Morgunblaðið - 22.06.2013, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ólafur Darri Ólafsson er einn ást-
sælasti og hæfileikaríkasti leikari
þjóðarinnar. Hann hefur heillað
þjóðina á leiksviði, í kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum í ein 15 ár og
djúp og kraftmikil röddin auk þess
ómað í fjölmörgum teiknimyndum
og auglýsingum. Ólafur Darri hlaut
Grímuverðlaunin í ár fyrir bestan
leik í aðalhlutverki, fyrir túlkun
sína á Lenný í Músum og mönnum
í Borgarleikhúsinu og einnig Eddu-
verðlaunin fyrir leik sinn í Djúpi
Baltasars Kormáks. Og nú er hann
nýkominn heim úr víking, var í þrjá
mánuði í Bandaríkjunum við tökur
á kvikmynd og tveimur sjónvarps-
þáttum og lék þar á móti heims-
þekktum leikurum, þeim Liam
Neeson, Woody Harrelson og Matt-
hew McConaughey.
Ólafur Darri lætur þennan ár-
angur sinn þó ekki stíga sér til höf-
uðs, er hógvær sem fyrr og þakk-
látur fyrir þau tækifæri sem hann
hefur fengið. Kvikmyndin sem Ólaf-
ur Darri lék í vestra var tekin í
New York og nefnist A Walk
Among the Tombstones og er Nee-
son þar í aðalhlutverki. Ólafur
Darri fer með hlutverk manns að
nafni Loogan í þeirri kvikmynd.
Spurður að því um hvað þessi kvik-
mynd fjalli segir Ólafur Darri erfitt
fyrir sig að ræða um söguþráðinn,
hann megi ekkert gefa upp sem
ekki sé að finna á netinu. „Bíó-
myndin er bara þannig að Liam
Neeson leikur fyrrverandi lögreglu-
mann sem er hættur og er að
starfa sem e.k. einkaspæjari í hjá-
verkum, að gera fólki greiða. Hann
blandast inn í morðmál sem hann
fer að rannsaka,“ segir Ólafur
Darri.
-Og hvaða persónu leikur þú?
„Ég held að það komi fram á net-
inu að ég tengist eitthvað þessu
máli sem hann er að rannsaka,“
segir Ólafur Darri og hlær að því
hversu lítið hann má segja um
myndina. En má hann segja hvort
hann sé „góður“ eða „vondur“ kar-
akter? „Nei, ég gæti það ekkert.
Við erum öll góð þangað til við er-
um vond.“
-Veistu hvað þín persóna hefur
mikið vægi í myndinni?
„Ég veit bara að í handritinu
voru þetta verulega flottar senur,
gaman að leika þær. Maður veit
aldrei hvað gerist í klippiherberg-
inu en ég hef allar ástæður til að
vera bjartsýnn á að þetta lifi klipp-
ið af. Ég hitti leikstjórann eftir að
við kláruðum og hann var rosa
ánægður með samstarfið þannig að
ég er bjartsýnn á að þetta muni
koma vel út,“ svarar Ólafur Darri.
Leikstjórinn er Scott Frank og hef-
ur leikstýrt einni kvikmynd áður,
The Lookout, en hann er þekktur
handritshöfundur í Hollywood,
skrifaði handrit A Walk Among the
Tombstones og hefur m.a. skrifað
handrit Minority Report, Get
Shorty og Out of Sight. „Þetta var
frábært handrit, rosalega gott,“
segir Ólafur Darri.
„Svolítið absúrd fyrst“
Ólafur Darri segist fyrst og
fremst hafa leikið í atriðum á móti
Neeson og spurður að því hvernig
það hafi verið, að vera allt í einu að
leika á móti svo þekktum leikara,
segir hann að það hafi verið „svolít-
ið absúrd fyrst“. „En hann er svo
indæll, búinn að gera svo ofboðs-
lega margt og mér fannst bara
gaman og gott að leika á móti hon-
um. Hann veit hvað hann er að
gera.“
-Það eru kannski allir leikarar
eins ef þeir eru góðir, hvort sem
þeir eru í Hollywood eða á sviði á
Íslandi? „Já, og í hreinskilni þá
finnst mér enginn munur vera á
Ingvari [E. Sigurðssyni] og Liam.
Þeir eru báðir yndislegir, ótrúlega
miklir fagmenn. Eini munurinn er
sá að annar er að vinna á markaði
þar sem milljarður manna er að
horfa á myndirnar hans en hinn á
markaði þar sem kannski hundrað
þúsund horfa.“
-Þú ert orðinn sjóaður leikari,
búinn að vera lengi að. Verður þú
samt ekkert stressaður þegar þú
ert allt í einu að leika á móti svona
stjörnu?
„Nei, aðalstressið fyrir mig þegar
ég er að leika á ensku er að það er
allt annað en að leika á íslensku.
Mér finnst ég búinn að ná ágæt-
istökum á því að leika á íslensku,
ég er búinn að vera leikari í fimm-
tán ár og ákveðin reynsla komin í
bankann. Ég þarf ekki meðvitað að
hugsa um marga hluti lengur,
svona klassíska hluti eins og þegar
maður er á leiksviði að snúa fram
og ef maður snýr til hliðar að láta
röddina berast meira sem er
kannski „101 leiklist“. En þegar
maður fer að leika á ensku þarf
maður aftur að fara að hugsa alla
þessa grunntækni því ég hef ekki
núansana sem hvíla í enskunni. Ég
er búinn að gera aðeins af því að
leika á ensku og núna fannst mér, í
þessari mynd, ég allt í einu ná að
setjast, slaka á og njóta þess meira
að vera í vinnunni. Þá tekur maður
rosa stórt skref fram á við.
Pétur Einarsson kenndi mér og
bekknum mínum það að leiklistin
væri hænuskref, maður tæki alltaf
smá skref og það er alveg rétt en
það er mjög fyndið að mér finnst
maður taka hænuskref en svo tekur
maður allt í einu risastökk,“ segir
Ólafur Darri og nefnir sem dæmi
um slíkt stökk á ferlinum árin 2002
og 2003, þegar hann var að leika
með Vesturporti í Rómeó og Júlíu
og Kvetch. Honum hafi þótt hann
taka miklum framförum sem leikari
í þeim uppfærslum. „Það er þessi
slökun, að ná að halda í dropa af
kæruleysi og vera opinn fyrir því
sem gerist. Leiklistin er bara það,
maður er alltaf að hlusta á um-
hverfi sitt, taka við upplýsingum og
bregðast við þeim,“ segir hann um
galdur leiklistarinnar.
Líkt og við hin eiga leikarar góða
og slæma daga í vinnunni og Ólafur
Darri minnist eins hinna góðu. „Ég
man þegar ég var að skjóta með
Ben Stiller [kvikmyndina The Sec-
ret Life of Walter Mitty] þá kom
einn dagur þegar allt gekk upp. Ég
var algjörlega á réttum stað þann
dag í vinnunni, alveg sama hvað
kom þá gat ég alltaf brugðist við
því. Þá á maður svona vinnudag
sem maður man árum síðar,“ segir
hann. Slæmir dagar komi vissulega
líka, t.d. á leiksviði þegar ákveðið
verk hafi verið sýnt 20-30 sinnum
og allt gengið að óskum. Þá komi
allt í einu sýning þar sem ekkert
gengur upp, leikarar haldi ekki
takti, nái ekki saman og ekki held-
ur til sýningargesta.
Yndislegir Woody og Matthew
En aftur að Bandaríkjaævintýr-
inu. Auk þess að leika í kvikmynd
með Neeson lék Ólafur Darri í
sjónvarpsþáttum HBO, True De-
tectives, á móti Woody Harrelson
Hænuskref
og risastökk
Ólafur Darri haslar sér völl í Holly-
wood, leikur Hamlet og ætlar að leik-
stýra kvikmyndum eftir Sandárbókinni
og Sumarljós og svo kemur nóttin
Indælir Írski leikarinn Liam Neeson og bandarískir kollegar hans, Woody Harrelson og Matthew McConaughey.
AFP
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
GERSEMAR 18.5. - 25.8. 2013
HUGLÆG LANDAKORT - MANNSHVÖRF 18.5. - 30.6. 2013
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 - Sigtryggur Berg Sigmarsson myndlistarmaður
SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 10-17, lokað mán.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN
Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands
SUMAROPNUN frá 1. júní - Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Þjóðminjasafn Íslands:
Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár
Sigfús Eymundsson myndasmiður- Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu:
Handritin: Nokkur af merkustu skinnhandritum Íslendinga.
Þúsund ár: Fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
Safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is www.thjodmenning.is
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga í Þjóðminjasafni 10-17, Þjóðmenningarhúsi 11-17
Art=Text=Art
Verk eftir samtímalistamenn
Hellisgerði,
blóma- og skemmtigarður
Síðasta sýningarhelgi
sýningunum lýkur
sunnudag 23. júní
Opið 12-17, fim. 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Óvænt kynni
- Innreið nútímans í íslenska hönnun
(7.6.-13.10.2013)
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is