Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 17
Þjórsárvera og samspil jökuls og jök-
ullandslags við gróðurlendið.
Sú stækkun friðlandsins og stækk-
un til austurs er ekki umdeild. Hins
vegar er stækkun friðlandsins til suð-
urs umdeildari. Þar er farið út fyrir
hin eiginlegu Þjórsárver. Það rekst á
við gömul áform Landsvirkjunar um
Norðingaöldulón til að auka vatns-
miðlun til virkjana á Þjórsársvæðinu.
Upphaflegu áformin höfðu áhrif inn í
friðlandið en mörg ár eru síðan hönn-
unin miðaðist við að skerða það ekki.
Norðlingaölduveita var raunar af-
skrifuð af stjórnvöldum þegar þings-
ályktunartillaga um rammaáætlun
var afgreidd á síðasta þingi því kost-
urinn var settur í verndarflokk en
ekki biðflokk eins og gagnrýnendur
töldu eðlilega afgreiðslu miðað við
vinnu sérfræðinganna.
Landsvirkjun hefur lagt mikla fjár-
muni í undirbúning Norðlingaöldu-
veitu og virkjanir á svæðinu og á því
mikilla hagsmuna að gæta. Fyr-
irtækið vill eiga þess kost að breyta
hönnun lónsins enn frekar til að
draga úr umhverfisáhrifum þess og
nýta þennan hagkvæma miðl-
unarkost.
Veislunni spillt
Athugasemdir Landsvirkjunar við
málsmeðferð Umhverfisstofnunar
urðu til þess að veislunni var spillt. Í
yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá
sér í gær er því haldið fram að máls-
meðferðin hafi verið ólögmæt. Þar
kemur fram að samkomulag hafi ekki
verið gert við Landsvirkjun um frið-
lýsinguna og ekki fylgt lögum í fram-
haldinu. Umhverfisstofnun féllst á
það, í samráði við umhverfisráðu-
neytið, að fresta undirritun friðlýs-
ingarskilmálanna þar til farið hefði
verið yfir athugasemdir.
Þótt stækkun friðlands Þjórs-
árvera hafi verið á stefnuskrá fyrri
ríkisstjórna, allt frá 2007, virðist
stækkun friðlandsins ekki hafa verið
almennilega rædd við myndun núver-
andi ríkisstjórnar. Allavega var það
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn-
aðarráðherra sem tók upp at-
hugasemdir Landsvirkjunar og bað
samráðherra sinn, Sigurð Inga Jó-
hannsson umhverfisráðherra, að
fresta undirrituninni og fara betur yf-
ir málið.
Íslenskar veitingar sem undir-
búnar höfðu verið fyrir athöfnina í
gær fóru því í frystikistuna í Árnesi.
Hvort rabarbarabökurnar, brauð-
réttirnir, hjónabandssælurnar og
kleinurnar nýtast við undirritun á
næstunni verður tíminn að leiða í ljós.
17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
„Álykta verður að Sigurður Ingi
Jóhannsson valdi ekki verkefni
sínu að stjórna bæði sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðueyti
og umhverfis- og auðlindaráðu-
neyti. Fram hefur komið að skip-
an hans í hið síðarnefnda emb-
ætti hafi aðeins verið til
bráðabirgða á meðan framtíð um-
hverfis- og auðlindaráðuneytisins
verður ráðin.“ Þetta segir í yf-
irlýsingu Náttúruverndarsamtaka
Íslands sem Árni Finnsson skrifar
undir.
Bent er á að Alþingi samþykkti
í vetur þingsályktunartillögu um
rammaáætlun sem felur í sér að
Þjórsárver eru í verndarflokki.
Spurt er hvort iðnaðarráðherra
fari fram í umboði Landsvirkj-
unar og hvort Landsvirkjun sé í
alvöru að fara fram á að virkj-
anakostir í verndarflokki fari í
nýtingarflokk. „Vill Landsvirkjun
eyðileggja rammaáætlun?“
Eyðileggja
rammaáætlun
Morgunblaðið/RAX
Gróðurvin Fjölbreyttur gróður er á
hinu verndaða votlendissvæði.
„Mér finnst þetta fúsk,“ segir Svan-
dís Svavarsdóttir, fyrrverandi um-
hverfisráðherra, í samtali við mbl.is
og gagnrýnir vinnubrögð umhverf-
isráðherra við frestun staðfestingar
friðlýsingarskilmála vegna stækkun-
ar friðlands Þjórsárvera.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra svaraði fyrir málið
á Alþingi í gær. „Í ljósi þess að Um-
hverfisstofnun hefur fram að þessu
lagt ríka áherslu á vandaðan undir-
búning við friðlýsingar og gott sam-
ráð við hagsmunaaðila töldu menn
eðlilegt að bregðast við því og gefa
fólki tækifæri til að koma sjónarmið-
um sínum á framfæri,“ sagði for-
sætisráðherra og vísaði til erinda frá
sveitarfélögum og Landsvirkjun sem
hann sagði benda til að vantað hefði
upp á samráð við ákvarðanatökuna.
„Hér eru menn einungis að vinna í
samræmi við lögin og það markmið
að vinna með fólki að því að gera
skynsamlegar breytingar sem verða
vonandi samfélaginu öllu til hags-
bóta,“ sagði Sigmundur.
Svandís Svavarsdóttir sagðist
skilja svör ráðherrans þannig að
málið snerist einungis um óverulega
frestun á undirritun.
Hún benti á það í samtali við
mbl.is að aðdragandi málsins hefði
verið langur. Tillagan hafi verið aug-
lýst í mars og öllu samráði lokið í
apríl.
Getur lokið friðlýsingum
„Friðlýsingar eru á borði um-
hverfisráðherra og hann getur lokið
friðlýsingum á grundvelli náttúru-
verndarlaga og til viðbótar hefur
hann umboð á grundvelli ramma-
áætlunar. Það má segja að það væri
eðlilegt að hann kynnti málið í rík-
isstjórn til þess að menn kæmu ekki
af fjöllum,“ sagði Svandís meðal ann-
ars.
Geti komið sjónarmiðum á framfæri
Fyrrverandi umhverfisráðherra
gagnrýnir frestun undirritunar
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Svandís
Svavarsdóttir
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Rjóminn er kominn
í nýjar umbúðir
Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan
sess í matargerð okkar íslendinga.
Þú finnur girnilegar og sumarlegar
uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is