Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 11
Stilla Sigurður Möller leikstýrði myndbandi sveitarinnar við lagið Hver er ég? Grísalappalísurnar dansa á bak við.
Hótelin í hundrað og einum
„Maður er svona í svolitlu
sjokki yfir þessu öllu saman. Þegar
ég var að byrja að spila tónlist þá
spilaði ég einmitt langmest á Kaffi
Hljómalind, sem varð síðan Ný-
lenduvöruverzlun Hemma og
Valda, Grand Rokk og á Nasa.
Núna þarf maður að velja á milli
þess að spila á einhverjum pínu-
litlum stöðum með engu hljóðkerfi
eða í Hörpunni. Þetta er náttúrlega
alveg fáránlegt,“ segir Gunnar um
þá hótelvæðingu sem á sér stað í
miðbæ Reykjavíkur. Um þessar
mundir stendur til að loka mörgum
af vinsælustu tónleikastöðum bæj-
arins, þar á meðal Faktorý, Nasa
og Nýlenduvöruverzlun Hemma og
Valda og reisa þar hótel. „Þetta er
oft svona, húsnæði er ódýrt ein-
hvers staðar og þá fara listamenn
þangað og það myndast einhver
flóra. Síðan koma einhver rík fífl
með engan smekk og kaupa hús-
næðið af því að staðurinn þykir kúl
og þá þurfa listamennirnir að flytja
sig um set og hverfið deyr aftur.
Þetta hefur gerst í New York,
Berlín og á fleiri stöðum,“ segir
Gunnar en hann kveðst ekki geta
séð það fyrir sér að það muni
myndast góð stemning fyrir litlum
rokktónleikum í Hörpunni.
„Við erum að æfa í Járnbraut
úti á Granda, það eru mjög margar
sveitir þar með æfingaraðstöðu. Ef
það verða engir tónleikastaðir eftir
niðri í miðbæ þá færum við bara
lífið þangað. Það hefur verið opið
hús í æfingarhúsnæðinu af og til og
við viljum fara að gera það oftar,“
segir Gunnar og ljóst að ekki er
einblínt á vandamálin heldur eru
lausnir einnig bornar fram.
Yrkja um íslenskt samfélag
Aðsðurður segir Gunnar það
jákvætt ef hægt væri að hleypa
meira lífi í úthverfin en hann sé þó
ekki bjartsýnn á það.
„Það er bara því miður svo
erfitt að fá fólk til að koma á tón-
leika í úthverfunum. Við sem búum
í miðbænum erum náttúrlega voða
heimakær og nennum varla að fara
út úr þessum radíus,“ segir hann.
Gunnar segir þó litlar líkur á því
að Grísalappalísa muni leita út fyr-
ir landsteinana. Að sögn Gunnars
einbeita þeir sér að íslensku sam-
félagi og gagnrýna það óspart.
„Við gerum í raun allt sjálfir í
kringum hljómsveitina, tónlistar-
myndbönd og annað. Það er mjög
skemmtilegt. Ég ber þetta nátt-
úrlega alltaf svolítið saman við
Jakobínurínu af því að það er það
sem ég hafði gert áður. Við höfð-
um þá litla yfirsýn yfir það sem
snerti hljómsveitina og höfðum
litla stjórn sjálfir. Maður var nátt-
úrlega bara ungur og ósjálfbjarga.
Þetta er allt annað dæmi núna,
enda orðnir fullorðnir menn,“ seg-
ir Gunnar.
„Við erum að yrkja til ís-
lensku þjóðarinnar á íslensku.
Grísalappalísa stendur með því Ís-
landi sem er gagnrýnt á sjálft sig.
Það verða allir að líta í eign barm
og við notum meðal annars tilvitn-
anir úr okkar ríku bókmennta- og
listsögu til að fá fólk til að verða
meðvitaðra um eigin ábyrgð,“ seg-
ir Gunnar að lokum.
Titill Gunnar segir nafn sveit-
arinnar vera tilvísun í lag Megasar.
Ljósmynd/magnusandersen.co
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
- Hnappur semgetur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.
Ömmur eru dýrmætustu
manneskjurnar í lífi hvers manns.
Þær eiga að búa við öryggi.
Ferðaskrifstofan Betri Ferðir er ný
ferðaskrifstofa á gömlum grunni. Í
fréttatilkynningu segir að í fyrstu
muni hún sérhæfa sig í golfferðum og
að þaulvanir menn séu um borð, þeir
Björn Eysteinsson og Jón Karlsson,
golfkennari. Golfdeild Betri Ferða ehf
mun starfa undir heitinu BeGolf.
Björn Eysteinsson hefur skipulagt
golfferðir og starfað sem fararstjóri í
nærri 10 ár, fyrst fyrir Sumarferðir,
síðan Express ferðir og nú síðast fyrir
WOW travel.
Jón Karlsson hefur starfað sem
fararstjóri og golfkennari á Spáni í 8
ár. Hann lauk PGA golfkennaranámi
frá Svíþjóð árið 2000. Hæfni hans og
vinsældir sem golfkennara og farar-
stjóra hafa breiðst út með hverju
árinu. Gott samstarf hefur tekist á
milli Betri Ferða og WOW air um flug-
sæti bæði til Alicante og London.
BeGolf mun leggja mikla áhersu á
að bjóða öllum hópum uppá sérþjón-
ustu og tilboð, sem hægt er að sníða
að þörfum hvers og eins. Í lengri golf-
ferðum mun BeGolf bjóða upp á
skoðunarferðir til Valencia og á fót-
boltaleiki, því bæði Valencia og Lev-
ante spila í efstu deild á Spáni. Einn-
ig verður boðið uppá golfmót,
bridgemót og fleiri uppákomur.
BeGolf mun bjóða golfferðir til
golfvalla í grennd við Alicante og
byggir á áralöngum tengslum við
stjórnendur og eigendur á La Sella,
Oliva Nova og La Manga. Staðirnir
eru í misjöfnum verðflokki, en hafa
allir mikið að bjóða og íslenskir kylf-
ingar hafa svo sannarlega notið þess
að spila þar. BeGolf mun einnig bjóða
golfferðir til London, sérstaklega í
grennd við Gatwick flugvöllinn, á
þekkta staði eins og Selsdon Park,
Coulsdon Manor, Lingfield Park, Dale
Hill og National East Sussex, en einn-
ig eru í boði golfvellir í norðurhluta
London, eins og Hanbury Manor og
Manor of Groves. Íslenskir kylfingar
þekkja alla þessa staði og þeir eru í
misjöfnum verðflokki og því við allra
hæfi.
Stofna ferðaskrifstofu með golfferðir til útlandsins
La Salla Einn af þeim golfvöllum í grennd við Alicante sem í boði eru.
Íslenskir reynsluboltar í golfi
Allir helstu tónlistarmenn og reggí-
plötusnúðar landsins koma fram á
stórri reggíhátíð á Faktorý í dag, sem
verður upphitun fyrir stærstu reggí-
hátíð Evrópu, Rototom Sunsplash,
sem haldin verður á Spáni í ágúst.
Á þessari upphitunarhátíð koma
fram hljómsveitirnar Hjálmar, Ojba
Rasta, Amaba Dama og raftónlistar-
döbbarinn Panoramix.
Einnig koma fram heilmargir
plötusnúðar, m.a. RVK Soundsystem
og DJ Cyppie o.fl., sem munu spila
tónlist eftir listamenn sem koma
munu fram á Rototom Sunsplash í
sumar.
Tíu heppnir tónleikagestir vinna 8
daga passa á Rototom Sunsplash og
fá því tækifæri til að sjá reggígoðin í
eigin persónu á Spáni í ágúst.
Viðburðurinn hefst kl. 14 í portinu
fyrir utan Faktorý þar sem suðrænir
reggítónarnir fá að óma.
Þar verður útimarkaður, þar sem
Lucky Records mun hafa reggíplötur
á boðstólum, fatamarkaður, lista-
menn sýna verk og Soulfood Hakuna
Matata verður með heitan mat eins
og siður er í Afríku.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
allir þeir sem tengjast íslenskri
reggítónlist koma fram saman og má
því búast við allsherjar-reggíveislu
og vafalítið mikilli stemningu.
Tónleikar, útimarkaður og heitur afrískur matur
Arnaldur Meðlimur í Ojba Rasta.
Reggíelíta Íslands kemur fram
á Reggíhátíð á Faktorý í dag