- komandi séu á ferli í eða við bátana. Nú þegar eru komin tæplega 50 legurými fyrir litla og meðalstóra báta og gert er ráð fyrir að unnt verði að bæta síðar við fleiri bryggj- um, en nú þegar hafa flest rýmin sem komin eru verið pöntuð. Að sögn Gunnars S. Stein- grímssonar yfirhafnarvarðar hafa allar framkvæmdir staðist og verkið gengið mjög vel. Steypt hefur verið löng upptökubraut, byggt lítið að- stöðuhús og komið upp fullkominni lýsingu á svæðinu. Smábátahöfnin verður formlega tekin í notkun á Lummudögum 30. júní nk. Bylting fyrir smábátasjómenn  Ný smábátahöfn á Sauðárkróki  Nærri 50 legurými og flest pöntuð Morgunblaðið/Björn Björnsson Bylting Smábátasjómenn á Sauðárkróki hafa fengið stórbætta aðstöðu. Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: