Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Síðasta haust bar Morgunblaðið þá
fregn að íslenskur systkinahópur
hefði lifað í samtals 882 ár. Þótti það
markvert í ljósi þess að þá hafði
heimsmetabók Guinness nýlega
krýnt systkini frá Sikiley sem þau
langlífustu í heimi. Höfðu þau þó
bara lifað samtals í 818 ár og skorti
því 64 ár til þess að ná systkina-
hópnum frá Austur-Barðastrandar-
sýslu. Var því talið augljóst að ís-
lenski systkinahópurinn ætti metið.
Nú hefur enn eldri íslenskur
systkinahópur fundist, því að af
fimmtán börnum Eysteins Einars-
sonar eru fjórtán enn á lífi, og verð-
ur samanlagður aldur þeirra 1056 ár
frá og með morgundeginum. Ekki
nóg með það, heldur er elsta systirin
í hópnum, Jóhanna Margrét
Eysteinsdóttir, eiginkona Ólafs
Gunnarssonar, elsta bróðurins í
systkinahópnum frá Austur-Barða-
strandarsýslu.
Eysteinn Einarsson og Kristín
Lilja Jóhannesdóttir hófu saman bú-
skap á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði.
Þar eignuðust þau fimm börn áður
en þau fluttu að Bræðra-Brekku í
Bitrufirði árið 1933. Laufey Ey-
steinsdóttir, sjöunda dóttir Ey-
steins, segir að búskapurinn hafi
verið með erfiðara móti. „Þetta var
frekar rýr jörð, myndi ég álíta, þá,
það voru ekki mikil tún og mikið
heyjað á útengi,“ segir Laufey, en
allir unnu sem gátu. „Þegar maður
gat haldið á hrífu fór maður að vinna
úti á túni eins og var á þessum ár-
um,“ segir Laufey en Eysteinn
stundaði sauðfjárrækt ásamt því
sem hann hélt nokkrar kýr fyrir
heimilið og hafði hesta til þess að
flytja hey og bagga. Á þeim tíma var
hvorki rafmagn né sími á Bræðra-
Brekku og þótti stórmerkilegt þegar
síminn kom. Eysteinn eignaðist tíu
börn með Kristínu Lilju, fimm af
hvoru kyni, og eru níu þeirra enn á
lífi. Laufey segir að systkinahóp-
urinn hafi verið heljaröflugur og
fjörugur hópur sem var þó aldrei til
vandræða. Afkomendur Eysteins og
Kristínar búa enn í Bræðra-Brekku
og reka þar bú. Auk alsystkinanna
tíu eignaðist Eysteinn fimm börn til
viðbótar. Systkinahópurinn hefur
eignast fjölmarga afkomendur og
eru barnabarnabörnin farin að láta
sjá sig.
Systkini samanlagt yfir þúsund ára
Eftirlifandi börn Eysteins Einarssonar hafa lifað í samtals 1056 ár Afkomendur þeirra orðnir
fjölmargir Elsta systirin gift elsta bróðurnum í öðrum fjölmennum systkinahópi
Ljósmynd/Úr einkasafni
Systkinin öll samankomin Á þessari mynd frá 1991 má sjá öll fimmtán systkinin komin saman. Efri röð frá vinstri: Trausti, Sveinn, Bjarni, Einar, Jón
Bragi, Dofri, Gísli, Hilmar, Jens. Fremri röð: Margrét, Kristjana, Laufey, Hrafnhildur, Steinunn og Fanney. Myndin er tekin við jarðarför Eysteins.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Áhrifarík
þú tilbúin til að
ganga fyrir ástina?
Hörkuspennandi átakasaga um myrkari
hliðar mannlífsins.
örlagasaga
- Hversu langt ert
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Mismunur á vatnsyfirborði í Kleif-
arvatni getur verið a.m.k. fjórir
metrar á milli vors og vetrar. Vatns-
magn hefur hins vegar verið óvenju-
mikið fram eftir sumri í ár eins og
meðfylgjandi mynd sem tekin var
um miðjan júní ber með sér.
„Eftir að snjórinn bráðnar tekur
tíma fyrir hann að renna í stöðuvatn-
ið og á vorin er vatnsyfirboðið með
hæsta móti. Það sem eftir lifir sum-
ars mun yfirborðið að öllum lík-
indum fara smám saman lækkandi,“
segir Matthew James Roberts,
verkefnastjóri vatnaváreftirlits hjá
Verðurstofu Íslands.
Vanalega er vatnsyfirborðið hæst
í apríl eða maí. „Sum ár er hins veg-
ar annað uppi á teningnum vegna
þess að leki myndast á botni vatns-
ins og vatnið rennur hraðar í burtu,“
segir Matthew.
Hann bendir á að það hafi gerst í
kjölfar Suðurlandsskjálftans árið
2000 en setlögin hafi breyst síðan og
ekki leki eins hratt úr vatninu nú.
Hátt vatnsyfirborð kunni að skýrast
af því samhliða hraðri snjóbráðnun í
vor.
„Mismunur á hæð vatnsyfirborðs-
ins á milli vors og vetrar getur verið
a.m.k. kosti fjórir metrar. Þess
vegna tekur fólk eftir þessu þegar
þegar það ekur framhjá vatninu. Það
þarf ekki nema litla breytingu á hæð
vatnsyfirborðsins svo fólk taki eftir
því. Sérstaklega er þessi steinn sem
sést á [meðfylgjandi] myndinni
þannig gerður að fólk tekur enn
greinilegar eftir muninum,“ segir
Matthew. vidar@mbl.is
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Sumar Yfirborð Kleifarvatns er hæst á vorin og lækkar eftir því sem líður á
sumarið. Munurinn á milli vetrar og vors getur verið a.m.k. fjórir metrar.
Fjögurra metra munur
á yfirborði vatnsins
Mikill munur á
vatnsmagni á milli
vetrar og vors
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Vetur Margir sem eiga reglulega leið hjá Kleifarvatni taka eftir þeim mikla
mun sem er á vatnsyfirborði Kleifarvatns.