Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 37
hægjast á öðrum vettvangi. Við
vottum Selmu og öðrum ástvin-
um dýpstu samúð og vonum að
minningin um góðan mann
leggi líkn með þraut.
Pétur Bjarnason
og Ingvar Viktorsson.
Hvað er lífið? Þegar stórt er
spurt er venjulega fátt um
svör.
Gunnar var borinn og barn-
fæddur Vestmannaeyingur og
bjó þar alla sína tíð. Við þekkt-
umst frá barnæsku, enda stutt
á milli heimila okkar, sem voru
í austurbænum.
Gunnar hóf snemma sjósókn,
enda draumur flestra dugandi
Eyjapeyja á þeim árum að
komast á sjóinn. Árið 1961 lauk
hann námi í Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík.
Gunnar var rólegur í fasi og
ekki fyrir orðagjálfur og aldrei
heyrðist í honum, þótt eitthvað
færi úrskeiðis og aldrei heyrði
ég hann tala illa um nokkurn
mann. Árið 1966 tók hann við
skipstjórn á Ísleifi fjórða og
vorið 1967 fór ég til hans stýri-
maður og um haustið fórum við
með Gullfossi til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til Rósendal í
Noregi að sækja nýjan Ísleif. Á
leiðinni með Gullfossi var glatt
á hjalla og Gunnar var með gít-
arinn og hélt uppi fjöri á kvöld-
in. Ég var með Gunnari til árs-
ins 1971 og voru miklar
útilegur á þeim árum, fyrst í
úthafinu og síðan í Norðursjón-
um. Farið í júníbyrjun og kom-
ið heim í ágúst í viku og farið
svo aftur og komið heim rétt
fyrir jól.
Þá þekktist ekki að kalla til
sálfræðinga til að aðstoða menn
eftir langa útivist, heldur sáu
menn um það sjálfir að gera
sér lífið bærilegt, enda var
þarna úrvalslið, sem enn í dag
minnist með glöðu geði þessara
góðu tíma. Ég man að eitt sinn
í útlegðinni sendum við eigin-
konunum lagið Help í óskalaga-
þætti sjómanna, en þær sendu í
næsta þætti lagið Help your-
self. Þetta gat að vísu verið
svolítið tvíeggjað. Yfirleitt þeg-
ar haldið var til hafnar af mið-
unum tók Gunnar fram gítarinn
og áhöfnin kom saman á báta-
dekkinu og var þá sungið við
raust. Við Gunnar leigðum
saman íbúðir í Hirtshals í Dan-
mörku tvö sumur og vorum þar
með konur og börn og voru það
góðir tímar og margt brallað og
margt lagt í minningasjóðinn.
Síðan ég hætti til sjós 1975 og
við hjónin fórum ekki aftur til
Eyja, höfum við haldið vel í
vináttuna og hist, þó kannske
alltof sjaldan eftir á að hyggja.
Það var sárt þegar Selma eig-
inkona Gunnars hringdi og
sagði að hann væri á gjör-
gæsludeild eftir aðgerð. Ég
þóttist strax vita að hverju
stefndi.
Gunnar ásamt Leifi Ársæls-
syni og Kára Birgi Sigurðssyni
keyptu Ísleif Ve 63 af dánarbúi
Ársæls Sveinssonar vorið 1975.
Kári Birgir seldi þeim svo sinn
hlut 1989 og ráku þeir Leifur
útgerðina saman til ársins 2004
og seldu þá Vinnslustöðinni út-
gerðina og Gunnar hætti á
sjónum.
Maður veit mörg dæmi þess
að þegar menn setjast í helgan
stein og ætla að fara að njóta
ávaxtanna af ævistarfinu fer á
annan veg og heilsan setur
strik í reikninginn og þannig
fór það hjá Gunnari.
Það var mottó hjá útgerð Ár-
sæls Sveinssonar að byrja aldr-
ei úthald á mánudegi eða mið-
vikudegi og hélt Gunnar þetta
mottó sína skipstjóratíð og var
það því vel við hæfi að hann
kveddi lífið ekki fyrr en eftir
miðnætti á miðvikudegi.
Við hjónin þökkum Gunnari
langa og trausta vináttu og
biðjum Guð að styrkja fjöl-
skylduna í sorginni.
Jón Berg.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Elsku Kristján minn.
Það leikur enginn vafi á því að
þú átt stóran þátt í þeim manni
sem ég er í dag. Þvílík forréttindi
að fá að kynnast þér og eyða öll-
um þessum sumrum saman. Ég
man ennþá eftir því veturinn
sem þú hringdir í mig og kynntir
þig. Ég kveikti nú strax á því
hver þú værir þar sem við höfð-
um verið að lappa upp á girðingu
saman milli Hjaltabakka og
Húnsstaða sumarið áður. Þú
spurðir mig hvort ég vildi ekki
koma í sveit til þín næsta sumar,
en þar sem ég var búinn að
ákveða mig að hvíla mig á því var
ég nú ekki viss. En þú baðst mig
að hugsa málið vel, sem ég gerði
og skellti mér til ykkar á Húns-
staði. Það var sko hárrétt
ákvörðun. Því reynslan og
skemmtunin sem ég varð ríkari
er ómetanleg. Við áttum vel skap
saman og þú varst alltaf glaður
og kátur, þó það væri 50 ára ald-
ursmunur á okkur. Við gátum
alltaf spjallað og skemmt okkur
yfir einhverju. Er mér sérstak-
lega minnisstætt atriði sem átti
sér stað í sveitinni þegar við vor-
um að bera skít á túnin, ég stóð
við haughúsið og hrærði, ásamt
því að tengja barkann við haug-
suguna. Í einni ferðinni kemur
þú til baka og segir við mig að
það sé sennilega eitthvað stífl-
Kristján Sigfússon
✝ Kristján Sig-fússon á Húns-
stöðum fæddist á
Grýtubakka í Höfð-
ahverfi 30. sept-
ember 1934. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 12. júní
2013.
Útför Kristjáns
fór fram frá
Blönduóskirkju 21.
júní 2013.
aður stúturinn aft-
an á haugsugunni.
Ég rölti aftur fyrir
hana og sé þar
spýtukubb fastan í
stútnum, í sakleysi
mínu ætla ég nátt-
úrulega að losa
hann úr, gríp í
klemmuna til að
opna stútinn og
búmm, þarna á bak-
við var gríðarlegur
þrýstingur svo ég stóð þarna
með kúamykju frá toppi til táar.
Þá opnaðir þú gluggann aftan á
dráttarvélinni, glottir út í eitt,
réttir mér servíettu svona eins
og maður fær með pulsu og
spurðir mig hvort ég þyrfti ekki
að þurrka mér. Svo skellihlógum
við. Allt frá því að dæla skít, slá
gras eða flytja fé, allt gerðum við
þetta saman, sumar eftir sumar.
Eyddi ég líka áramótum, pásk-
um og öðrum skólafríum hjá
ykkur í sveitinni, enda einstakt
fólk. Ég kveð þig með tárin í
augunum, en minningin mun lifa.
Takk fyrir allt. Kveðja,
Pétur Elvar.
Frá fornu fari hefur verið
heldur gott nágrenni í þeirri
ágætu sveit, Torfalækjarhreppi,
og þegar Kristján Sigfússon á
Breiðavaði giftist Grétu á Húns-
stöðum og flutti hingað snemma
á sjöunda áratugnum, féll hann
vel inn í þessi góðu nágranna-
samskipti. Hann var með ein-
dæmum greiðvikinn, ef eitthvað
kom upp á, enda þarf þess með í
sveitunum að menn hjálpist að.
Kristján á Húnsstöðum var
um margt praktískur í búskapn-
um. Hann byggði t.d. fjárhús úr
rekaviði og klæddi bárujárni,
einföld bygging en skjólgóð, og
hafði drjúgar afurðir af fé sínu
en kostnaði haldið í lágmarki.
Hann var í fremstu röð um vél-
væðingu, keypti vörubíl og
stundaði talsvert akstur, einnig
var hann fyrstur manna í sveit-
inni til að koma sér upp hey-
bindivél, þegar þau undratæki
tóku að ryðja sér til rúms, og
batt mikið fyrir aðra. Þegar vél-
ar biluðu, sem stundum kom fyr-
ir, taldi hann það frekar vélinni
að kenna en vélamanni.
Það var gott að vinna með
Kristjáni því hann var útsjónar-
samur. Mikill munur man ég var
þegar við vorum eitt sinn að end-
urnýja landamerkjagirðinguna
og hann kom með staurabor knú-
inn af dráttarvél sem létti okkur
mjög starfið. Á þeim árum, áður
en flest var bannað og menn
slátruðu stórgripum heima á bæ,
var hann afkastadrjúgur, bæði
við sláturverk og að hantéra
matvæli, þekkti vel til fornra
matarvinnsluaðferða og matar-
gerðar.
Mikla unun hafði Kristján af
hrossum, átti góða hesta og mik-
ið stóð og þótt hann væri oft á
ferðinni á bíl eða vélum held ég
honum hafi jafnan þótt best að
ferðast á hesti. Fór hann stund-
um með félagsbræðrum sínum
langa reiðtúra um landið á sumr-
um, áður en slíkt komst í tísku,
og þótt einhverjar frátafir hlyt-
ust af við sumarverkin bjargað-
ist heyskapurinn alltaf.
Þrásinnis var ég samvistum
við hann í gangnaferðum og naut
hann þess þar jafnan að vera vel
ríðandi, en í gangnaskála á
kvöldum hélt hann uppi fjöri því
Kristján veitti ekki aðeins ná-
grönnum sínum gott liðsinni með
handaverkum sínum heldur
gladdi líka með hressilegri fram-
komu og skemmti með sögum
eða hnyttnum tilsvörum. Hann
gat verið meinlegur í tilsvörum,
orðhákur á stundum og jafnan
þar sem menn komu saman átti
hann góðan þátt í að halda uppi
líflegum samræðum.
Ein kærasta minning mín um
hann er eitt sinn fyrir eitthvað
fjörutíu árum að rafmagn fór
gjörsamlega af í héraðinu í hálf-
an sólarhring eða meira og við
bræður máttum að kveldi hand-
mjólka um 30 kýr, margar ný-
lega bornar, því mjaltavélin varð
óvirk. Þegar við höfðum stritað
við mjaltirnar góða stund og vor-
um farnir allmikið að þreytast,
heyrðist í bifreið, brak í hurð og
umgangur og síðan vatt Kristján
sér ofan í mjaltagryfjuna með
fötu í hendi okkur til liðsinnis.
Hann vissi í hverjum þrautum
við vorum og gekk nú verkið
miklum mun greiðara en áður og
mjöltunum bjargað.
Jóhannes bróðir minn og Elín
á Torfalæk taka undir þessi fá-
brotnu kveðjuorð, en Kristján á
Húnsstöðum var nágranni þeirra
um fimmtíu ára bil. Við Sigríður
sendum Grétu, börnum og að-
standendum Kristjáns innilegar
samúðarkveðjur.
Jón Torfason.
Nú er úr heimi hallur vinur
minn Kristján á Húnsstöðum og
er þar genginn sá gangnafélagi
af Auðkúluheiði, sem ég man
hvað litríkastan. Að honum þykir
mér sem öðrum mikil eftirsjá.
Kristjáni kynntist ég ekki að
ráði fyrr en eftir miðjan aldur,
en vissi þó vel af þessu flugríð-
andi glæsimenni, sem einatt lifði
hátt og fyrir stundina. Ég hélt að
það væri í samræmi við þing-
eyskan uppruna hans, en seinna
komst ég að því, að það var ekki
að öllu leyti rétt, því Kristján var
algjörlega einstakur maður fyrir
hugkvæmni sakir og annarra
eðliskosta. Snemma gerði hann
sér far um að binda bagga sína
nokkuð öðrum hnútum en sam-
ferðamennirnir, en að lokum
festi hann ráð sitt farsællega og
fékk staðfestu á vildisjörð, sem
hann hélt með sóma. Var að auki
atorkusamur við atvinnurekstur
utan heimilis. Ekki kynnti ég
mér búskaparháttu Kristjáns, en
vel sýndist mér jörðin hýst og vel
var hann ríðandi síðast er ég sá
hann í söðli.
Einstök glaðværð fannst mér
alltaf einkenna viðmót Kristjáns,
sérstaklega í fjölmenni. Hann
var mannblendinn og afar ræð-
inn við kunnuga sem ókunnuga.
Var því fljótur að kynnast fólki
og var skarpur á mannlegt eðli.
Hann sóttist sérstaklega eftir
því að laða fram þá þætti í fari
samferðamannanna, er honum
þóttu skemmtilegir. Hann var og
ættfróður með afbrigðum. Orð-
heppni hans og sagnamennsku
var við brugðið, enda kom manni
sjónarhorn Kristjáns á menn og
málefni oft á óvart. Hann gerði
því viðstöddum lífið jafnan
skemmtilegra. Ófáar gleðistund-
ir átti ég með honum á heiðum
uppi á hans langa gangnaferli og
þar kynntist ég líka hjálpsemi
hans og græskuleysi. Hann lagði
á það áherzlu við mig, að maður
ætti að láta sér líða vel í göngum.
Það þótti mér þá frumleg af-
staða. Oft saknaði ég þess, að
hann skyldi ekki vera hagmælt-
ari en raun bar vitni, því hann
hafði til að bera ýmsa mikilvæg-
ustu kosti hagyrðings.
Þótt aldrei væri ég læknir
Kristjáns bar fundum okkar
stundum saman, þegar hann lá á
spítölum. Þar sem Kristján var
harla ókvalráður gjörbreytti
hann öllu andrúmslofti kringum
sig með kímnigáfu sinni. Hefur
það trúlega að hluta til verið að-
ferð hans til að sigrast á erfið-
leikum. Síðast heimsótti ég hann
í lok sérlega erfiðrar banalegu
hans. Þótt honum væri þá orðið
einkar stirt um stef var stutt í
glensið og gamla glampann í
augunum.
Ég þakka þessum litríka fé-
laga kynnin og votta aðstand-
endum hluttekningu mína.
Pétur Ingvi Pétursson frá
Höllustöðum.
Í dag kveðjum við elskulegan
vin okkar, Þórhall Dan Johan-
sen. Á kveðjustund streyma
fram minningar um Þórhall. Það
gustaði alltaf af okkar manni og
var hann alltaf að flýta sér, því
svo mörg ólokin verk biðu hans.
Alltaf hafði hann þó tíma til að
senda vinum og vandamönnum
tölvupósta með góðum bröndur-
um eða skondnum vísum. Hann
var sannarlega mikill gleðigjafi
og húmoristi. Þórhallur var
ágætis eftirherma og tók oft bak-
föll af hlátri í frásögnum sínum.
Við hjónin ferðuðumst mikið
bæði innanlands og utanlands
með Önnu Lilju og Þórhalli. Upp
kemur í hugann ferð um Aust-
firði þar sem Reyðfirðingurinn
var á heimavelli. Gert var út frá
Egilsstöðum og einn fjörður
heimsóttur á hverjum degi. Oft
þurfti að stoppa bílinn, því Þór-
hallur þurfti gjarnan að spjalla
við heimamenn. Ef hann þekkti
þá ekki, þá kynntist hann þeim á
staðnum og var síðan skipst á
skemmtilegum sögum frá fyrri
tíma.
Þórhallur var mikið snyrti-
menni og fagurkeri og bar allt
Þórhallur Dan
Johansen
✝ Þórhallur DanJohansen
fæddist á Búð-
areyri við Reyð-
arfjörð 19. október
1943. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 12. júní
2013.
Þórhallur Dan
var jarðsunginn frá
Háteigskirkju 21.
júní 2013.
umhverfi hans vott
um það. Hann var
með eindæmum
bóngóður, var bók-
staflega alltaf að
gera einhverjum
greiða. Eins og
skemmtilegt fólk er
gjarnan þá var okk-
ar maður skapmikill
og gat látið í sér
heyra, en jafnfljótur
var hann niður sem
upp og ekki erfði hann lengi.
Á ferðalögum hér heima og
erlendis dróst Þórhallur alltaf að
sjávarsíðunni. Gamli skipstjórinn
fékk sannarlega útrás fyrir sjó-
manninn í sér þegar hann eign-
aðist bátinn Sunnu sem hann
gerði út frá Reykjanesi og sigldi
um Ísafjarðardjúp og renndi fyr-
ir fisk. Þetta fannst honum
skemmtilegur tími.
Þórhallur var með ákveðnar
pólitískar skoðanir og fylgdist
vel með þjóðmálaumræðunni. Í
síðustu alþingiskosningum var
hann orðinn mjög veikur og til að
tryggja að hans flokkur fengi
örugglega atkvæði hans mætti
hann með fyrstu mönnum til að
kjósa utan kjörfundar.
Það er mjög kært á milli Joh-
ansen fjölskyldunnar og eru þau
einstaklega samheldin. Þórhallur
var stoltur af börnunum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum.
Honum fannst ekkert mál þó það
væru tvö lítil afabörn sem sváfu í
hjónarúminu. Þórhallur og Anna
Lilja vinkona okkar hafa átt
rúmlega tuttugu yndisleg ár
saman og milli þeirra ríkti gagn-
kvæm virðing og vinátta.
Við söknum góðs vinar og
munu allar góðu minningarnar
um Þórhall varðveitast í hugum
okkar. Við kveðjum okkar kæra
vin með ljóði eftir Jónas Hall-
grímsson.
Vel sé þér, vinur,
þótt víkirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
Bára og Gunnar.
Það fylgir því víst þegar mað-
ur er kominn á áttræðisaldur
sjálfur að samferðamönnum
fækki. Óþægilega margir ætt-
ingjar og vinir hafa kvatt á síð-
ustu mánuðum, sem gerir mann
meðvitaðan um eigin dauðleika.
Lalli vinur minn, sem ég kallaði
alltaf Styremand Karlsen okkar í
milli, var einn af þessum kank-
vísu og glettnu strákum, stutt í
bros og hlátur. Sjómaður dáða-
drengur, skipstjóri á Fossunum,
síðar atvinnurekandi og einarður
stuðningsmaður einstaklings-
framtaks og mikill stuðnings-
maður ÍNN.
Síðast þegar við lönsuðum,
rétt áður en ég fór til útlanda,
lögðum við drög að framtíðarfor-
ystu Sjálfstæðisflokksins, sem
við ætluðum að klára er ég kæmi
heim og setja sem skjal í fram-
tíðarhornstein. Af þeim fundi
varð því miður ekki, krabbinn
straujaði hann á nokkrum vikum
til heljar, eins og Óla Tynes
bróður og Gullu mágkonu. Engin
furða að hann sé kallaður illvíg-
ur.
Við ræddum dauðann svolítið
kaldranalega, hann sagðist halda
að það væri eitthvert annað haf
fyrir handan, ég var efins og bað
hann að ganga í lið með Óla bróð-
ur við að koma skilaboðum til
mín, ef hann færi á undan. Hann
skellihló og sagðist myndu gera
það svo að hárin risu á höfði mér.
Hallur Dan sonur hans
hringdi í mig frá dánarbeði föður
síns til að segja mér að rétt áður
en hann kvaddi, hefði hann risið
upp við dogg og farið að leita að
símanum og er Hallur spurði:
Hvert ætlarðu að hringja pabbi
minn? var svarið „ÍNN“. Senni-
lega eru ekki gemsar við hitt haf-
ið, en ég bíð eftir öðrum teiknum.
Þangað til, minn kæri, Bon vo-
yage.
Ástvinum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Ingvi Hrafn Jónsson.
Í dag kveð ég minn ástkæra
tengdaföður Þórhall Dan Johan-
sen.
Margs er að minnast frá þeim
9 árum sem ég hef þekkt þig og
geymi ég þær minningar í hjarta
mínu.
Ég vil þakka þér, elsku Lalli
minn, fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman og fyrir að hafa
verið góður afi Matthildar Dan
minnar.
Hetjulegri baráttu þinni er nú
lokið og þú hefur nú loksins feng-
ið hvíldina góðu.
Ég kveð þig með þessu fallega
ljóði sem lýsir þér svo vel.
Blessuð sé minning þín.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldr-
ei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Oddný Jóna Bárðardóttir.
Við vorum 29 félagarnir úr
farmannadeild Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík sem útskrifuð-
umst árið 1967 eftir 3ja ára nám.
Þetta var góður tími og eftir-
minnilegur fyrir okkur alla og
hafa þau bönd sem þarna mynd-
uðust haldið alla tíð síðan. Að
vera farmaður í þá daga var ávís-
un á ferðalög til fjarlægra landa
að kynnast nýjum siðum og venj-
um eins og sannir víkingar. Það
skemmdi ekki heldur fyrir að
vera í einkennisfötum með gylltu
hnöppunum og kaskeitið. Það
voru því bjartsýnir og spenntir
ungir menn sem fóru út í lífið að
freista gæfunnar og fóru sumir á
skip hér heima meðan aðrir fóru
í siglingar erlendis.
Samskiptin voru strjálli eftir
að Stýrimannaskólanum lauk en
þó hittist hópurinn af og til við
útskriftir sem eldri nemendur.
Þannig gaf hópurinn listaverk til
skólans í tilefni af 40 ára útskrift-
inni 2007. Þegar starfsævinni er
að ljúka og félagarnir fara að tín-
ast heim er eins og ekkert hafi
gleymst af þeim góðu kynnum
sem mynduðust í Stýrimanna-
skólanum fyrir hálfri öld. Spjall-
fundir hafa verið skipulagðir
reglulega þar sem rifjaðar eru
upp gamlar minningar og sagðar
sögur frá starfsævinni, ævintýr-
um og sigrum. Einn af þeim sem
hafa fært líf og fjör í þennan
góða hóp er Þórhallur Dan Joh-
ansen sem við kveðjum í dag.
Lalli, eins og við kölluðum hann,
var einn af þeim mönnum sem ná
með sínu kankvísa brosi og glað-
værð að laða fram það besta í
hverjum manni. Hann sagði sög-
ur, tók myndir og sendi skeyti til
að gleðja og var óþreytandi í að
minna á næsta fund. Við kveðj-
um því góðan vin og biðjum guð
að blessa minningu hans. Eig-
inkonu hans og afkomendum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd árgangs 1967 úr
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík,
Kristján Pálsson.