Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Dagurinn er eiginlega óráðinn, þar sem fjölskyldan er í út-löndum en kærastan að vinna,“ segir Guðni Birkir Ólafssonsem fagnar 26 ára afmæli sínu í dag. Um kvöldið hyggst
hann svo spila í golfmóti á golfvellinum Kili í Mosfellsbæ en Guðni er
mikill golfari og er með fimm í forgjöf. „Ég heimta samt að ég fá
köku hjá einhverjum og er að vona að einhver komi mér á óvart,“
segir Guðni og hlær.
Guðni kemur úr Mosfellsbæ, foreldrar hans eru Fjóla Haralds-
dóttir og Ólafur Pálsson. Hann á tvo bræður sem heita Jóhann og
Páll Ágúst. Hann býst við rólegum afmælisdegi og hefur ekki ráð-
gert að gera sér sérstakan dagamun í tilefni dagsins. Guðni er í há-
skóla Íslands þar sem hann nemur félags- og viðskiptafræði og er á
síðasta ári. „Það er tiltölulega stutt síðan ég ákvað að mig langi að
læra mannauðsstjórnun eftir BA námið til að gera fólk ánægt í
vinnunni. Ég veit hins vegar að það er erfitt að fá vinnu við það,“
segir Guðni. Hann segir að golfið sé hans helsta áhugamál. „Maður
reynir að stunda það eins og maður getur ég glími reyndar við sina-
skeiðabólgu. Ég vona að Össur sjái þetta viðtal og gefi mér armband
við sinaskeiðabólgu í afmælisgjöf,“ segir Guðni kíminn.
í sumarfríinu ætlar Guðni meðal annars að fara hringferð um Ís-
land. „Ég hef farið á Norðurland og á Vestfjarðarkjálkann en ég hef
aldrei farið á Austurland og aldrei farið lengra en að Hellu á Suður-
landi,“ segir Guðni.
Guðni Birkir Ólafsson er 26 ára í dag
26 ára Guðni Birkir Ólafsson ætlar að spila í golfmóti á afmælisdag-
inn. Hann vonast eftir því að einhver gefi honum köku í dag.
Krefst þess að fá
afmælisköku
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kristrún Hreiðarsdóttir, til heimilis að Furu-
gerði 1 í Reykjavík, fagnar níutíu ára afmæli
sínu 24. júní næstkomandi. Af því tilefni bjóða
börn hennar, tengdabörn og barnabörn vinum
og vandamönnum til samsætis henni til heið-
urs á morgun, sunnudaginn 23. júní, í safn-
aðarheimili Grensáskirkju kl. 14. Kristrún get-
ur ekki veitt gjöfum móttöku en biður
velunnara að láta Grensáskirkju njóta þess.
Árnað heilla
90 ára
Ásdís Ásgeirsdóttir og Jóhann Hall-
dórsson og eiga fimmtíu ára brúð-
kaupsafmæli á morgun, 23. júní. Þau
verða að heiman með dætrum sínum.
Gullbrúðkaup
Steinunn Sigríður Sigurðardóttir og
Ingólfur Steinar Ingólfsson eiga
fimmtíu ára brúðkaupsafmæli á morg-
un, 23. júní. Faðir brúðarinnar, sr. Sig-
urður Guðmundsson á Grenjaðarstað,
síðar vígslubiskup á Hólum, gaf brúð-
hjónin saman í Grenjaðarstaðarkirkju.
Gullbrúðkaupshjónin verða að heiman.
Gullbrúðkaup
K
ristján fæddist á Flat-
eyri og ólst þar upp til
16 ára aldurs. Hann
var í barnaskóla Flat-
eyrar og unglingaskóla
þar og lauk verslunarprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1957.
Kristján hóf störf hjá LÍÚ 1958 og
starfaði þar til 2003 eða í 45 ár. Hann
var fulltrúi hjá LÍÚ 1958-69, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ 1969-2000, var
kjörinn formaður LÍÚ 1970 og var
formaður til 2003.
Kristján sat í bankaráði Útvegs-
banka Íslands 1988-90, í bankaráði
Íslandsbanka eftir sameiningu Út-
vegsbankans, Iðnaðarbankans,
Verzlunarbankans og Alþýðubank-
ans 1990 og var formaður bankaráðs
hans 1992-2004. Hann sat í stjórn
Fiskveiðasjóðs 1986-96, sat í Verð-
lagsráði sjávarútvegsins 1964-92, í
stjórn Verðjöfnunarsjóðs sjáv-
arútvegsins 1969-92, í fram-
kvæmdastjórn VSÍ 1971-86 og í
stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs
1972-91.
Upphaf kvótakerfisins
Kristján átti sæti í fjölmörgum
stjórnskipuðum nefndum sem fjöll-
uðu um málefni sjávarútvegsins, þ.á
m. nefnd er vann að mótun núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfis og und-
irbúningi framkvæmdar þess árið
1983: „Það virðist vera nokkuð út-
breiddur misskilningur að útgerð-
armenn hafi beðið um, hannað og
fagnað kvótakerfinu á sínum tíma.
En það var öðru nær. Þessar tak-
markanir voru engum fagnaðarefni
og allra síst útgerðarmönnum. En
með „svörtu skýrslunni“ frá Haf-
rannsóknastofnun voru þær ill nauð-
syn.
Ég var t.d. alls ekki sannfærður
um nauðsyn þessa í upphafi. En eftir
kynnisferð til Kanada um þær mund-
ir sannfærðist ég um að hér yrði að
taka hagsmuni þjóðarinnar til lengri
tíma fram yfir stundarhagsmuni
þeirra sem ég var málsvari fyrir, sem
gekk ekki þrautalaust. Þannig upp-
lifði ég upphaf kvótakerfisins.“
Kristján Ragnarsson, fyrrv. formaður LÍÚ – 75 ára
Stórfjölskyldan Kristján og Kristín, ásamt myndarlegum hópi barna sinna, tengdabarna og barnabarna.
Útgerðarmenn fögnuðu
alls ekki kvótakerfinu
Í golfferð Kristján og Kristín spila
golf þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Hér eru þau á golfvelli erlendis.
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar