Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Undirritun friðlýsingarskilmála
vegna stækkunar friðlands Þjórs-
árvera var frestað í gær vegna at-
hugasemda Landsvirkjunar sem á
mikilla hagsmuna að gæta á svæðinu
vegna virkjana og vatnsmiðlunar. Áð-
ur hafði fyrrverandi umhverfis-
ráðherra reynt að fá því framgengt
að gengið yrði frá málinu „tuttugu
mínútum fyrir kosningar“ en sveit-
arfélögin voru þá ekki tilbúin. Einu
umdeildu afleiðingar friðlýsing-
arinnar eru að með henni er verið að
útiloka möguleika á Norðlingaöldu-
veitu Landsvirkjunar.
Lengi hefur verið unnið að stækk-
un friðlandsins í Þjórsárverum en
umdeilt hefur verið hvar mörkin ættu
að vera. Vinnan við núverandi stækk-
un er mjög langt komin og aðeins
vantar undirritun ráðherra. Málið
snertir átta sveitarfélög sunnanlands
og norðan og hafa öll samþykkt frið-
lýsinguna, sveitarfélagið Skagafjörð-
Hofsjökull
Tungnafellsjökull
Kal
dak
víslKerlingarfjöll
Heimild: Umhverfisstofnun
Loftmyndir ehf.
Friðland í Þjórsárverum
Þj
ór
sá
ur að vísu með fyrirvara um að
Landsvirkjun gæti virkjað.
Jökulhettan friðuð
Þjórsárver voru upphaflega frið-
lýst 1981. Þau eru víðáttumesta gróð-
urvin á miðhálendinu og gekk friðlýs-
ingin út á að vernda hana. Þar eru
mestu varpstöðvar heiðargæs-
arinnar.
Vinnan nú gengur út á að fjórfalda
friðlandið, stækka það úr 375 ferkíló-
metrum í 1.563. Mikill hluti þess er
Hofsjökull. Fylgt er útlínum hans en
ekki farið út fyrir þær að norðan og
vestan. Tilgangurinn er að vernda
það sem kallað er landslagsheild
Norðlingaölduveita er bitbeinið
Vinnu við friðlýsingarskilmála stækkunar friðlands Þjórsárvera lokið og undirskriftin ein eftir
Farið verður yfir athugasemdir Landsvirkjunar sem telur málsmeðferðina ólögmæta
Morgunblaðið/RAX
Þjórsárver Við Þjórsá er gróðurvinin Þjórsárver sem er vernduð. Áformað er að fjórfalda friðlandið og láta það ná til jökulsins, svæðis austan hans og svæðis sunnan núverandi friðlands.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
við elskum skó
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
Skoðið úrvalið á bata.is
Vertu vinur á
7.990,-
7.990.- m/afsl.
6.392.-
8.490.- m/afsl.
6.792.-
13.490.- m/afsl.
10.792.-
13.490.- m/afsl.
10.792.-
13.490.- m/afsl.
10.792.-
16.690.- m/afsl.
13.352.-
20% afsláttur af
öllum sandölum
„Þetta er furðuleg uppákoma. Það er
annaðhvort Umhverfisstofnun eða
ráðuneytið sem ekki er að vinna vinn-
una sína,“ segir Björgvin Skafti
Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps.
Björgvin Skafti segir að sátt hafi
verið orðin um stækkun friðlandsins.
„Það eina sem við höfum áhyggjur af
er hvernig þessu verður framfylgt, að
ekki verði lagt fjármagn í þetta eins
og lofað hefur verið,“ segir hann og
bætir því við að því verði fylgt eftir að
friðlýsingin verði framkvæmd al-
mennilega. Nefnir hann merkingar,
eftirlit og vöktun.
Fram kom í samtölum við sveitar-
stjórnarmenn að fyrrverandi um-
hverfisráðherra vildi ganga frá frið-
lýsingu fyrir kosningar en sveitar-
félögin voru ekki tilbúin þá.
„Það hefur aldrei verið ágrein-
ingur um að stækka friðlandið. Við
vildum ekki færa mörkin til suðurs
vegna þess að búið var að samþykkja
Norðlingaölduveitu,“ segir Gunnar
Örn Marteinsson, fyrrverandi oddviti
Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Mér
sýnist öll umræðan snúast um að úti-
loka þessa veitu. Ég segi í þessu eins
og öðru að landsmálapólitíkin verður
að svara því hvað fyrirtæki ríkisins
gera en getur ekki sett svona ágrein-
ingsefni á sveitarfélögin.“
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,
oddviti Rangárþings ytra, segir að
sveitarstjórn hafi ekki gert neinar at-
hugasemdir við að gengið yrði frá
friðlýsingarskilmálum. Sveitar-
stjórnin hafi samþykkt friðlýsinguna
samhljóða en tekur fram að skiptar
skoðanir séu um málið og fulltrúar
hafi örugglega tekið afstöðu á mis-
munandi forsendum.
Guðmundur Ingi segir aðspurður
að bréf Landsvirkjunar þar sem lýst
er andstöðu við skilmálana hafi ekki
legið fyrir þegar sveitarstjórn af-
greiddi málið. Hins vegar hafi það
verið lagt fram í vinnuhóp um friðlýs-
inguna sem fulltrúar Rangárþings
ytra og Ásahrepps áttu sæti í sem
hagsmunaaðilar á Holtamanna-
afrétti.
Sátt var orðin
um stækkun
friðlands
Frestun undirritunar kom á óvart
Friðlandið í Þjórsárverum